Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 54

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 kominn til að sækja okkur inn að Lónseyrarleitinu á Bronkójeppa sem ég átti. Okkur tókst bærilega að þramma út snarbrattan skaflinn í Leitinu og hittum á bílinn í sorta- bylnum. Ekki sást neitt nema rétt fram fyrir stuðarann á bílnum svo að Ingi gekk á undan út allan veg og ég ók við hælana á honum. Páll fór úr bílnum og gekk undan veðrinu heim til sín. Ætlunin var að fara á bílnum að húsum í Unaðsdal og skilja hann þar eftir, en þegar við vorum komin út fyrir brúna á Dalsánni og upp brekkuna sat bíllinn fastur í skafli. Við gengum svo heim að Mýri ská- halt undan veðrinu. Ég man ekki til þess að við hefðum verið svo illa klædd að það hafi verið til vandræða og sannaðist ekki í þetta sinn mál- tækið: „Enginn kann sig í góðu veðri heiman að búa“. Þegar við vorum nýkomin heim var símað úr Hærri-Bænum og sagt að Jens Guðmundsson hefði látið féð út um morguninn og ekki við- lit að hann réði við að koma því í hús. Það kom í ljós að féð var út á Stapamýrum allnokkra leið fyrir utan Neðri-Bæinn. Eftir upplýsingar í símtölum var það niðurstaðan að ekki gæti orðið gagn að því að freista þess að fara til hjálpar við að bjarga fénu, þennan daginn, eins og veð- urofsinn var. Daginn eftir fórum við allir karlmenn, 6 eða 7, af bæjunum til að reyna að bjarga fénu í vonsku veðri og byl. Ljót var aðkoma að því verki. Kindurnar voru niðurklesstar liggjandi í skurðum og víðar, snjór- inn barinn í ullina og engin þeirra gat staðið. Tveir og tveir tóku í lappirnar á kindunum og settu á sleða til að draga þær í traktorskerru til heim- flutnings. Það kom í ljós að um 100 fjár hafði farið í sjóinn og rak vestur yfir Djúp. Á þessum árum var venja að hleypa fénu út þegar gott var veður, það fór í fjöruna og kroppaði eitt- hvað þó ekki yrði úr því kviðfylli. Jóhannes Einarsson faðir Páls í Neðri-bænum kunni ekki við að láta féð standa jarmandi inni í blíð- skaparveðri. Hann fór því að búa sig um morguninn til að hleypa fénu út. Þegar Anna Magnúsdóttir kona Páls varð vör við það bað hún tengdaföður sinn að hafa féð inni því veðurspáin væri svo vond. Jóhannes hélt nú að það væri óhætt að lofa skepnunum út að viðra sig þær mundu hlaupa heim þegar Palli kæmi að innan. Þegar Rebekka Pálsdóttir kona Jóhannesar varð vör við þetta tal kom hún fram í ganginn og aftók það með öllu að féð væri látið út og Jói féllst á að láta konurnar ráða. Fyrstu mánuðir ársins 1963 voru veðursælir og mjög lítill snjór í hlíðum. Veturinn eftir var líka snjó- léttur. Snjóskaflar undir Háafelli og Hærribrún á Mýrarfjalli hafa blasað við um ár og aldir en í haustgöngum 1964 voru þeir með allra minnsta móti og öskulög sáust á fönninni sem ég gæti trúað að væru frá eld- gosum frá því fyrir mörgum öldum. Snjó sem kemur seint á vetri leysir oft fljótt á vorin. Knútur Knudsen veðurfræðingur skrifaði um veðrið vor og sumar 1963 í Tímaritið Veðrið m.a. þetta: „Apríl byrjaði vel. Hlýindi voru fyrstu 8 dagana í beinu áframhaldi af bezta marz um langt árabil. Tún voru víða farin að grænka og brum að opna sig, þegar vonzkuveðurskall á þriðjudag fyrir páska 9. apríl.“ Norðan garður með mikilli snjó- komu brast á um allt norðurland og náði suður á land nokkrum klukku- tímum seinna. Á Akureyri var hiti þann 9. kl. 11 4,8 stig en 12 tímum seinna var komið 10,4 stiga frost en 10. Og 11. apríl var frostið yfir 15 stig. Sunnudaginn 7. apríl 1963 messaði séra Baldur Vilhelmsson í Unaðsdalskirkju. Undanfarnar vikur hafði ég látið féð út og vísað því upp í hjallana fyrir ofan túnið. Það ráfaði þar um og fór stundum upp á brún og rölti útávið, fór svo niður í fjöru í Selinu upp af Djúphólmanum og skilaði sér ávallt heim seinni part dags. Þennan sunnudagsmorgun lét ég féð út eins og vant var fór svo til messu, en féð kom ekki heim. Ég reiknaði með að það hefði farið út að Hlíðarhúsum, í góða fjörubeit sem þar er, og lagst svo niður en kæmi heim daginn eftir eins og komið hafði fyrir. Séra Baldur gisti hjá okkur á Mýri svo við spjölluðum saman um daginn, en aldrei var haft vín um hönd þegar hann dvaldi á mínu heimili. Féð skilaði sér ekki heim og kom það svo sem stundum fyrir að það þurfti að sækja það út eftir allri Strönd. Á þriðjudagsmorgun 9. apríl fór ég inn á bryggjuna í Bæjum, en þá var Fagranesið í áætlunarferð og séra Baldur fór með bátnum. Þegar ég er á leiðinni heim kom lítil kafaldsdrífa í hægri gjólu. Ég fékk mér matar- bita og dreif mig af stað til að sækja féð. Gísli Jón Gíslason átti heima á Tirðilmýri í nokkur ár. Hann var þar oft á sumrin, stundaði grenja- vinnslu og vann ýmis viðvik fyrir heimilið en þennan vetur var hann ráðsmaður í Reykjanesskóla. Gísli átti jarpa hryssu sem var nokkuð lipur til ferðalaga og fór ég ríðandi út eftir á merinni. Ég var ekki kom- inn langt þegar veðrið fór ört versn- andi en reyndi að hraða för minni á reiðskjótanum. En það var fljótlega kominn þreifandi bylur svo ekki sást frá sér nema fáeina metra. Ég fór alla leið út að Sandeyri en varð aldrei var við féð enda sást ekki mikið vegna snjókomunnar. Sneri ég við og hóaði öðru hvoru þar sem hugsanlegt var að rekast á kindur. Ekki gat ég setið á hrossinu, þar var ekki hægt að tolla vegna veðursins. Þegar þarna var komið var ekki viðlit að sjá nokkra skepnu vegna snjókomunnar og hefði líka verið útilokað að reka það áfram eins og veðrið var þarna út frá. Mesta hvass- viðri sem ég hef komið út í var á leiðinni inn bakkana á leiðinni frá Naustavík og inn í Sátuvíkina, þar stóð stormurinn út úr Ytra-Skarðinu svo að ekki var stætt. Það hjálpaði að geta gengið við hliðina á hestin- um, annars hefði þurft að skríða til að komast eitthvað áfram. Þegar ég kom inn á Eyjahlíðina, var rokið minna og reyndi ég þá að setjast á bak og létta mér sporin. En veðra- strengurinn fram úr Skörðunum er kraftmikill og slær í hvirfilvindi á milli Skarðanna og þekktir eru rok- hnútarnir á sjónum þar framundan Eyjahlíðinni. Ekki var að vita hvað- an á sig stóð stormurinn á þessari misvindaleið og fauk ég tvisvar af hestbaki, en gat þó oft verið á baki inn fyrir Hlíðarhúsin. Eftir að komið er inn að Garðabryggju (kletta- gangur í sjó fram) er leiðin ekki greið inn að Mýri, óvíða almenni- leg reiðgata. Ófærð var upp bratta Grímshamarskleifina og meira og minna það sem eftir var leiðarinnar, en hvassviðrið ekki alveg jafn mikið. Í norðanátt stendur mesti stormur- inn út úr Skörðunum, Unaðsdalnum og Kaldalóninu, en er vægari þar á milli og aðeins hægari vindur á Mýri og þar fyrir utan. Talað var um Bæjalognið því mikill munur þótti á hvassviðri í norðanátt í Bæjum og inn á Bæjahlíðina heldur en þar fyrir utan og innan. Jörp var treg að fara yfir krap í lækjum og út í skafla svo það varð að ganga á undan og teyma hana upp Grímshamarskleifina og annars staðar þar sem ófærð var. Ferðin gekk seint það sem eftir var en þó var sú ferfætta orðin heimfús eins og niðurlútur bóndinn á tveim jafnfljótum, sem góndi fram fyrir fætur sína. Eins gott var að þekkja kennileiti í moldbylnum en það reyn- ir á sjónina að vera lengi úti í snjó- komu og veðurbarningi. Hvassviðrið var á móti frá Bergselinu og upp á Skeljavíkurkleifina. Það þurfti að klofa skaflana einn eftir annan en afrifið var þar sem hærra bar í landinu. Það fór að dimma en áfram var haldið fet fyrir fet. Þegar komið var inn á Hávarðsstaði var komið svartamyrk- ur svo að varla sást út úr augum. Í Bótinni fyrir utan Mýrartúnið varð ég var við eitthvað kvikt og kom í ljós að þar var fjárhópur sem ekki komst lengra fyrir snjó. Um 40 m brött gata liggur þarna upp á Bæjarhjallann og snjódýptin á annan metra. Ég tróð braut í snjóinn, vís- aði hryssunni upp götuna og rak svo kindurnar af stað sem voru fúsar að fara á eftir í sporaslóð. Fjárhópurinn var fljótur heim að fjárhúsunum og voru látnar inn. Ég átti tvö hross í hesthúsi inn á Árbakka og fór með hryssuna þangað, gaf vel á stallinn og fékk þá Gísla-Jörp, Blesi gamli og Kústur fyrstu hey- gjöfina þann daginn. Smalinn hefur líklega verið þurfandi fyrir næringu líka þó ekkert sé munað um það og ekki hvort nesti var haft með í ferðina, en telja má víst að ein brauð- samloka hafi verið höfð með í vasa, eins og venjulega þegar búist var við langri smalaferð. Klukkan var 23.30 þegar ég kom inn í bæ á Tirðilmýri og hafði þá verið rúmlega 13 tíma í ferðinni. Kona mín Kristín Ragnhildur Daníelsdóttir (Adda) var ein heima með þrjá yngstu strákana á öðru, þriðja og áttunda ári. Í svona stormi er mikill óveðursstrengur á milli húsa. Kjartan Helgason bóndi í Unaðsdal strengdi kaðal á milli húsanna til að hafa handfestu og komast á milli með skaplegu móti. Adda hafði farið út í fjós til að mjólka í óveðrinu en Jón Hallfreð bar ábyrgð á yngri bræðrum sínum Óla og Atla á meðan. Í þessu veðri fórust 5 fiskibátar norðan lands og stærra skip syðra. Óveðrið var linnulaust morgun- inn eftir en seinni part dagsins fór að draga úr því og útlit fyrir skárra veður daginn eftir. Þá voru engar björgunarsveitir til taks með frábæra þjónustu hvenær sem á þarf að halda eins og nú er. Sigurjón Hallgrímsson frá Dynjanda var okkur að góðu kunnur, hann sá um grenjavinnslu í Snæfjallahreppi og Jökulfjörðum um árabil. Ég hringdi í Sigurjón, sem átti 12 tonna bát á Ísafirði, til að kanna möguleika á að fá hann til að gá að fénu og ná í það ef kostur væri. Sigurjón tók vel í það þó hann hafi verið nýkominn úr erfiðri ferð norð- an úr Aðalvík. Í viðtali við Sigurjón Hallgrímsson í Bæjarins besta 29. maí 2008 kemur eftirfarandi fram undir kaflaheitinu „Svaðilför“: „Við Hjörtur Stapi (Hjörtur heitinn Bjarnason á Ísafirði) fórum margar veiðiferðir á Strandir og lentum í ýmsu. Nei, við veiddum ekki lax, en við veiddum mikið af silungi og fugli. Fórum víða í land á Ströndunum og veiddum okkur í soðið. Þetta voru ævintýraferð- ir. Við Hjörtur vorum góðir vinir. Einu sinni í þessum ferðum gerði á okkur stórgarð á norðan en við komumst við illan leik inn að Látrum á Aðalvík og gátum lagt þar. Lágum þar fram undir morgun og fórum svo til Ísafjarðar í brjáluðu veðri. Þetta var árið 1963.“ Morguninn eftir talaðist svo til að Sigurjón færi af stað á Dynjanda þó veðrið væri engan vegin gott, ennþá stinningskaldi og nokkur úrkoma. Með bátnum voru auk skipstjórans Hjörtur Bjarnarson (Hjörtur Stapi) og Daníel Rögnvaldsson tengdafað- ir minn, en hann var oft hjálplegur við smíðar og annað í búskapar- baslinu á Mýri. Dynjandi lagðist að klöppunum á Mýri og ég fór um borð. Síðan var farið niður í Æðey og Helgi Þórarinsson kom fram á skektu sem var höfð í slefi en Helgi kom með til aðstoðar. Farið var út með landi en erfitt var að sjá til lands í skafrenningi og úrkomu. Þegar kom út að Hraunum er hægt að fara mjög nálægt landi og út undir Naustavík var hægt að greina kind í barðinu fyrir neðan götuna sem liggur eftir hryggnum inn í Sátuvík. Við fórum á skektunni til lands en Sigurjón var við stjórn bátsins og Daníel líka um borð. Þegar við fórum að kanna aðstæður voru þarna margar kindur og flestar undir mannhæðar djúpum lausasnjó. Við fórum að grafa upp féð og flytja fram í bátinn, þar tók Daníel á móti því þungu af snjó í ullinni og varla gat það staðið. Reynt var að setja sem mest í lestina og síðustu kindurnar ofan á þær sem fyrir voru. Þeir Hjörtur Stapi og Helgi í Æðey gengu knálega til verks og þegar ekki þótti fært að láta meira í lestina var staflað á dekkið. Töluvert verk var að grafa féð upp og leita sem best og við vorum nokkuð lengi að leita af okkur allan grun. Þegar kindur voru dregnar um borð í skektuna í síðustu ferðina og skipstjórinn sá að nokkrar ær voru komnar í skektuna til flutnings kall- aði hann í land að ekki væri óhætt að taka meira í bátinn. En við fundum tvær eða þrjár kindur eftir það og síðar kom í ljós að engin bar þarna beinin því allar höfðu fundist sem þarna voru. Þegar lagt var af stað heimleiðis settumst við áhyggjulaus- ir fram í lúkar en Sigurjón skipstjóri og Hjörtur Stapi stóðu í stýrishúsinu. Enn var nokkuð hvasst og sló í rok- hnúta inn með Eyjahlíðinni. Við urðum varir við að stundum var slegið af og teknar beygjur, en gerðum okkur ekki grein fyrir því að báturinn var með svo mikinn þunga á dekkinu og valtur að verulegrar aðgæslu þurfti til að halda honum á réttum kili. Sigurjón Ebenezer Hallgrímsson er maður sem ekki æðrast í óþarfa tali og heyrði ég þá félaga í stýrishúsinu ekki minnast á það að báturinn væri hættulega hlað- inn með alltof mikinn þunga á dekki. En Sigurjón segir svo frá í viðtalinu: „Það var leiðinda veður. Við tókum kindurnar á Skarði og flutt- um þær út í Dynjandann á litlum báti. Dynjandinn var orðinn svo hlaðinn að ég taldi að komið væri nóg um borð en þá voru eftir í landi eitthvað un tíu kindur og nokkrir menn. Auðvitað var ótækt að skilja þetta eftir í svona veðri, þannig að við tókum allt um borð. Ég man þegar við vorum að fara inn með Ströndinni hvað báturinn var orðinn svagur, sem kallað var, eða valtur. Við höfðum þetta samt inn að Mýri, sem betur fer. Þegar ég lít til baka er þetta kannski það sem maður hefur komist næst því að drepa sig.“ Þegar ég las þetta áratugum seinna rann upp ljós minning í huganum og hvernig báturinn valt til skiptis á hliðarnar eftir því hvernig stormurinn blés í svipti- vindum undan Eyjahlíðinni. Þegar Dynjandinn var lagstur að klöpp- unum í myrkri um kvöldið var féð sett í land og gat það gengið heim að fjárhúsunum. Þó að ekki væri nema mánuður að sauðburði sást ekkert á fénu og það jafnaði sig fljótt eftir þessa hrakninga. Eftir „löndun“ á Mýri var farið með Helga niður í Æðey en Sigurjón og Hjörtur fóru inn að bryggju í Bæjum og höfðu bátinn þar, en gistu í Hærri-Bænum um nóttina, áreiðanlega þrekað- ir eftir síðustu óveðursdaga. Ekki man ég hvort ég þakkaði þeim fyrir þessa ómetanlegu hjálp, en enginn minntist á greiðslu, okkar kynslóð ólst upp við það að sjálfsagt væri að rétta öðrum hjálparhönd. Það kann að vera að í sláturtíðinni um haustið hafi farið til þeirra lambskrokkar í soðið. Þegar farið var að telja féð í fjárhúsunum kom í ljós að 7 kindur vantaði og mátti telja þær dauðar. En um hálfum mánuði síðar hringdi Sigurjón til mín og kvaðst hafa séð 5 kindur út á Snæfjallaeyrum út við Súrnadal. Ég fór gangandi til að sækja þær og fann 2 dauðar ær í lægð fyrir innan Ytraskarðsána, þær höfðu farist í krapi. Auðséð var að féð hefur verið á heimleið, en þegar það fór upp á hrygginn fyrir innan ána hefur veðurofsinn hrakið þær af leið niður fyrir bakkann þar sem hópurinn fannst. Þessar tvær kindur sem fórust voru frá Jakobi Hagalínssyni á Sútarabúðum í Grunnavík. Þær hafa því líklega haldið sig sér utan við hópinn. Haustið 1962 þegar allir síðustu bændurnir fluttu frá Grunnavík til Ísafjarðar fórum við Jens Guðmundsson og Páll Jóhannesson bændur í Bæjum ríðandi norður yfir Snæfjallaheiði til Grunnavíkur í heimsókn. Ég gisti hjá Ragúel Hagalínssyni og Helgu Stígsdóttur konu hans en Páll hjá Hallgrími Jónssyni og Jens hjá Jakobi og Sigríði Tómasdóttur. Í Þessari kveðjuheimsókn keyptum við nokkrar kindur hjá þeim og feng- um þær sendar með Fagranesinu síðar. Ég keypti þessar tvær sem fórust hjá Jakobi Hagalínssyni, en Grímur Finnbogason (Eggja- Grímur) seldi Jens nokkrar kindur. Féð hjá Grími var í margvíslegum sauðalitum. Það var mjög spakt og hélt sig í heimahögum á sumr- in. Þegar kom að því að flytja allt féð frá Grunnavík og það var rekið saman hljóp ein kindin Gríms alltaf undan og náðist ekki. Fólkið flutti í burtu með allt féð en þessi eina kind náðist aldrei og varð eftir. Þegar kom fram í miðjan desem- ber var ég eitt kvöldið að láta féð á Mýri inn, var þá ókunnug kind í fénu. Hún var svört með hvítar rósir á hausnum og hvíta bletti á löpp- um um lágklaufirnar. Þarna var þá komin eftirleguærin Eggja-Gríms, alla þessa löngu leið frá Grunnavík. Að líkum hafði hún aldrei komið upp á Snæfjallaheiði áður en hún rann þessa skemmstu leið í rétta átt þurfandi fyrir að nálgast hrút. Fjölskylda Engilberts Sumarliða Ingvarssonar, höfundar bókarinnar Undir Snjáfjöllum. Myndin er líklega tekin 1929. Talið frá vinstri: Salbjörg Jóhanns- dóttir, Engilbert og Ingvar Ásgeirsson. Fyrir aftan þau standa f.v. Jón Alfreð og Ásgeir Ingvarssynir. Þarna er yngsta barnið, Jóhanna, ekki fædd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.