Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 61

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mundi@rml.is Breytingar á skýrsluhaldi í nautgriparækt: Skýrsluhald skilyrði fyrir greiðslum Í grein 2.2. í samningi um starfs- skilyrði nautgriparæktar sem undirritaður var 19. feb. á þessu ári segir að skilyrði fyrir greiðslum sé þátttaka í afurðaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands og full- nægjandi skil á skýrslum. Samningurinn tekur til stuðn- ingsgreiðslna í nautgriparækt, s.s. greiðslna út á greiðslumark, greiðslna út á innvegna mjólk (bein- greiðslna), gripagreiðslna, greiðslna vegna nautakjötsframleiðslu auk fjárfestingastuðnings. Samkvæmt þessu munu þeir sem ekki stand- ast kröfur varðandi afurðaskýrslu- hald ekki njóta þess stuðnings sem samningurinn kveður á um og áður er talinn. Í drögum að reglugerð um stuðn- ing í nautgriparækt segir að skilyrði fyrir greiðslum til nautgripabænda sé þátttaka í afurðaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands og full- nægjandi skil auk fullnægjandi skila á haustskýrslu í Bústofn sam- kvæmt 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013. Í reglugerðinni kemur fram að til þess að þátttaka í afurðaskýrsluhaldi í nautgriparækt sé metin fullnægj- andi skulu ákveðin skilyrði vera uppfyllt, en miðað er við að unnt sé að rekja uppruna og afdrif allra gripa í hjörðinni á einfaldan og öruggan hátt, sem og safna áreiðanlegum upplýsingum um afurðir búsins. Standa þarf að fullnægjandi skilum á hjarðbók og heilsukorti og tryggja rétta framkvæmd á merk- ingum nautgripa, í samræmi við reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012 með síðari breytingum. Allur nautgripabústofn fram- leiðanda skal skráður í Huppu. Framleiðandi ber ábyrgð á skráningu á afurðum, magn og gæði mjólkur og kjöts, sem gripir búsins gefa af sér. Eftirfarandi skal skrá eða vera til staðar auk upplýsinga sem eru skráðar í hjarðbók búsins (lágmarks- kröfur): 1. Fangafdrif allra kúa. 2. Burðardagsetning kúa, fjöldi fæddra kálfa og afdrif þeirra. 3. Fallþunga allra sláturgripa, sem byggir á innlesnum sláturgögn- um frá sláturhúsum. 4. Ástæðu afsetningar kúa og kvígna og fylgja tímamörkum um skráningar sem tilgreind eru í reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár. 5. Nyt allra mjólkandi kúa (mjólk- urskýrsla) í hverjum mánuði fyrir 11. næsta mánaðar eftir mælingarmánuð. 6. Mjólkurframleiðendur skulu taka kýrsýni úr öllum mjólkandi kúm tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi og þarf niðurstaða þeirra að hafa borist innan 15 daga frá lokum sýnatökumánað- ar. Framleiðendur skulu staðfesta skýr- sluhaldsupplýsingar í síðasta lagi 10. hvers mánaðar fyrir næstliðinn mánuð og á það jafnt við um mjólk- urframleiðendur sem og þá sem ein- göngu stunda kjötframleiðslu. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir bændur? Í stuttu máli sagt leggur þetta þá kvöð á bændur sem stunda nautgriparækt, hvort heldur til framleiðslu mjólk- ur eða kjöts, að skila skýrslum eða m.ö.o. taka þátt í skýrsluhaldi. Fyrir yfirgnæfandi meirihluta bænda er þetta nákvæmlega engin breyting, þ.e.a.s. þá sem hafa tekið þátt í skýrsluhaldi eða haldið hjarðbók og staðið skil á skráningum innan tilskilinna tímamarka sem m.a. eru tilgreind í reglugerð um merkingar búfjár. Hvað þarf að skrá og hvenær? 1. Skrá þarf alla burði og gera grein fyrir afdrifum kálfa innan tilskilinna tímamarka sem eru 20 dagar frá burði. 2. Skrá þarf ástæðu afsetningar/ förgunar kúa og kvígna. 3. Skrá þarf slátrun heima á búinu og/eða vanhöld gripa. 4. Mæla þarf og skrá nyt allra mjólkandi kúa á búinu mánað- arlega, ef viðkomandi stundar mjólkurframleiðslu. 5. Skila þarf kýrsýnum úr öllum mjólkandi kúm á búinu tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi, ef viðkomandi stundar mjólkur- framleiðslu. 6. Skrá þarf kaup og sölu gripa innan 7 daga frá flutningi grips. Sláturfærslur úr sláturhúsum eru lesnar inn á sjálfvirkan hátt en mönum bent á að fylgjast grannt með hvort þær skili sér ekki áreið- anlega og rétt. Þá er rétt að ítreka þá breytingu sem varð í sumar að nú er skylt að merkja alla kálfa sem fara í sláturhús, ekki bara þá sem eru settir á til lífs. Misbrestur á því getur leitt til missis greiðslna. Allir þeir sem njóta munu stuðn- ingsgreiðslna verða að gera skil mánaðarlega og skiptir þá engu hvort eitthvað hefur gerst í mánuðin- um eða ekki. Hafi engin kýr borið, enginn gripur farið í sláturhús né drepist þarf samt sem áður að gera skil, þ.e. skila núll-skýrslu. Fyrir mjólkurframleiðendur er heldur ekki annar kostur í stöðunni en að skila mælingum mánaðarlega vilji menn njóta stuðningsgeiðslna. Síðasti skiladagur er 10. hvers mánaðar fyrir næstliðinn mánuð, þ.e. skila skal afurðaskýrslu fyrir janúar í síð- asta lagi 10. febrúar o.s.frv. Hvað þarf að gera? Bændur sem nú þegar eru í skýr- sluhaldi munu ekki verða neinna breytinga varir. Um 10% þeirra þurfa aðeins að taka sig eilítið á varðandi skýrsluskil og skráningar innan til- skilinna tímamarka. Nokkur hluti hefur ekki haldið uppi reglulegu skilum á kýrsýnum og þar þurfa viðkomandi að taka sér örlítið tak. Þeir sem ekki hafa verið í skýr- sluhaldi þurfa hins vegar að byrja að mæla úr kúnum og standa skil á mjólkurskýrslum og kýrsýnum. Mælt er með því að byrja sem fyrst, útvega sér búnað til mælinga, panta sýnaglös fyrir kýrsýni o.s.frv. Þeir sem stunda kjötframleiðslu þurfa allmargir að taka sig á varð- andi skráningar og skil á upplýs- ingum. Þar hefur víða pottur verið brotinn. Þá þurfa þeir mjólkurframleið- endur sem ekki hafa verið í skýr- sluhaldi og allir nautakjötsframleið- endur að tilkynna þáttöku í afurða- skýrsluhaldi til Matvælastofnunar (Búnaðarstofu) fyrir 27. desember n.k. á þar til gerðu eyðublaði sem hægt er nálgast á þjónustugátt MAST. Þeir sem ekki hafa aðgang að henni geta nálgast eyðublaðið á heimasíðu RML eða fengið það sent. Hugum tímanlega að hlutunum Það liggur fyrir að fyrsti skila- dagur á afurðaskýrslum samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi verður 10. febrúar n.k. Að fenginni reynslu er mælt með því að menn hugi að skil- um fyrr en það. Ávallt getur eithvað óvænt komið upp og óþægilegt að eiga eftir að ganga frá öllum skráningum 15 mínútur í miðnætti, nettengingin óvirk og góð ráð dýr. Þeir sem skila skýrslum á papp- ír til skráningar hjá RML þurfa að senda skýrslur frá sér með nokkurra daga fyrirvara til þess að tryggt sé að skráningu sé lokið á tilskyldum tíma. Póstleggja verður skýrslu í síðasta lagi 3ja hvers mánaðar svo tryggt sé að skýrslur hafi borist og náðst að skrá þær í tíma. Einnig má skila skýrslum á starfsstöðvar RML ef það hentar betur. RML hefur ekki heimild til þess að gefa neinn frest á skilum og gengur þar eitt yfir alla. Við getum aðstoðað Starfsfólk RML er reiðubúið til aðstoðar varðandi skýrsluhaldið nú sem endranær. Þá er verið að endur- skipuleggja alla vinnu við skýrslu- hald innan RML með það að leiðar- ljósi að bæta þjónustuna, gera hana skilvirkari og halda niðri kostnaði svo sem hægt er. Framvegis munu allar nautgripa- skýrslur verða skráðar á Akureyri og Selfossi. Skil og útsending munu einnig fara fram á þessum starfs- stöðvum RML. Þeir sem ekki skila rafrænt þurfa að skila skýrslum með pósti eða á starfsstöð RML en ekki mjólkurbílum eins og sums staðar hefur tíðkast fram að þessu. Þeir sem ekki eru í skýrsluhaldi ættu að hafa samband sem allra fyrst og fara yfir stöðu sinna mála. Hafið samband, sími RML er 516 5000. Í drögum að reglugerð um stuðning í nautgriparækt segir að skilyrði fyrir greiðslum til nautgripabænda sé þátttaka í afurðaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands og fullnægjandi skil auk fullnægjandi skila á haustskýrslu í Bústofn samkvæmt 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013. Á faglegum nótum Vísindagrein um uppgræðsluaðferðir og búsvæði mófugla: Endurheimt mólendis vænleg til lengri tíma – þótt uppgræðsla með lúpínu geti verið skjótvirk fyrir ákveðnar fuglategundir Nýverið var vísindagrein birt í Icelandic Agricultural Sciences sem fjallar um tengsl uppgræðslu- aðferða og dýralífs. Þar er meðal annars komið inn á hlutverk bænda við uppgræðslu. Ein af niðurstöðunum greinarinnar er að ef lúpína er notuð við uppgræðslu, flýtir það því að fuglategundir fái þrifist á þeim svæðum sem er verið að græða upp. Vísindagreinin byggir á meist- araverkefni Brynju Davíðsdóttur við Landbúnaðarháskóla Íslands sem unnið var í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi. Verkefni hennar fólst í að bera saman tvær uppgræðsluaðferðir og áhrifin á fugla- og smádýralíf; annars vegar endurheimt mólend- is og hins vegar uppgræðslu með lúpínu. Lúpínan fjölgar fuglum Einn leiðbeinenda Brynju – og einn meðhöfunda vísindagreinarinn- ar – er Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi. „Við sjáum að uppgræðsluaðferðirnar hafa mismunandi áhrif. Það er ekki svo ein- falt að lúpína sé góð fyrir fugla og þar með sé málið útrætt. Það er í sjálfu sér alveg rétt ef við miðum við ógró- ið land, lúpínan fjölgar fuglum. En áhugaverðari samanburður er við hina uppgræðsluaðferðina að endurheimta mólendi því auðvitað fjölgar fuglum ef við græðum upp eyðimörk – nánast sama hvaða aðferð er notuð.“ Hófleg beit vænleg til viðhalds „Samanburðurinn á þessum tveim- ur aðferðum sýnir að lúpína myndar einsleitara samfélag og af algengari tegundum. Tegundirnar sem upp- b y g g i n g m ó l e n d i s styður við standa mun verr á heims- vísu. Við höfum ýmsar alþjóðlegar skuldbindingar á sviði náttúru- verndar sem erfiðlega hefur geng- ið að fara eftir. Það sést til dæmis í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framfylgd Ríó-samningsins og í álitum sendinefnda sem koma hing- að til að meta áhrif skógræktar á skuldbindingar Íslendinga í náttúru- vernd. Mólendisendurheimt myndi styðja við það að við gætum staðið við skuldbindingarnar, mun frekar en uppgræðsla með lúpínu. Þessar tegundir sem eiga undir högg að sækja eru tegundir eins og lóa, spói og lóu- þræll. Þær þurfa opið snögglendi og slíkt land er víða á undanhaldi. Þar kemur að bændum því að landnotkun, til dæmis hófleg beit, er besta leiðin til að viðhalda landi á hentugu fram- vindustigi fyrir þessar tegundir. Það er í raun viðhald og endurheimt búset- ulandslagsins sem styður við þessar tegundir,“ segir Tómas. Auk Brynju og Tómasar eru þeir Guðmundur Halldórsson, frá Landgræðslu ríkisins, og Bjarni D. Sigurðsson, frá Landbúnaðarháskóla Íslands, höfundar greinarinnar sem ber heitið Avian abundance and comm- unities in areas revegetated with exotic versus native plant species. /smh Tómas G. Gunnarsson. Heiðlóa og lúpína.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.