Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 64

Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Í görðum Karlamagnúsar uxu gúrkur, melónur og flöskualdin. Gúrkunum voru gerð skil hér í síðasta tölublaði. Nú er komið að þeim síðartöldu. Báðar hafa fylgt mönnum óralengi, reyndar svo lengi að hvergi hefur tekist að rekja uppruna þeirra til ákveðinna landssvæða og hvergi hafa fundist tegundir sem þær gætu verið sprottnar af þegar þær komust undir mannahendur í árdögum ræktunarmenningarinn- ar. Hvergi þrífast þessar tegundir heldur án aðstoðar eða samvista við manneskjur. Melónur – Cucumis melo Helsta ágiskun manna um uppruna melóna er að þær hafi fyrst verið teknar í ræktun af þjóðflokkum sem byggðu vestanverðan Indlandsskaga tólf til sjöþúsund árum fyrir okkar tímatal. Þar hafa fundist för eftir ávöxt sem líkist melónum pressuð í leirgólf mannvistarleifa frá því tímaskeiði. En förin eru nokkuð frábrugðin þeim melónugerðum sem nú eru þekkt og gætu þess vegna verið af gúrkum, sem vitað er að voru einnig komnar í ræktun á þessu tíma. Uppgötvunin hefur því ekki verið staðfest af vísindunum. Sumir fræðingar telja þær aftur á móti vera upprunnar í Afríku. En ekki hefur heldur tekist að staðfesta þá kenningu. Í upphafi söguritunar er til þeirra vísað bæði í hinum fornu, indversku sanskrítartextum sem og í myndletri Forn-Egypta. Í ríki Forn-Grikkja var þeirra getið þrem öldum fyrir okkar tímatal og á dögum Rómverja voru þær vel þekktar. Rómverjar notuðu reyndar heitið „pepone“ yfir melónurnar og undir því nafni uxu þær í görðum Karlamagnúsar nokkrum áratugum fyrir landnám Íslands. Ræktun á melónum á evrópska menningarsvæðinu á sér því meira en tvöþúsund ára sögu. Þær eru hitakræfari en gúrkur og þurfa mun lengri tíma til að þroska aldinin. Því er ræktunin háð hlýj- um og löngum sumrum, sem í stórum dráttum takmarkar hana við Miðjarðarhafslöndin og nokkrar tungur sem teygja norður í syðstu dali Vestur-Evrópu og Mið-Asíu. Og að sjálfsögðu hafa þær verið ræktaðar austur um öll hlýjustu lönd Asíu frá aldaöðli. Þær fylgdu með innrásum Evrópumanna vestur um haf og búsetu þeirra í Ameríkunum báðum. Síðar tóku Evrópumenn þær með sér til Ástralíu. Hér í Norður- Evrópu þrífast melónur ekki á ber- svæði. Þær þarf að rækta í gróður- húsum til að geta skilað uppskeru. Á garðyrkjusveinsárum mínum hjá Svíum frétti ég af að nokkuð hefði verið um að garðyrkjumenn sem framleiddu sumarblóm í gróð- urhúsum hafi notað húsin undir melónur eftir að sumarblómaver- tíðinni lauk og fram að því að rækt- unin á jólablómunum fór í gang. En þessi ræktun skilaði litlum hagnaði og var heldur vinnufrek, því binda þurfti plönturnar upp og setja hverja melónu sem myndaðist í sérstaka poka eða höldur sem síðan varð að hengja upp í loftfestingar. Hver planta skilaði sjaldan nema einu eða tveim aldinum, í hæsta lagi þrem, sem körlunum þótti samt vissu- lega gaman að fara með og selja á grænmetistorgunum. Þetta gaf þeim ákveðinn status þar og styrkti stolt þeirra af framlagi sínu til fjöl- breytileikans. En þessi ræktum lagðist alveg af eftir að aðflutningur grænmetis og ávaxta frá suðrænni löndum árið um kring var orðinn viðstöðulaus raunveruleiki í við- skiptaheiminum og lögmál hagvaxt- arins búið að bera félagshyggjuna ofurliði. Melónur af mörgum gerðum Melónur og gúrkur eru af sömu ætt- kvísl plantna. Ættkvíslarheitið Cucumis. er komið úr gamalli latínu og þýðir einfaldlega gúrka. Viðurnefni melónanna er svo fengið úr gríska hugtakinu melo sem bæði nær yfir epli og hunang. Og líkt og gúrkurnar hafa melónurnar þróast og breyst í árþúsunda ræktun. Þær hafa verið settar í nokkra hópa eða flokka eftir útliti þeirra og eðli. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða melónuyrki Karlamagnús gæti hafa ræktað í görðum sínum. Líklega hafa þær verið nokkuð þéttari og frumstæðari en melónur nútímans og ekki eins sætar. Enn eru ræktaðar frumstæðar gerðir melóna í löndum Mið-Asíu. Í matargerð er farið með þær eins og gúrkur eða mergjur. Í stórum dráttum er melónum skipað í sex aðalhópa. En ekkert er einhlítt með það, því mörg af melónuyrkjum nútímans eru til- komin vegna æxlunar milli hópa. Fyrsti hópurinn eru KANTALÚPUR og innan hans nokk- ur tilbrigði. En einkennandi fyrir hópinn er að hýðið er netmynstr- að og oftast nokkuð móleitt. Aldinkjötið er sætangandi, oft laxableikt eða jafnvel sterkórans. En líka getur það verið fölgrænt. Moskusmelónur, Eiginlegar Kantalúpur, Persamelónur og Strengjamelónur (sem kallast líka reticulata-týpur) eru af þessu tagi. Strengjamelónurnar skera sig úr fyrir að hafa ekki netmynstur en í staðinn græna strengi langsum end- anna á milli sem skipta melón- unni í einskonar rif eða báta. Kantalúpumelónur losna sjálfar frá plönt- unni þegar þær eru fullþroskað- ar og þola ekki langa geymslu. Á þeim er eins- konar far eftir „naflastrenginn“ mjög einkennandi. Kantalúpur eru oft seldar undir samheitinu „netmelónur“. Annar hópur er „Ilmsnauði hópurinn“ eða INDORUS-MELÓNUR. Þær þurfa lengri ræktunartíma en kantalúpurnar. Á þeim er hýðið fremur þykkt og langrákótt. Það getur verið grænyrj- ótt, gult, algrænt og eiginlega allt þar á milli. Aldinin eru oftast ílöng og sverari í blómendann. Þau þarf að skera af plöntunum við fullþrosk- un. Því halda þær örlitlum „nafla“ og geymast nokkuð lengi. Af þeim leggur engan „melónuilm“ og aldin- kjötið er oftast ljóst og stinnt. Þær eru mismunandi sætar. Í þennan hóp falla langsamlega flestar af þeim melónum sem falboðnar eru í stórmörkuðum. Undirflokkarnir eru margir, t.d. Crensaw, Casabas, Honeydew, Canary og hin dísæta „jólamelóna“ Piel de Sapo með sitt sérkennilega froskaskinn. Þriðja hópinn skipa hinar svokölluðu SNÁKAMELÓNUR sem, eins og nafnið segir til um, eru langar og mjóar. Þær eru venju- lega teknar af plöntunum grænar og óþroskaðar áður en þær hafa náð 30-40cm lengd. Fullþroskaðar geta þær orðið hátt í eins metra langar. En við þroskann verða þær ramar, með harða skel, fullar af fræjum og sjaldan meiri um sig en 7-8cm. Snákamelónur voru fyrst og fremst ræktaðar í Armeníu og Mið-Asíu en á síðari árum, með upprisu veg- anstefnunnar, hafa þær náð vin- sældum á Vesturlöndum. Einkum meðal „veganfólks“ í Flórída og Kaliforníu. Snákamelónur þola lægri sumarhita en aðrar melón- ur. Þær eru yfirleitt seldar sem „Armeníugúrkur“. Borðaðar hráar, sneiddar eða niðurrifnar. En annars eru þær matreiddar sem gúrkur. Þær eru samt fastari fyrir og rýrna ekki eins við hitun. Í fjórða hópinn eru KONOMON- MELÓNUR settar. Þær eru frá Austur- Asíu og ræktaðar til að gera úr þeim ýmiskonar súrsætt eða kryddsaltað meðlæti með austurlenskum mat. Þær geta verið af mismunandi lögun og lit en alltaf með sléttum berki. Sjást sjaldan í grænmetisborðum stórmarkaða. Mun frekar í búðum sem höndla með austurlenskar mat- vörur. Hinir tveir melónuflokk- arnir eru austurlenskir og sjald- séðir í okkar heimshluta. Þeir eru MANGÓMELÓNUR (Dudaim- melónur), sem eru smáar, hnöttótt- ar og i ýmsum litum. Á stærð við mangóávöxt. Borðaðar sem skyndibitar eða meðlæti. Og HRÖKKMELÓNUR (Mormordica- melónur) sem eru ílangar eins og kindabjúgu frá SS með þunnu og ætu hýði. Þær hrökkva í sundur við þroskann og eru notaðar sem græn- meti með fræjum og öllu saman. Vatnsmelónur – fjarskyldar en melónur samt Vatnsmelónur voru ekki á borðum Karlamagnúsar. Þær eru af sömu ætt og gúrkur og melónur en tilheyra ættkvíslinni Citrullus. Uppruni þeirra er í suðurhluta Afríku þar sem þær hafa verið ræktaðar frá ómuna- tíð. Á tíma Karlamagnúsar voru norðurmörk þeirra í Nílardalnum. Þar þóttu þær fátækrafæða. Og þær rötuðu ekki frá Afríku fyrr en nokk- uð var liðið á tíma þrælaflutningana þaðan til Ameríku. Plantekrueigendur þar höfðu þá uppgötvað að vatnsmelónurnar voru auðræktaðar og ódýr þrælakostur í Suðurríkjunum. En fyrr en varði tók þessi þrælakostur að ná vinsældum á heimilum sjáfra þrælahaldaranna. Það varð til þess að vatnsmelónurn- ar voru teknar í úrval og kynbætur svo að þær tóku miklum framför- um á tiltölulega fáum árum. Þessar endurbættu vatnsmelónur fóru síðan um allan heiminn og eru ræktaðar í stórum stíl hvarvetna um hita- og heittempraða beltið. Ein af fyrstu vatnsmelónunum sem flutt var vest- ur til Ameríku lifir þar enn og sáir sér út á ökrum í Suðurríkjunum. Mörgum afkomendum þrælahaldar- anna til ama. Flöskualdin – kalabass, líklega með lengstu ræktunarsöguna Fjölbreytilegasti ættingi gúrkujurt- anna er vafningsjurtin kalabass, eða flöskualdin eins og tegundin hefur verið kölluð upp á íslensku. En það er varla hægt að íslenska alþjóða- heiti nytjaplöntu sem hefur fylgt mannkyni áður en sögur hófust og gæti verið sú eina sem manneskjan tók með sér í upphafi útrásarinn- ar frá hinni sólbökuðu Afríku. Kalabass er af nokkuð fjölskipaðri plöntuættkvísl sem er dreifð um Afríku sunnan Sahara. En engin tegundanna líkist samt kalabassi nema að greina má systkinasvip- inn. Kalabass, hvar sem er í ver- öldinni, heyrir til einnar og sömu tegundarinnar, Lagenaria sicearia. Það finnst hvergi utan manna- byggða. Á meðan aldinin eru ung og óþroskuð eru þau haldgóður matur. En fullþroska aldin mynda um sig harða og sterka skel sem má nota á margan máta eftir að búið er að þurrka þau og tæma innvolsið varlega úr þeim. Í tím- ans rás hefur kalebass tekið á sig ótal myndir. Allt frá því að vera nettar flöskur með belg, hálsi og stút yfir í það að vera gímöld sem rúma tíu til fimmtíu lítra. Kalabass getur verið stutt, digurt, langt eða mjótt. Formunum er haldið við með ræktun og úrvali. Plantan er einær, þ.e.a.s. hún spírar, lifir, ber aldin og deyr á einu regntímabili. Kalabass er hin dæmigerða flaska sem menn gátu fyllt af vatni og borið með sér hvert sem þeir fóru. Kalabass hefur verið ræktað um allt heita- og heittempraða beltið frá fyrstu tíð mannaferða. Það er allt í senn matjurt, flaska, hljóð- færi, hirsla, húsgagn og jafnvel þjóðbúningur karla í fjarlægum eylöndum. Gripi úr kalabassi er að finna hjá öllum þjóðflokkum sem búa við heitt loftslag. Í Afríku hefur kalabass verið notað sem korngeymsla, mjaltafata, hljóðfæri, borðbúnaður o.s.frv. endalaust. Frumbyggjar Ameríku þekktu og notuðu kalabass löngu áður en þeir höfðu nokkur kynni af fólki annars staðar frá. Við Miðjarðarhaf er kalabass ræktað sem matjurt líkt og grasker. Sama er að segja um öll Asíulönd, niður um Indónesíu og yfir á Papúa-Nýju Gíneu þar sem kalabass er algeng matjurt. Og þarlendir karlar leggja oft mikla vinnu í að móta kalabass-aldinin meðan þau eru meyr til að gera þau brúkleg sem „koteka“, einn vegamesta gripinn hefðbundnum klæðnaði þeirra. Fróðleiksbásinn Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur Jurtir Karlamagnúsar – gúrkur og annað skylt, síðari hluti Græna jólamelónan Piet de Sapo, gular kanarímelónur og efst strengjamelóna. Melónusali í Samarkand árið 1915 – litljósmynd eftir Prokudin-Gorskii. Þjóðbúninga-kalabass-Papúa-Nýja Gínea. Galia net-melóna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.