Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 72

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 72
72 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 JÓLAMATURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Ofnsteikt appelsínuönd Skemmtileg hefð að skera út laufabrauð Þ að er ekta íslensk jólahefð og fjölskyldu-skemmtun að skera út blaðþunn laufabrauð, velja sígild mynstur eða skapa eigin, og djúpsteikja. Laufabrauðið passar sérdeilis vel með elduðu eða hráu hangikjöti, sem er okkar ljúffenga svar við Parmaskinkunni. Hrátt hangikjötið er látið hanga á köldum stað í nokkra daga eða jafnvel vikur eftir smekk. Appelsínuönd er rómaður hátíðarmatur og rótargrænmeti fer einkar vel með henni. Gott er að láta matargesti smyrja laufabrauð sitt með rjómaosti eða sýrðum rjóma og svo er sett þunnskorið hangi- kjöt ofan á með einhverju sætu eins og döðlusultu eða blá- berjakaramellu. Laufabrauð Hráefni › 550 g (4 bollar) hveiti › 25 g (¼ bolli) sykur › 1½ tsk. lyftiduft (yfirleitt ½ tsk. hjarta salt og 1 tsk. lyftiduft) › Ögn af salti og kúmeni › 230 g (1 bolli) mjólk (eftir auganu, passa að bæta við í skömmtum) › 40 g smjör Aðferð Hitið mjólk, smjör og kúmen í potti (ekki láta sjóða). Bætið við þurrefn- unum og blandað í hrærivél. Hnoðið næst deigið með höndunum. Rúllið deigið í langan hólk og vefjið það upp í viskastykki. Eftir að búið er að láta deigið hvíla um stund skerið pylsuna í um 20 þriggja sentímetra breiðar sneiðar og fletjið þær út með kökukefli. Að hnoða og fletja út laufabrauðs- deigið er erfitt starf (hægt að kaupa út flatt deig). Hefð er fyrir því að gera þríhyrnings- laga munstur með litlum hníf. Þeir sem eiga íslenskt laufabrauðsjárn, geta nýtt sér þau til að gera lífið auð- veldara við útskurðinn. Laufabrauðið á að vera þunnt, helst svo þunnar að maður geti lesið Biblíuna í gegnum það. Eftir skrautskurð er hrátt laufabrauðið djúpsteikt í sjóðandi fitu (með hjálp tveggja gaffla, steikja hverja hlið jafnt. Eftir aðeins nokkrar sekúndur, þegar það er orðin gullið að lit, skal veiða það upp úr fitunni. Látið þorna á pappír. Laufabrauðið (sumir vilja með smjöri) er borið fram með hangikjöti, soðnum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og sætum uppstúf á jólum, en það er líka frábær forréttur með hráu hangikjöti. Ofnsteikt appelsínuönd með rótargrænmeti Hráefni › 1 heil önd, eða 2–4 andabringur › 8 hvítlauksrif › salt og svartur pipar eftir smekk › 255 g (3/4 bolli) ferskur appel - sínusafi (og börkur) › 6 matskeiðar ósaltað smjör › 2 bollar rauðlaukar, miðlungs teningar › 1 bolli næpur skrældar, skorið í teninga › 1 bolli sellerírót, skræld teningar › 2 bollar gulrætur, teningar › 500 g (1 1/2 bolli) þurrt rauðvín › 1/4 bolli hunang › 2 tsk. timjan, saxað (ferskt, annars smá af þurrkuðu) › 1 tsk. svartur pipar Aðferð Hitið ofninn í 205 gráður. Skolið öndina með köldu vatni, skerið rákir í fituna og skerið af umfram fitu og skinn. Þerrið með klút og veltið upp úr söx- uðum hvítlauk. Nuddið öndina með appelsínuberki. Kryddið með salti og pipar. Setjið fituhliðina niður á heitri pönnu. Steikið rólega í 20 mínútur. Snúið fituhliðinni nú upp og ausið fitunni af pönnunni yfir öndina og bakið við 175 gráður í ofninum. Ausið fitunni áfram yfir með skeið og bakið í 10 til 15 mínútur til viðbótar, en styttri tíma tekur að ofnsteikja ef um bringur er að ræða. Notið kjarnhitamæli og eldið þar til kjarnhitinn hefur náð 58 gráðum. Látið þá hvíla í 20 mínútur. Setjið eina og hálfa matskeið af smjöri á pönnu með, hafið stillt á miðlungs hita. Setjið lauk á pönnuna og mýkið hann á pönnunni í um tvær mínútur. Bætið andafitunni úr ofnílátinu við og steikið grænmetið í henni í um 2–4 mínútur. Bætið restinni af smjöri saman við og hálfum bolla (um 115 ml) af app- elsínusafa. Sjóðið þangað til vökvinn er næstum gufaður upp. Eftir tíu mínútur ætti grænmetið að vera orðið að eins konar karamellu með smjöri og appelsínusafa. Takið grænmetið til hliðar og bætið meiri appelsínusafa við, víni, hunangi, timjan, og einni teskeið (eða tveimur grömmum) af pipar og sjóðið á háum hita. Lækkið hitann og látið malla á mjög lágum hita í um 10 til 15 mín- útur, eða þar til vökvinn hefur minnk- að niður í einn bolla (um 235 ml). Þegar öndin er fullelduð er hún tekin úr ofninum og látin standa í 10 mín- útur áður hún er skorin niður í fínar sneiðar. Notið steikarskófir úr ofnfatinu til að gera sósuna með víninu og smá app- elsínusneiðum. Geymið fituna til að steikja grænmeti með síðar. Framreiðið með kartöflum að eigin vali ásamt grænmetisblöndunni og appelsínu sósu. Kryddað Crème brûlée Hráefni › 900 ml rjómi › 100 ml mjólk › 3/4 bollar sykur, skipt í tvo jafna hálfa hluta (1/4 bolli plús 2 matskeiðar) › 2 kanilstangir › 1 stjörnuanís › 7 stórar eggjarauður › 2 tsk. vanilludropar eða fersk vanilla › 1/4 tsk. gróft salt › 1/4 tsk. malað múskat › 1 heill kanill › 1/8 tsk. malaður negull Fyrir sykurskelina (brûlée) › 3/4 bolli sykur Aðferð Hitið ofninn í 150 gráður. Látið vatn sjóða í potti eða katli fyrir vatns- baðið. Í stórum potti er blandað saman: 4 og ¼ bolli rjómi, 2 matskeið- ar sykur, hrærið saman. Hiti yfir miðlungs þar til blandan byrjar að rjúka kringum brúnir á pönnunni, í kringum 7 til 8 mínútur. Verið varkár að láta blönduna ekki sjóða Þegar kremblandan er rjúkandi, er hún varlega fjarlægð af hitanum. Bætið blöndunni saman við eggja- rauðurnar í litlum skömmtum og hrærið stöðugt í henni. Bætið við tveimur ausum af rjómablöndu, einni í einu, en haldið áfram að hræra í. Hrærið smám saman restinni af blöndunni saman við og gott er að sigta hana í mæliglas eða könnu. Lækkið ofninn í 110 gráður og skiptið kreminu jafnt í átta eldfastar skálar. Setjið skálarnar í ofnfat með nægu af sjóðandi vatni þannig að það nái hálfa leið upp að hliðum formanna. Bakið þar til kremið er orðið stíft (það ætti að vera hlaup- kennt í miðju), í um 30 til 40 mín- útur. Leyfið að kólna í 30 mínútur áður en það er borið fram. Gott er að setja það í kæli. Fyrir framreiðslu er 1½ matskeið af hrásykri stráð yfir hverja skál. Hægt er að brúna sykurinn með gasloga á yfirborði kremsins, en líka er hægt að bræða sykur á pönnu, setja á smjörpappír þegar hann er orðinn að karamellu, kæla hann, brjóta og strá yfir kremið – ásamt piparkökum og berjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.