Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2019 33
Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær
Sími: 480 0000 • aflvelar.is • sala@aflvelar.is
Gluggar og hurðir fyrir
íslenskar aðstæður
Í yfir 20 ár hefur Viking Window AS selt tréglugga og hurðir á Íslandi
Gluggar og hurðir með eða
án álkápu, allir RAL litir í
boði að innan og utaverðu
Afhendist glerjað og tilbúið
til uppsetningar
Afgreiðslutími 6-10 vikur
Sjá nánar á: viking.ee
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
TINDAR OG
HNÍFAR
GOTT ÚRVAL
SVEITASÆLA 2019
Landbúnaðarsýning og bændahátíð þann 17. ágúst í Reiðhöllinni Svaðastaðir
Skagafirði. Vélasýning, handverksmarkaður, sölusýning fyrirtækja, afþreying
og skemmtidagskrá.
Ef þú vilt tryggja þér borð eða bás á sýningunni endilega hafðu samband við
Sigurlaugu Vordísi á netfangið vordisin@gmail.com eða í síma 659-9016.
Einnig fyrirliggjandi járn girðingastaurar og 6 strengja net á góðu verði.
Bensínhjólbörur
B&S 7.5 hp mótor með drifi
á öllum.
Greinakurlari
15hp bensínmótor fyrir allt
að 100mm greinar.
Vír og lykkjur ehf
s. 772-3200
viroglykkjur.is
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Landssamband kúabænda auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra. Starfið felst í
greiningu á íslenskum nautakjötsmarkaði og markaðsfærslu íslenskrar nautakjötsframleiðslu.
Skrifstofa Landssambands kúabænda er í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík og
möguleiki á skrifstofu til umráða þar en starfið er auglýst án búsetuskilyrða. Starfinu gætu
fylgt einhver ferðalög ef nánari útfærsla verkefnisins í samráði við stjórn LK krefst þess. Um
er að ræða 100% vinnuhlutfall fyrir einn starfsmann í 12-18 mánuðir en skil á lokaskýrslu eru
áætluð fyrir lok árs 2020. Vinnutilhögun og vinnutími verður eftir nánara samkomulagi við
stjórn.
Verkefnið sem um ræðir snýr meðal annars að greiningu á framleiðslukostnaði og getu,
samræmingu í framleiðslu og eftirspurn, úttekt á samkeppnisstöðu íslensks nautakjöts
ásamt markaðsyfirferð og úrvinnslu í framsetningu, merkingum, straumum og stefnum
þegar kemur að vöruframsetningu og þróun nautakjöts.
Viðeigandi greiningar, markaðsátak og ráðstafanir samkvæmt verklýsingu
Áætlanagerð, undirbúningur og frágangur
Upplýsingaöflun og úrvinnsla þeirra með aðgerðum til úrbóta
Samskipti við og vinna með bændum, ráðunautum, samtökum bænda, ráðuneytum,
sláturleyfishöfum, ráðgjöfum og öðrum stofnunum til aðgerða í markaðsmálum
Samskipti við og upplýsingagjöf til stjórnar og framkvæmdarstjóra Landssambands
kúabænda m.a. með áfangaskýrslum
Lokaskýrsla verkefnis og kynningafundir/kynningaefni
Komið gæti til annarra tilfallandi verkefna í tengslum við starfsumhverfi
Þekking og reynsla af nautgriparækt eða matvælaiðnaði er kostur
Einhver þekking á stoðkerfi landbúnaðar, helstu stofnunum og félagskerfi bænda er
kostur
Mjög gott vald á íslensku er nauðsyn, önnur tungumálakunnátta er kostur
Góð tölvukunnátta er nauðsyn, reynsla af skýrslugerð er kostur
Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði, vera ábyrgur, vandvirkur og talnaglöggur
Jafnframt að vera jákvæður og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum
Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK í síma 845-1859 eða gegnum
netfangið lk@naut.is
Umsóknir óskast sendar á lk@naut.is og þeim skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 31.maí 2019.
Námskeið um gæðastýrða
sauðfjárframleiðslu
Matvælastofnun heldur námskeið fyrir þá sem hafa sótt um aðild að gæðastýrðri
sauðfjárframleiðslu en krafist er að þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárrækt sæki slíkt
námskeið. Námskeiðið verður haldið á Akureyri, fimmtudaginn 13. júní næstkomandi.
Staður og tími:
Akureyri þann 13. júní í Búgarði, búnaðarsambandi Eyjafjarðar, að Óseyri 2 kl. 09:30–16:30.
Tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en föstudaginn 7. júní n.k. í síma 530-4800 eða með
tölvupósti á netfangið mast@mast.is. Ekki er um sérstakt námskeiðsgjald að ræða.
Á námskeiðinu verður m.a.:
• farið yfir lagalegan grundvöll gæðastýringar og stjórnsýslu tengdri gæðastýrðri
sauðfjárframleiðslu.
• farið ítarlega yfir reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 511/2018.
• rafræn handbók um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu kynnt.
• fjallað um landnýtingu og landbótaáætlanir.
• farið yfir reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1262/2018.
• farið yfir reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012, með síðari breytingum.
• fjallað um fullnægjandi þátttöku í afurðaskýrsluhaldi í sauðfjárrækt, uppbyggingu
og grundvallaratriði sem standa þarf skil á.
• farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap.