Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201928 Sauðfjárbændur í Baskahéruðum Spánar hafa sumir sérhæft sig í mjólkurframleiðslu og ostagerð. Þannig er því varið á Gomiztegi búinu í Arantzazu héraði suðaustur af gömlu hafnarborginni Bilbao. Þetta svæði í Cantabria fjöllunum er mjög svo gróðursælt og skógi vaxið nánast upp á fjallatoppa. Tíðindanni Bændablaðsins gafst kostur á að heimsækja þetta svæði í lok apríl, en það er m.a. frægt fyrir sauðfjárrækt og basknesku smalana. Þeir nota hunda af mikilli list við að smala fénu. Smalar af þessum slóðum eru þekktir víða um heim, enda frumkvöðlar á þessu sviði. Cantabria fjöll (Cordillera Cantábrica), eru eitt helsta fjallasvæði Spánar. Það teygir sig frá Pyreneafjöllunum og um 300 km leið meðfram norðurströnd Íberíuskagans sem liggur að Cantabria hafi, sem er suðurhluti Biscayflóa. Þá nær það að Galician Massif (Macizo Galaico) fjöllunum í Gallisíu í vestri. Baskneskur smalaskóli Á Gomiztegi búinu í Baserria hefur verið rekinn skóli fyrir smala (Gomiztegi Artzain Eskola), en þeim hefur farið ört fækkandi á síðari árum. Árið 1997 horfðu bændur á svæðinu fram á mikinn samdrátt í búskap og fækkun sauðfjár og vildu setja af stað átak til að endurreisa aldagamla frægð basknesku smalanna. Sem innlegg í mótun búskapar á 21. öldinni var ákveðið að setja á fót skóla fyrir smala í Baskalandi. Með aðstoð Francisku- munks, sem réð yfir eignum Gomiztegi búsins, og í samvinnu við stjórn Baskalands tókst að setja skólann á fót. Hefur þetta átak orðið fyrirmynd á öðrum svæðum á Spáni í viðleitni við að endurreisa gömul gildi. Hafa svipaðar leiðir verið farnar í Andalúsíu, Asturias, Katalóníu og Extremadura. Gomiztegi verkefnið byggir á faglegri þjálfun sérfræðinga sem leggja áherslu á virðingu fyrir dýrunum og í nánu samspili við náttúruna. Þá er líka lögð áhersla á að tvinna saman gamlar hefðir við nútíma aðstæður. Námið sem þar er boðið upp á snýst samt ekki bara um smalamennsku og sauðfjárrækt. Hefur eflt samfélagið verulega Þessi starfsemi hefur skilað verulegum árangri og þar hafa 270 nemendur stundað nám á 21 árs ferli skólans. Þar af hafa 180 sauðfjárbændur, eða 65%, haldið áfram að nýta þá félags- og efnahagslegu þekkingu sem þeir öðluðust til að halda áfram búskap og við að sinna ræktun og umhirðu lands á svæðinu. Um 21% nemanna hafa verið konur sem hafa afsannað þær sögusagnir að við sé að eiga einstaklega karllægt samfélag. Flestir nemendurnir, eða 74%, hafa verið undir þrítugsaldri. Þá hefur meirihluti nemendanna, eða 55%, verið tengdur búskap og með sterk tengsl við sauðfjárrækt. Þá hafa 24 nemendanna frá upphafi komið frá öðrum löndum. Einstök þjóð sem reynir að halda í sitt tungumál Baskar eru mjög þjóðræknir og hafa verið að reyna að endurvekja kennslu á basknesku sem er einstakt tungumál á heimsvísu og er ekki skylt neinu öðru tungumáli í Evrópu svo vitað sé. Það er nú kennt í skólum í Baskalandi og eru það helst Baskar í dreifbýlinu sem tala hana dagsdaglega. Þetta tungumál var bannað í stjórnartíð Francos, einræðisherra Spánar, ekki síst vegna þeirrar mótstöðu sem Baskar veittu fasistastjórn hans í borgarastríðinu á fjórða áratug síðustu aldar. Var sú andstaða brotin á bak aftur harðri hendi og grimmilegum fjöldamorðum með aðstoð þýskra nasista. Byggja upp sérstöðu í ostagerð Baskneskir sauðfjárbændur byggja á aldagömlum hefðum, en þeir eiga nú mjög undir högg að sækja. Ein af þeim leiðum sem þeir hafa gripið til sér til bjargar er að búa til sérstöðu í matvælagerð líkt og gert er með ostaframleiðslu bænda á Gomiztegi búinu og víngerð á sumum svæðum. Í dölum og uppi í fjöllunum á þessu svæði getur snjóað talsvert á vetrum. Af þeim sökum verða bændur að hafa fé í húsum þrjá til fjóra mánuði á ári, ekki ósvipað og á Íslandi. Fjárhúsið á Gomiztegi búinu er mjög veglegt. Á bænum er mjólkurhús, vönduð ostavinnsla og sérstakur ostaklefi þar sem osturinn er látinn þroskast. Þar sem osturinn er unninn úr ógerilsneyddri mjólk, þá má ekki neyta hans fyrr en hann hefur þroskast í að minnsta kosti tvo mánuði. Vinsælasti osturinn á búinu var 6 mánaða gamall. Framleiða margar gerðir af ostum Batis Otaegi, bóndinn á Gomiztegi búinu, segir að þeir hafi reynt ýmislegt við þróun í sinni ostagerð. Þeir hafi m.a. búið til mildreyktan sauðaost sem er afbragðs góður. Þá fari þeir með hluta af framleiðslunni og láti hana þroskast í helli þar í nágrenninu. Umhverfisþættir í hellinum gera það að verkum að bragðið af ostinum verður mjög ólíkt því sem þekkist af öðrum ostum á búinu. Sauðféð er langrófufé af Latxa kyni og ef ætlunin er að setja lömb á til áframeldis, þá er dindillinn klipptur af. Er það gert til að forðast sýkingar eftir að kindurnar vaxa upp. Eftir burð eru lömbin færð BÚSKAPUR &SÉRSTÆÐ MENNING Baskaland er fjalllent en afar gróðursælt og náttúrufegurð mikil. Á innfelldu myndinni er þjóðfáni Baska. Myndir / HKr. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Í Baskalandi framleiða bændur afbragðsgóða sauðaosta – Blikur eru samt á lofti því strangar friðunarreglugerðir ESB eru sagðar vera að útrýma aldagamalli bændamenningu svæðisins Gomiztegi-sauðfjárbúið í Arantzazu-héraði í Baskalandi. Smalaskólinn Gomiztegi Artzain Eskola er til húsa í hvítu byggingunni, sem er jafnframt heimili bóndans. Fyrir neðan er fjárhús og ostagerð. Baskneskur smali með sýnikennslu í smalamennsku með hundi. Bílddælingurinn og fararstjórinn Jón Sigurður Eyjólfsson, sem býr og starfar sem kennari á Spáni, er hér til vinstri ásamt Batis Otaegi, bónda á Gomiztegi-búinu.Sauðféð er langrófufé af Latxa-kyni af sér dágóða mjólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.