Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2019 49 Poncho með hjartalaga puff spori, heklað úr Drops Brushed Alpaca Silk. Létt og þægilegt til að bregða yfir sig í sumar. Stærðir: S/M – L/XL – XXL/XXXL Garn: Drops Brushed Alpaca Silk, fæst hjá Handverkskúnst. Fjólublár nr 08: 200-200-250 g 35% afsláttur til 31. maí af öllu Drops garni. Heklunál: 5,5 mm Heklfesta: 13 stuðlar á breidd og 8 umferðir á hæð verða 10 x 10 cm. Poncho: Stykkið er heklað fram og til baka eins og hálsklútur og síðan saumað saman í poncho. Fitjað er upp með tveimur þráðum en eftir það heklað með einföldum þræði, þetta er gert til þess að uppfitið sé teygjanlegra. Fitjið upp 60-72-84 loftlykkjur. Fyrstu tvær umferðirnar eru heklaðar eftir mynstri A.1a í fyrstu 4 loftlykkjurnar, eftir mynstri A.2a í næstu 52-64-76 loftlykkjur (= 13-16-19 mynstureiningar) og eftir mynstri A.3a í síðustu 4 loftlykkjurnar. Svo er heklað eftir mynstri A.1b yfir mynstur A.1a, A.2b yfir A.2a og A.3b yfir A.3a. Endurtakið A.1b/A.2b/A.3b til stykkið mælist ca 137-145-160 cm, klippið frá og gangið frá endum. Frágangur: Brjótið stykkið saman svo úr verði poncho líkt og sést á myndinni. Saumið saman með varpspori og gætið þess að saumurinn sé ekki of strekktur. Mynstur = Upphafsumferð. Byrjaðu á næstu umferð. = Loftlykkja = Fastapinni = 4 loftlykkjur = Tvíbrugðinn stuðull = *Sláið bandinu upp á nálina, stingið nálinni undir loftlykkjuna, sláið upp á og dragið bandið í gegn þar til lykkjan er orðin ca. 2 cm löng* endurtakið frá * að * þrisvar sinnum til viðbótar, þá eru 9 lykkjur á nálinni, sláið upp á og dragið í gegnum allar 9 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju, *sláið bandinu upp á nálina, stingið nálinni undir sömu loftlykkjuna, sláið upp á og dragið bandið í gegn þar til lykkjan er orðin ca. 2 cm löng* endurtakið frá * að * þrisvar sinnum til viðbótar, þá eru 9 lykkjur á nálinni, sláið upp á og dragið í gegnum allar 9 lykkjurnar. Ponchoið Malina HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 8 2 9 9 4 7 1 1 3 6 7 5 3 7 1 8 5 6 4 6 9 2 5 4 9 6 3 2 3 8 5 9 1 4 5 Þyngst 5 4 5 6 2 7 2 4 3 1 3 7 5 5 6 3 6 5 6 7 9 1 8 1 4 5 9 4 2 8 9 8 3 9 7 1 3 6 1 4 7 6 7 6 8 9 5 4 8 2 3 7 5 9 4 9 4 1 5 6 8 7 3 8 7 2 5 1 9 1 3 6 9 2 7 Ætla að verða umhverfis verkfræðingur FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Auður Sesselja Jóhannesdóttir býr á Stóra-Ármóti í Flóa ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún er róleg stelpa sem finnst gott að vera heima með fjölskyldu og vinum. Auður er í Flóaskóla, sem er um 100 barna sveitaskóli í Flóahreppi, og í bekknum hennar eru 14 krakkar. Nafn: Auður Sesselja Jóhannesdóttir. Aldur: 13 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Stóra-Ármót 2. Skóli: Flóaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur. Uppáhaldshljómsveit: Queen. Uppáhaldskvikmynd: Avengers. Fyrsta minning þín? Þegar ég var 3 ára í fellihýsi með fjölskyldunni minni á Þingvöllum í æðislegu veðri. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég hef prófað að æfa fimleika og fótbolta en æfi núna dans. Ég lærði einn vetur á píanó en hætti svo og spila ekki á hljóðfæri. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Umhverfisverkfræðingur, því ég hef mikinn áhuga á umhverfinu okkar og hvernig við hlúum að jörðinni okkar. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég var 6 ára fór ég í stóran rússíbana í Legolandi í Danmörku. Það er ótrúlega skemmtileg minning. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Njóta sumarsins og fara í ferðalag með fjölskyldunni um landið, meðal annars um Vestfirði. Næst » Auður skorar á Odd Olav, bekkjarbróður sinn, að svara næst. Bonito ehf. • Praxis • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími 568 2870 Síminn alltaf opinn • Svo mikið af nýjum vörum ...Þegar þú vilt þægindi 51143 - California Litur: Hvítur Svartur væntanlegur Str. 35-48 Komið og sjáið úrvalið Lokað vegna sumarleyfis frá 7.-23. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.