Bændablaðið - 16.05.2019, Side 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2019 49
Poncho með hjartalaga puff spori,
heklað úr Drops Brushed Alpaca
Silk. Létt og þægilegt til að bregða
yfir sig í sumar.
Stærðir: S/M – L/XL – XXL/XXXL
Garn: Drops Brushed Alpaca Silk, fæst hjá
Handverkskúnst. Fjólublár nr 08: 200-200-250 g
35% afsláttur til 31. maí af öllu Drops garni.
Heklunál: 5,5 mm
Heklfesta: 13 stuðlar á breidd og 8 umferðir á hæð
verða 10 x 10 cm.
Poncho:
Stykkið er heklað fram og til baka eins og hálsklútur
og síðan saumað saman í poncho. Fitjað er upp
með tveimur þráðum en eftir það heklað með
einföldum þræði, þetta er gert til þess að uppfitið
sé teygjanlegra.
Fitjið upp 60-72-84 loftlykkjur. Fyrstu tvær
umferðirnar eru heklaðar eftir mynstri A.1a í fyrstu
4 loftlykkjurnar, eftir mynstri A.2a í næstu 52-64-76
loftlykkjur (= 13-16-19 mynstureiningar) og eftir
mynstri A.3a í síðustu 4 loftlykkjurnar. Svo er heklað
eftir mynstri A.1b yfir mynstur A.1a, A.2b yfir A.2a og
A.3b yfir A.3a. Endurtakið A.1b/A.2b/A.3b til stykkið
mælist ca 137-145-160 cm, klippið frá og gangið
frá endum.
Frágangur: Brjótið stykkið saman svo úr verði
poncho líkt og sést á myndinni. Saumið saman
með varpspori og gætið þess að saumurinn sé ekki
of strekktur.
Mynstur
= Upphafsumferð. Byrjaðu á
næstu umferð.
= Loftlykkja
= Fastapinni
= 4 loftlykkjur
= Tvíbrugðinn stuðull
= *Sláið bandinu upp á nálina,
stingið nálinni undir loftlykkjuna, sláið
upp á og dragið bandið í gegn þar til lykkjan er orðin
ca. 2 cm löng* endurtakið frá * að * þrisvar sinnum
til viðbótar, þá eru 9 lykkjur á nálinni, sláið upp á og
dragið í gegnum allar 9 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju,
*sláið bandinu upp á nálina, stingið nálinni undir
sömu loftlykkjuna, sláið upp á og dragið bandið í
gegn þar til lykkjan er orðin ca. 2 cm löng* endurtakið
frá * að * þrisvar sinnum til viðbótar, þá eru 9 lykkjur
á nálinni, sláið upp á og dragið í gegnum allar 9
lykkjurnar.
Ponchoið Malina
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
8 2 9
9 4 7 1
1 3 6 7 5
3 7 1 8
5 6 4
6 9 2 5
4 9 6 3 2
3 8 5 9
1 4 5
Þyngst
5
4 5 6 2
7 2 4 3 1
3 7 5
5 6
3 6 5
6 7 9 1 8
1 4 5 9
4
2 8
9 8 3
9 7 1 3 6
1 4 7
6 7
6 8 9
5 4 8 2 3
7 5 9
4 9
4 1
5 6
8 7
3 8
7 2 5
1 9
1 3
6 9
2 7
Ætla að verða
umhverfis verkfræðingur
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Auður Sesselja Jóhannesdóttir
býr á Stóra-Ármóti í Flóa ásamt
foreldrum sínum og systkinum.
Hún er róleg stelpa sem finnst
gott að vera heima með fjölskyldu
og vinum. Auður er í Flóaskóla,
sem er um 100 barna sveitaskóli í
Flóahreppi, og í bekknum hennar
eru 14 krakkar.
Nafn: Auður Sesselja Jóhannesdóttir.
Aldur: 13 ára.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Búseta: Stóra-Ármót 2.
Skóli: Flóaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundur.
Uppáhaldsmatur: Kjúklingur.
Uppáhaldshljómsveit: Queen.
Uppáhaldskvikmynd: Avengers.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var
3 ára í fellihýsi með fjölskyldunni
minni á Þingvöllum í æðislegu veðri.
Æfir þú
íþróttir eða
spilarðu á
hljóðfæri?
Ég hef
prófað að
æfa fimleika
og fótbolta
en æfi núna
dans. Ég
lærði einn
vetur á píanó
en hætti svo
og spila ekki
á hljóðfæri.
Hvað ætlar þú að verða
þegar þú verður stór?
Umhverfisverkfræðingur, því ég hef
mikinn áhuga á umhverfinu okkar og
hvernig við hlúum að jörðinni okkar.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég var 6 ára fór
ég í stóran rússíbana í Legolandi
í Danmörku. Það er ótrúlega
skemmtileg minning.
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt
í sumar? Njóta sumarsins og fara
í ferðalag með fjölskyldunni um
landið, meðal annars um Vestfirði.
Næst » Auður skorar á Odd Olav,
bekkjarbróður sinn, að svara næst.
Bonito ehf. • Praxis • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími 568 2870
Síminn alltaf opinn •
Svo mikið af
nýjum vörum ...Þegar þú vilt þægindi
51143 - California
Litur: Hvítur
Svartur væntanlegur
Str. 35-48
Komið
og sjáið
úrvalið
Lokað vegna sumarleyfis frá 7.-23. júní