Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201940 UTAN ÚR HEIMI Landbúnaður færður inn í borgirnar Landbúnaðarhúsið eftir austur- rísku arkitektastofuna Precht hefur vakið heimsathygli en hugmynd að byggingunni er hugarfóstur hjónanna Chris og Fei Precht sem ventu kvæðu sínu í kross fyrir nokkrum árum og ákváðu að flytja skrifstofu sína úr miðborg Beijing í Kína og upp í fjöllin í Austurríki. Þar hafa þau náð betri tengingu við náttúruna og ekki hvað síst við matvælin sem þau rækta nú sjálf og neyta. Út frá þessum breytta lífsstíl fengu þau hugmyndina að Landbúnaðarhúsinu. Hjónin þróuðu mátbyggingarkerfi til að byggja landbúnaðarhúsið sem er ætlað að kanna tengsl fólks við matvælin sem það neytir og með verkefninu vildu þau tengja arkitektúr við landbúnað. Hjónin Chris og Fei Precht eru hugmyndasmiðir að byggingunni en fyrir tveimur árum fluttu þau skrifstofu sína úr miðborg Beijing yfir í fjöllin í Austurríki þar sem þau lifa og starfa í dag. Þau reyna að vera eins sjálfbær og mögulegt er og rækta mest allan mat sjálf til eigin neyslu og kaupa það sem upp á vantar hjá bændum í nágrenninu. Eftir þessa miklu breytingu á lífsstíl hafa þau allt aðra tengingu við mat að eigin sögn og benda til dæmis á að tómatur sem þau rækta hjá sér bragðist allt öðruvísi en tómatur sem búið er að flytja heimshorna á milli. Þar sem þau átta sig á því að þeirra lífsstíll getur ekki hentað öllum þá vilja þau reyna að þróa verkefni sem færir mat aftur til fólks sem býr í borgum og er landbúnaðarhúsið eitt af þeim verkefnum. Hringrás og lítil sóun „Næstu 50 árin verður meiri matar neytt en síðustu 10 þúsund ár til samans og 80 prósent af matnum verður neytt í borgum heimsins. Það er því ljóst að við verðum að finna leið til vistfræðilegra valmöguleika á móti því matvælakerfi sem við lifum við í dag. Hvar og hvenær við ræktum og borðum. Lykilatriði í þessari breytingu verða lífrænn landbúnaður, hrein matvæli, félagsleg uppspretta og „bóndabærinn að borðinu“. Því verður fólk í borgum að geta haft möguleikann á að rækta í það minnsta hluta af því sem það neytir sjálft, þó ekki væri nema til að stytta birgðakeðjuna og að minnka notkun á umbúðum,“ segir Chris og bætir við: „Landbúnaðarhúsið okkar er, ásamt því að vera íbúðarhúsnæði, rekið áfram af lífrænum líftíma aukaafurða inni í byggingunni en hugmyndin er að þar geti fólk ræktað sjálft eigin matvæli. Byggingar skapa nú þegar mikinn hita sem er hægt að nota einnig til dæmis við ræktun á kartöflum, hnetum og baunum. Vatnskerfi í húsinu hefur síur fyrir regnvatn sem auðgar það með næringarefnum og fer í hringrás aftur inn í gróðurhúsið. Matarsóuninni, sem á sér stað innan byggingarinnar, er hægt að safna saman niðri í kjallara sem breytt er í rotmassa og notað aftur til að rækta meiri mat. Þannig getur landbúnaðarhúsið líka orðið kennslustöð fyrir fólk þar sem það verður ekki lengur hulin ráðgáta hvaðan maturinn kemur og hvernig hann hafnar á diskum þess.“ Landbúnaðarhúsið er byggt úr tré en aðalbygging þess er úr krossuðum lagskiptum timburpanelum sem notaðir eru til að þróa strúktúr mátkerfisins. Líta arkitektarnir á kosti þess að nota timbur sem er nákvæmt í framleiðslu, auðvelt að flytja og setja upp. Einnig þurfi mun minni orku til að framleiða efnið en til dæmis stál eða steypu. /ehg Áhugafólk um pottaplöntur, sem hefur farið mjög fjölgandi undanfarin misseri og ár, þekkir vel til ýmissa afbrigða begónía. Þessar blómríku plöntur bjóða upp á mikið litaúrval og ekki spillir fyrir að laufblöðin eru oft mjög litrík og sérkennileg. Þau eru ólík blöðum flestra annarra plantna því annar helmingur hvers laufblaðs er stærri en hinn og gefur það plöntunni óvenjulegt útlit. Af þessu útlitseinkenni er íslenska heitið skáblað dregið. Annað sem gerir laufblöðin ólík öðrum algengum plöntum er að hægt er að skera búta af þeim og nota sem græðlinga til fjölgunar. Begónía, eða öllu heldur skáblað, hefur stökka stöngla og blaðstilka sem geta verið nokkuð brothættir og ætti því að meðhöndla þær varlega við umpottun og gróðursetningu. Blómríkt garðskrúð Útibegóníur sem hér fást eru af harðgerðari yrkjahópum en þær sem notaðar eru sem stofublóm. Þær hafa verið í boði á vorin og sumrin í garðplöntustöðvum og blómaverslunum og njóta sífellt meiri vinsælda. Þegar frosthætta er liðin hjá er tilvalið að setja þær í blómaker á valda staði í heimilisgarðinn, til dæmis á veröndina eða hlý blómabeð, þó ekki nauðsynlega þar sem birtan er mest því þetta eru hálfgerðar skuggaplöntur. Litaúrvalið er mikið en mest ber á rauðum, hvítum og bleikum blómum. Tveir tegundahópar eru algengastir, annars vegar „Elatior“ og hins vegar „Semperflorens“. Sú fyrri verður hávaxnari, með uppréttum blómum og er algengari í ræktun. Hin tegundin er talin harðgerðari í görðum hér og er fremur lágvaxin og ber blómin á hangandi blómstilkum. Báðar gerðirnar fást í mörgum litum, fylltar og einfaldar og eru mikil garðaprýði yfir sumartímann. Þessar tegundir hafa verið notaðar sem pottaplöntur en reynslan hefur sýnt að þær standa mun lengur í blóma utanhúss, þar sem er svalara en inni og þær verða hraustar og fallegar allt sumarið. Til að svo verði þurfa þær góða gróðurmold, skjól og jafna vökvun, en rætur plantnanna eru fíngerðar og ekki ýkja kröftugar. Kóngaskáblað er stofublóm Sömu tegundir má nota sem stofublóm en þar koma einnig aðrar gerðir við sögu og er meiri áhersla lögð á blaðlögun, blaðstærð og liti þeirra. Hér er aðallega notað kóngaskáblað, sem er samheiti yfir hóp blendinga og fæst í ótal afbrigðum, sérstaklega hvað varðar lit og oft furðulega snúna lögun laufblaðanna. Þau eru líka sérkennilega loðin og hrjúf á neðra borði. Plönturnar þola vel að vera klipptar niður öðru hvoru til að þær viðhaldi fallegri lögun og þéttu vaxtarlagi. Kóngaskáblað myndar auðveldlega nýja sprota eftir klippingu. Það sem helst er til vandræða er að lofthiti innanhúss er yfirleitt í hærri kantinum, sérstaklega fyrir þær sem eiga að blómstra mikið. Hitastig á milli 15 og 22°C hentar henni best. Loftraki í heimahúsum er einnig í lægri kantinum fyrir þær. Kóngaskáblað ætti ekki að standa í beinni sól nema kannski á veturna. Sé plantan höfð í víðum potti getur hún náð álitlegri stærð, myndað allþykkan jarðstöngul og lifað árum saman. Kóngaskáblað þarf minni áburðargjöf en margar aðrar „grænar“ pottaplöntur og best er ef hún er vökvuð neðan frá, í pottahlífina og umframvatni hellt af henni þegar jarðvegurinn er orðinn rakur. Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu LBHÍ, Reykjum GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Skáblað í garðinn og stofuna Begónía. Laufblöðin eru oft mjög litrík og sérkennileg. Begóníur með blönduðum litum. Gul Begónía. Landbúnaðarhúsið er hugmynd austurrísku arkitektahjónanna Chris og Fei Precht þar sem fara saman íbúðir og ræktun á matvælum. Arkitektarnir horfa í kosti þess að byggja landbúnaðarhúsið úr timbri þar sem kolefnisspor við framleiðslu þess er mun minna en til dæmis við framleiðslu á járni og steypu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.