Bændablaðið - 12.09.2019, Page 2

Bændablaðið - 12.09.2019, Page 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 20192 Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að lengja veiði- tímabil rjúpu um viku frá fyrra ári og verður nú 22 dagar, á bilinu 1. nóvember– 30. nóvember. Leyft er að veiða fimm daga í viku, frá föstudögum til þriðjudaga í hverri viku. Veiðibann er miðvikudag og fimmtudaga. Áfram er í gildi sölubann á rjúpum og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum. Heimilt verður að veiða alla daga á tímabilinu nema á miðviku­ dögum og fimmtudögum. Ákvörðun ráðherra kemur í kjölfar ráðgjafar Umhverfisstofnunar, sem unnin var í samstarfi við Náttúrufræðistofnun, Fuglaverndarfélags Íslands og Skotvís. Sjálfbær nýting Gengið er út frá þeirri megin stefnu stjórnvalda að nýting auð linda sé sjálfbær og þar með talinn rjúpna­ stofninn. Jafnframt skulu rjúpnaveiði­ menn stunda hóflega veiði til eigin neyslu, en sölubann er áfram á rjúpu. Umhverfis­ stofnun er falið að fylgja sölubanninu eftir. Í tilkynningu Umhverfis ­ stofnunar eru veiðimenn hvattir til að sýna hófsemi og eru þeir sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða, meðal annars með því að ljúka veiðum áður en rökkvar. Veiðiverndarsvæði verður áfram á Suðvestur­ landi líkt og undan farin ár. Veiðimönnum er enn fremur bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum. /smh FRÉTTIR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 VERÐ FRÁ 114.900 KR. 31. OKTÓBER - 3. NÓVEMBER FLUG & GISTING MEÐ MORGUNVERÐI FARARSTJÓRI UNNUR PÁLMARSDÓTTIR Bændum greiddar bætur vegna ágangs álfta og gæsa Nú í haust munu bændur í fyrsta sinn geta sótt um stuðningsgreiðslur til ríkisins ef tjón hefur orðið á ræktunarlöndum vegna ágangs álfta og gæsa, en lengi hefur verið kallað eftir úrræðum vegna þessa skaðvalds. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu Matvælastofnunar, sem annast greiðslurnar, er heildarupphæð jarðræktarstyrkja vegna jarðabóta um 396 milljónir króna og munu tjónabætur vegna álfta og gæsa fara af þeim lið. Þar með lækka jarðræktarstyrkirnir sem því nemur. Framkvæmdanefnd búvörusamninga er heimilt samkvæmt búvörusamningum, eða rammasamningi milli ríkis og bænda, að bæta tjón vegna ágangs álfta og gæsa og ákvað nefndin að það yrði gert í fyrsta skipti vegna þessa árs. Ekki liggur fyrir hvort þessi heimild verði nýtt vegna ársins 2020, en framkvæmdanefndin þarf að taka þá ákvörðun fyrir 20. september næstkomandi. Jón Baldur segir að ekki muni liggja fyrir hve miklir fjármunir munu fara til að greiða þessar bætur. Það fari eftir því hve margar umsóknir um tjónabætur verði samþykktar af úttektarfólki búnaðarsambanda og hve mikið tjón verður í heild. Allt að 75% álag á ræktunarstyrk Bætur eru greiddar vegna tjóns á ræktunarlandi sem er frá 31 prósent að altjóni og geta stuðningsgreiðslur mest orðið 75 prósenta álag á ræktunarstyrk fyrir hvern hektara. Álagið reiknast ofan á jarðræktarstyrkinn, sem þarf að vera samþykktur á sama ári enda verið að bæta tjón á þeim jarðabótum. Ekki er greiddur stuðningur á land sem nýtur landgreiðslna. Bændur skulu skila inn rafrænni tjónaskýrslu inn í umsóknarkerfi Matvælastofnunar á Bændatorginu um leið og tjóns verður vart, þó eigi síðar en 20. október næstkomandi. Úttektarstarfsmenn á vegum Matvælastofnunar (starfsfólk búnaðarsambanda) taka út tjón. „Töluverð vinna hefur verið lögð í það á undanförnum árum á vegum Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar að leggja grunn að því hvernig meta eigi tjón af völdum álfta og gæsa og hefur verið horft til annarra Norðurlanda í því sambandi. Þannig hafa bændur skráð tjónaskýrslur síðastliðin ár með ljósmyndum og fleiru sem notaðar hafa verið í þessu sambandi. Ljóst má vera, miðað við hve fáar tjónaskýrslur hafa borist, að áhersla verður á að bæta uppskerutjón sem orðið hefur síðari hluta ársins. Það verður í höndum úttektarmanna að leggja faglegt mat á hugsanlegt tjón út frá settum vinnureglum. Við metum svo árangurinn eftir haustið með Umhverfisstofnun og úttektarfólki og leggjum niðurstöðuna fy r i r f r amkvæmdanefnd búvörusamninga sem tekur ákvörðun um framhaldið. Ráðherra þarf síðan að leggja mat á hvort bæta þurfi regluverkið í kringum tjónabæturnar fyrir næstu ár. Rétt er að benda á að forsenda stuðnings vegna tjóns af völdum ágangs álfta og gæsa er að umsókn um jarðræktarstyrk hafi verið samþykkt á sama ári,“ útskýrir Jón Baldur. /smh Álftir og gæsir hafa oft valdið miklu tjóni á ræktarlöndum bænda. Myndir / HKr. Jón Baldur Lorange. Lækkun tolla á blómkáli – vegna skorts á markaði Á mánudaginn 2. september tók gildi reglugerð um lækkun tolla á blómkáli næstu þrjá mánuði. Kemur hún í kjölfar þess að skortur hefur verið á blómkáli á markaði í sumar. Í tilkynningu atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að rannsókn ráðgjafarnefndar um inn­ og útflutning landbúnaðarvara hafi leitt í ljós skort á vörunni á markaði og því sé heimilt samkvæmt búvörulögum að lækka tollana. /smh Rjúpnaveiðitímabilið lengt um viku Ný Hvammsrétt í Langadal Ný rétt, Hvammsrétt, hefur verið tekin í notkun í Langadal. Blönduósbær byggði réttina og var smíðin í höndum Halldórs Skagfjörð frá Fagranesi og jarðvinnu verktaki var Júlíus Líndal frá Holtastöðum. Fyrstu réttir voru um þarsíðustu helgi, um mánaðamótin ágúst og september. Féð sem fór í réttina var smalað úr Langadalsfjalli. Réttarstörfin gengu vel og var almenn ánægja með réttina, að því er fram kemur á vef Blönduósbæjar. /MÞÞ Réttað var í nýrri Hvammsrétt um síðustu mánaðamót. Myndir / Blönduósbær / Róbert Daníel Jónsson Elías Blöndal Guðjónsson. Mynd / TB Landssamband veiðifélaga: Nýr framkvæmda­ stjóri ráðinn Elías Blöndal Guðjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga (LV). Hann tekur við af Árna Snæbjörnssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri landssambandsins frá árinu 2003. Elías hefur starfað sem framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Bændahallarinnar ehf. frá árinu 2016 og mun áfram gegna því starfi samhliða vinnu fyrir landssambandið. Elías er lögfræðingur og hefur meistarapróf frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands frá 2010– 2016 og sat í stjórn Hótel Sögu ehf. frá 2014–2018. Elías rak jafnframt eigið fyrirtæki í sölu veiðileyfa frá 2010–2016. Í fréttatilkynningu frá Lands­ sambandi veiðifélaga er Árna Snæbjörnssyni þakkað fyrir störf sín í þágu sambandsins og nýr framkvæmdastjóri boðinn velkominn. Framkvæmdastjóri LV hefur aðsetur í Bændahöllinni við Hagatorg.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.