Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 20194 FRÉTTIR TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér HAFÐU SAMBAND 511 5008 Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, segir sláturtíðina hafa farið mjög vel af stað. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sauðfjárslátrun hófst hjá SS á Selfossi 4. september: Um 110 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti – Hundrað útlendingar ráðnir og flestir hafa komið oft áður í sláturtíðina „Sláturtíðin fer mjög vel af stað, við byrjum að slátra miðviku­ daginn 4. september og verðum næstu vikurnar í þessu af fullum krafti,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS. „Við erum með frábært starfsfólk, útlendinga og Íslendinga, sem gera það að verkum að við erum bjartsýn á að allt gangi mjög vel.“ Alls verður slátrað um 110 þúsund fjár á Selfossi. Af þeim 100 útlendingum sem munu vinna í slátur tíðinni koma flestir frá Póllandi og Nýja-Sjálandi. Íslendingarnir eru 40. „Þetta er allt starfsfólk sem hefur verið meira og minna hjá okkur í sláturtíð síðustu ár, þaulvant og veit um hvað verkefnin og vinnan snúast, við gætum ekki verið heppnari,“ bætir Benedikt við. Fall- þungi lambanna hefur verið góður og almennt er ánægja með þau, enda sumarið búið að vera einstaklega gott sunnanlands. Bændur fá að jafnaði 8% hærra verð fyrir kjötið en síðasta haust hjá SS. /MHH Það er meira en nóg að gera í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þessar vikurnar þegar sláturtíðin stendur sem hæst yfir. Bjarki Freyr Sigurjónsson frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum er einn af matsmönnum SS og er hér að skoða skrokk. Bændurnir í Skarði í Landsveit fylgjast spenntir og brosandi með, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson, sem eru með á annað þúsund fjár. Sláturhús Vesturlands í Borgarnesi: Slátrar fyrir bændur sem selja beint frá býli Sláturhús Vesturlands í Brákarey, Borgarnesi, hefur verið starfrækt undanfarin ár og verður svo líka í haust. Að sögn aðstandenda fyrirtækisins verður starfsemin með svipuðum hætti og í fyrra, það er að segja fyrst og fremst þjónustuslátrun fyrir bændur sem taka afurðirnar til sín aftur. Í haust verður þó boðið upp á meiri kjötvinnslu en áður og verður hún aðlöguð að óskum kaup enda. Guðjón Kristjánsson er framkvæmdastjóri Slátur húss Vesturlands en alls eru um 10 manns sem starfa hjá fyrirtækinu. Guðjón framkvæmdastjóri segir að nú sé sauðfjárslátrun komin á fullt, nóg að gera í Brákarey og meðbyr með starfseminni. „Þetta gengur fyrst og fremst út á að þjónusta bændur sem vilja selja sitt eigið kjöt beint frá býli. Við höfum ekki farið þá leið að kaupa kjöt af bændum heldur aðstoðum við þá við að selja það. Við erum með kjötiðnaðarmenn og vinnslu sem gengur frá kjötinu eins og viðskiptavinir vilja.“ „Þú velur bónda, hann framleiðir og við slátrum“ Guðjón segir að yfirleitt sæki bændur kjötið til þeirra og komi áleiðis til sinna kaupenda. Margir veitingastaðir og ekki síður mötu- neyti vilji vera með staðbundið hráefni af þekktum uppruna og þar komi sláturhúsið í Brákarey sterkt inn. „Oftast er kjötið sótt til okkar en við sendum líka út frá okkur, til dæmis í veitingahús og til mötuneyta.“ Hann segir ekkert mál að setja kjöt í neytenda- umbúðir og allt kjötið sé rekjanlegt beint til bónda. Guðjón segir að kröfur neytenda um uppruna séu mjög vaxandi. „Ég segi það að í framtíðinni velur þú þér bónda, hann framleiðir fyrir þig og við sjáum um slátrunina.“ Allur tækjabúnaður til staðar Nú er fjórða sláturtíðin að hefjast í Brákarey síðan þjónustuslátrun var tekin upp. „Við erum með leyfi til að slátra öllum skepnum nema kanínum og alifuglum en aðallega erum við í nautgripa-, sauðfjár- og hrossaslátrun,“ segir Guðjón. Hann segir að allur tækjabúnaður sé til staðar til að slátra svínum en til þess hafi ekki komið enn þá. Markmið sláturhúss Vesturlands sé að slátra um 4.000 dilkum núna í haust en það á eftir að koma í ljós hvort það takist. „Við erum að slátra á bilinu 150–200 dilkum á dag og látum kjötið hanga í 2–3 daga,“ segir Guðjón og bætir við að ef slátrað er seinni part vikunnar geti viðskiptavinir látið hanga yfir helgina. Margir hafi áhuga á að láta hanga vel. Gott fyrir umhverfið og matarmenninguna Guðjón segir að vaxandi áhugi sé á því að vera með afurðir úr héraðinu og margir bændur séu með fastan viðskiptamanna hóp og gera út á sérstöðu ýmiss konar. „Það er ágætt að þurfa ekki að flytja matinn of langt og þetta er gott fyrir menninguna og matarupplifunina, sem og umhverfið líka.“ Aðspurður um það hvernig viðskiptavinir geti nálgast kjöt frá Brákarey bendir hann á Facebook-síðu Sláturhúss Vestur lands þar sem er að finna verð og ýmsar upplýsingar. „Svo er líka einfaldlega hægt að hringja í pöntunarsímann 666-7980,“ segir Guðjón Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Sláturhúss Vesturlands. /TB Guðjón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sláturhúss Vesturlands, segir að vaxandi áhugi sé á því að vera með afurðir úr héraði og gera út á sérstöðuna. Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.