Bændablaðið - 12.09.2019, Page 7

Bændablaðið - 12.09.2019, Page 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019 7 LÍF&STARF Haustið bíður allra oss, úti er blíða og friður. Safnið líður líkt og foss Lækjarhlíðar niður. Þ essa vísu Rósbergs G. Snædal þarf svosum engum að kynna, hana orti hann við Stafnsrétt í Svartárdal. Stafnsrétt er böðuð bjartri minningu þeirra sem þar hafa sýslað með fé, og víst er það svo, að staðurinn er stórfenglegur og óvíða verið rekið jafn margt fé til réttar. Þegar haustar er líka gott að grípa til gangnavísna. Yrkisefnið líka einstakt að því leyti að þar renna saman í rím bæði náttúra lands og blessuð sauðkindin sem barg fyrrum þessari þjóð frá hungurdauða. Þó að Ingólfur Ómar Ármannsson hafi líklega ekki fyrir sauðfé að sjá, þá getur hann alveg sett sig inn í aðstæður gangnamanna: Blasir halli beint í mót, brött og grýtt er heiðin, yfir fláa urð og grjót oft er torsótt leiðin. Fram á heiðum sóma sér, seggja létt er geðið, rennt úr staupi stundum er, staldrað við og kveðið. Ekki eru þó allar vísur haustdaganna ofnar sauðfjárhaldi. Langt er um liðið frá því Davíð Hjálmar Haraldsson, hagyrðingur á Akureyri, hefur knúið hér dyra. Því er kærkomið að birta nú eftir hann haustljóð, glænýtt og gamansamt: Ennþá kemur haust í hagann. Hrafnar, rorrandi í fitu, flögra um með fullan magann og feikilega berjaskitu. Litast gulu lerkinálar, lotin híma fölvastráin og birkiþélan bölvuð kálar björkinni og leggst á náinn. Húmvindar í holti þjóta en haustsins finn ég nálægð mesta þegar gæsaskyttur skjóta skotvissar á lömb og hesta. Ingólfur Ómar Ármannsson er ögn hátíðlegri í sinni haustvísu: Sumar líður senn á braut sölnar blómaflétta. Roðna brekkur lyng og laut lauf af greinum detta. Jónas hét maður og var Jóhannesson og bjó á Breiðavaði í Langadal á nítjándu öld. Jónas þótti skáld gott, og þessa oddhentu og hringhendu smalavísu orti hann húskarli sínum: Smalamaður þenk um það, þung eru skaða-gjöldin; dagurinn trað í drafnar bað, dimmir að á kvöldin. Einn okkar bestu hagyrðinga var Ásgrímur Kristinsson, fæddur að Ási í Vatnsdal 29. desember 1911. Ásamt konu sinni Ólöfu K. Sigurbjörnsdóttur byggðu þau nýbýlið Ásbrekku út úr jörðinni Ási og kenndi Ásgrímur sig jafnan við þá jörð. Ásgrímur orti margar landfleygar vísur og þessar heiðarvísur hans lifa meðan vísur tóra: Harðnar reiðin frjáls og frí, færist leiðin innar. Blærinn seiðir okkur í arma heiðarinnar. Enn um þetta óskaland ótal perlur skína. Hitti ég fyrir sunnan sand sumardrauma mína. Páll Guðmundsson frá Holti í Svínadal orti í göngum um góðhestinn sinn Grána: Ég í snatri fjör mitt fel fák‘i ólata að vana, þótt ei gatan greinist vel, Gráni ratar hana. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 233MÆLT AF MUNNI FRAM Kvenfélagskonurnar í Kvenfélagi Staðarhrepps sjá alltaf um glæsilegar kaffiveitingar í réttarhléi Hrútatunguréttar. Hér eru nokkrar þeirra, frá vinstri, Kathrin Schmitt, Ólafía Jóna Eiríksdóttir, Sigurlaug Árnadóttir, Guðný Kristín Guðnadóttir og Hafdís Þorsteinsdóttir. Myndir / Magnús Hlyndur Hreiðarsson Um fjögur þúsund fjár í Hrútatungurétt – Ungt fólk flytur í sveitina og hefur sauðfjárbúskap Það var góð stemning í Hrútatungurétt í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu laugardaginn 7. september þrátt fyrir smá rigningu af og til. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum og margt fólk sem aðstoðaði bændur og búalið að draga í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af afréttinum þrátt fyrir þurrka í sumar. Ánægjulegustu tíðindin eru þó úr Hrútafirði að þar er ungt fólk að taka við sauðfjárbúskap á nokkrum bæjum, m.a. á Bálkastöðum þar sem ung hjón með fjögur börn úr Hvalfjarðarsveit eru tekin við búinu. Á bænum er um 500 fjár og jörðin er um 500 hektarar að stærð. /MHH Það er gott að vera hjá afa og fylgjast með réttarstörfunum, hér eru það þeir Emery Trausti og Róbert Ozias Elmarssynir með Róberti Júlíussyni, afa á Hvalshöfða. Bændur voru ánægðir með útlit lambanna eftir sumarið enda voru þau yfirleitt væn og falleg. Slátrun fer fram á Hvammstanga. Það hjálpast allir að í réttunum. Hér er það Reynir Þórarinsson frá Þóroddsstöðum með son sinn, Þórarin, sem eru að fara með lamb í dilk. Brynjar Ægir Ottesen er ungur og öflugur sauðfjárbóndi sem hefur nýlega keypt jörðina Bálkastaði í Hrútafirði með konu sinni, Guðnýju Kristínu Guðnadóttur. Þau eiga fjögur börn og eru úr Hvalfjarðarsveit. Á bænum eru um 500 fjár og jörðin er um 500 hektarar að stærð. Með kaupunum eru Brynjar og Guðný að láta draum sinn rætast um að vera sauðfjárbændur. Aðalheiður Böðvarsdóttir á Reykjum að draga í Reykjadilkinn.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.