Bændablaðið - 12.09.2019, Page 10

Bændablaðið - 12.09.2019, Page 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201910 FRÉTTIR Fríverslunarsamningur EFTA við 264 milljóna manna markað Mercosur-ríkjanna í Suður-Ameríku: Samið um aukið tollfrelsi en yfirgnæfandi hluti viðskipta Íslands hefur verið í formi innflutnings – Markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir er þó sérstaklega mikilvægur að mati utanríkisráðherra Samningar um fríverslun milli EFTA-ríkjanna fjögurra og aðildar ríkja Mercosur, þ.e. Argen tínu, Brasilíu, Úrúgvæ og Paragvæ, voru undirritaðir 23. ágúst síðastliðinn. Kemur þessi samnings undirritun í kjölfar undir ritunar Mercosur-ríkjanna við Evrópusambandið 12. júlí. Með samningi milli EFTA- og Mercosur-ríkjanna lækka tollar á bróðurpart þeirrar vöru sem flutt er út frá Íslandi. Nær allar sjávar- afurðir sem Ísland flytur út munu njóta fulls tollfrelsis, sumar frá gildis töku samningsins en aðrar að loknum mislöngum aðlögunartíma. Þarna fá EFTA-ríkin aukið aðgengi að tæplega 264 milljóna manna markaði í Suður-Ameríku. Fram til þessa hefur útflutningur frá Íslandi til þessara ríkja þó verið hverfandi í samanburði við innflutning. Norðmenn hafa sömu- leiðis verið með mjög óhagstæðan viðskiptajöfnuð við Mercosur-ríkin. Það eru einungis Svisslendingar sem frá 2002 hafa verið með lang- stærstan hluta sinna viðskipta við Mercosur í formi útflutnings. Enda eru Svisslendingar með afgerandi mestu viðskiptin við Mercosur af öllum EFTA-ríkjunum. Lichtenstein virðist hafa verið með sáralítil við- skipti við þessi lönd. Segir samninginn sérlega mikilvægan „Við höfum lagt mikla áherslu á að ljúka samningaviðræðum við Mercosur-ríkin og það er ánægjulegt að sá samningur sé nú í höfn. Markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir er sérstaklega mikilvægur fyrir okkur og hann eykst umtalsvert með þessum samningi,“ sagði Guðlaugur Þór í tilefni undir ritunar samningsins. „Ég tel að við getum verið mjög sátt við þennan samning, sérstaklega þar sem hann er ekki síðri en sá sem Mercosur hefur nýlega samið um við Evrópusambandið.“ Viðskipti Íslands og Mercosur eru talsverð. Á síðasta ári nam vöruútflutningur til Mercosur um 1,5 milljörðum og vöruinnflutningur til Íslands frá ríkjum Mercosur nam um 24 milljörðum. Í innflutningi til Íslands vegur áloxíð langþyngst en það er þegar tollfrjálst. Samtals 5.758 milljóna evra viðskipti Samkvæmt gögnum af heimasíðu EFTA, þá námu heildarviðskipti þeirra ríkja við Mercosur-ríkin samtals 5.758 milljónum evra árið 2018, þ.e. bæði inn- og útflutningur. Þar af námu viðskipti Íslands 194 milljónum evra. Mest viðskipti voru þá við Brasilíu, eða 4.577 milljónir evra, og þar af voru heildarviðskipti Íslands og Mercosur 189 milljónir evra, að mestu innflutningur. Þá námu viðskipti EFTA við Argentínu samtals 855 milljónum evra, við Úrúgvæ námu viðskiptin 284 milljónum evra og 42 milljónum við Paragvæ. Í heild hagstæður viðskipta­ jöfnuður EFTA­ríkjanna Vöruskiptajöfnuður EFTA-ríkjanna við Mercosur-ríkin hefur alla tíð frá 2002 verið hagstæður. Þangað hefur verið flutt umtalsvert meira af vörum frá EFTA-ríkjunum en til baka. Þetta á þó ekki við um Ísland, þar sem yfirgnæfandi hluti viðskiptanna hefur verið í formi innflutnings frá Mercosur-ríkjunum. Mercosur­viðskiptabandalagið var stofnað 1991 Mercosur-viðskiptablokkin var upphaf lega stofnuð 1991 með samkomu lagi Argentínu, Brasilíu, Úrúgvæ og Paragvæ. Var þetta endan lega frágengið 1994. Venesúela gekk svo formlega inn í þennan hóp í júlí 2012, en var rekið þaðan út aftur 2017. Í desember 2012 var bókun um aðild Bólivíu að Mercosur undirrituð. Þessi bókun bíður enn fullgildingar allra þjóðþinga í Mercosur-löndunum. Þá eru Chile, Columbia, Ekvador, Guyana, Peru, Surinam og Kanada líka með teng- ingu við Mercosur-ríkin, sem og Nýja-Sjáland og Mexíkó. Viðræður við ESB hófust árið 2000 Evrópusambandið hóf viðræður um fríverslunarsamning við Mercosur- ríkin á árinu 2000. Gekk á ýmsu í þeim viðræðum, en í maí 2016 var settur verulegur kraftur í málið. Undanfarin ár hafa þessar samningaviðræður vakið mikil mótmæli í Evrópu og hafa Copa Coeca, samtök evrópskra bænda, harðlega mótmælt þeim. Er það á þeim forsendum að mjög mikið misvægi sé á milli reglna við framleiðslu landbúnaðarafurða í Suður-Ameríku og í Evrópu. Því sé hætta á að ódýrt kjöt og aðrar afurðir sem mögulega standist ekki framleiðslukröfur sem evrópskir bændur þurfi að undirgangast, flæði yfir Evrópu. Það geti stórskaðað landbúnað, t.d. í Frakklandi og Þýskalandi og víðar. /HKr. Samninganefndir EFTA og Mercosur í Buenos Aires við undirskrift fríverslunarsamnings 23. ágúst síðastliðinn. Mynd / EFTA Brasilía og Argentína sjá mikla möguleika í aukinni sölu nautakjöts til Evrópu. Fréttir af eyðingu skóga á Amazon-svæðinu er einmitt nátengd stórauknum umsvifum Brasilíumanna í nautgriparækt. Evrópusambandið gerði fríverslunarsamning við Mercosur-ríkin í júlí, en þeirri samningsgerð var harðlega mótmælt af Copa Coeca, samtökum bænda í Evrópu. Evrópskir bændur hafa harðlega mótmælt fríverslunarsamningi ESB við Mercosur-löndin og telja að hann geti orðið þeirra banabiti. Mercosur-löndin fjögur í Suður- Ameríku (dökkblá). Bólivía (ljósblá) bíður eftir að öðlast fulla aðild en Venesúela (blátt efst á myndinni) var rekið úr samtökunum. Segull 67 brugghús hlýtur umhverfis- viðurkenninguna Bláskelina – Framúrskarandi plastlaus lausn í notkun á bjórkippuhringjum Þann 1. september veitti umhverfis- og auðlinda ráð herra umhverfisviðurkenninguna Bláskelina fyrir framúrskarandi plast lausa lausn. Marteinn Haralds son, einn eigenda Brugg- hússins Seguls 67, veitti viður- kenningunni viðtöku úr hendi Guðmundar Inga Guðbrandssyni ráðherra, á viðburði í Ráðhúsi Reykjavíkur um leið og átaks- verkefnið Plastlaus september var sett. Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að sú lausn Seguls 67 að nýta bjórkippuhringi úr lífrænum efnum í stað plasts væri framúrskarandi. „Í rökstuðningi nefndarinnar kemur fram að hún hefði lagt áherslu á að lausnin hefði möguleika á að komast í almenna notkun og að nýnæmi lausnarinnar hér á landi hefði vegið þungt. Ef fleiri framleiðendur myndu nota lífræna kippuhringi í stað plasts myndi það ekki einungis skila sér í minni plastnotkun og -mengun heldur einnig auka meðvitund í samfélaginu um óþarfa plastnotkun. Á síðasta ári voru 15 milljónir lítra af bjór í áldósum seldir hérlendis og 75% þeirra eru íslensk framleiðsla,“ segir í tilkynningunni. Hluti aðgerða gegn neikvæðum áhrifum plasts Bláskelin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plast- notkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar. Í úthlutunarnefnd sitja fulltrúar frá Nýsköpunar- miðstöð Íslands, Samtökum atvinnu- lífsins, Plastlausum september og Umhverfis stofnun. Kallað var í sumarbyrjun eftir tilnefningum frá almenningi um fyrirtæki, stofnanir, einstaklinga eða aðra sem hafa nýtt framúrskarandi lausnir við að stuðla að minni plast notkun og minni plast úrgangi í samfélaginu. Fimm aðilar komust í úrslitahóp dómnefndar auk Seguls 67; Bioborgarar, Efnalaugin Björg, Farfuglar á Íslandi og Kaja Organics. Bioborgarar er lífrænn hamborgarastaður sem fram reiðir matinn í margnota búnaði á staðnum og í pappaumbúðum fyrir fólk til að taka með. Efnalaugin Björg býður upp á fjölnota fatapoka, Farfuglar á Íslandi hafa dregið verulega úr plastúrgangi og tekið út einnota plast í rekstri farfugla- heimila sinna og Kaja Organics rekur meðal annars umbúðalausa verslun, lífrænt kaffihús, heild- sölu og fram leiðslu sem vottuð er lífrænt af Vottunarstofunni Túni. /smh Marteinn Haraldsson, einn eigenda Seguls 67 brugghúss, tekur við viðurkenningunni úr hendi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mynd / Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.