Bændablaðið - 12.09.2019, Qupperneq 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201914
HLUNNINDI&VEIÐI
Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is
klefar
Kæli- & frystiklefar
í miklu úrvali.
Vottaðir gæðaklefar með
mikla reynslu á Íslandi.
Einfaldir í uppsetningu.
hillur
fyrir kæli- & frystiklefa.
Mikið úrval og auðvelt að setja saman.
Sérhannaðar fyrir matvæli.
Kæli- & frysti-
búnaður
hafðu samband í síma 587 1300
og við sérsníðum lausn sem hentar þér!
„Þetta var meiri háttar gaman,
bleikjan tekur fluguna grimmt
hérna í Flókadalnum,“ sagði
María Gunnarsdóttir, sem setti í
hverja bleikjuna á fætur annarri
fyrir skömmu.
Flestar bleikjurnar tóku fluguna
„Krókinn“, sem Gylfi heitinn
Kristjánsson hannaði, en hann hnýtti
margar góðar silungaflugur sem hafa
gefið vel.
Þarna veiddi María, sem ekki
hafði veitt mikið á flugu, um 20
silunga en sleppti þeim flestum aftur
í ána. Enda bleikjan fiskur sem þarf
að fara varlega með. Það er ekki það
mikið af henni í veiðiánum og henni
fer fækkandi með hverju árinu.
Besta dæmið er fækkun bleikj
unnar í Hvítá í Borgarfirði þar sem
veiddust um 4.000 þegar best lét, en
núna veiðast aðeins örfáar. Það er af
sem áður var.
Við erum í Fljótunum og þar er
hellingur af bleikju, hylur 7 telur
líklega um 150 bleikjur og þær taka
grimmt fluguna.
María losar úr bleikju og sleppir
henni aftur, hún hefur allt í einu
fengið áhuga á öðru. Gæsahópur
kemur og flýgur rétt hjá. Henni
finnst skotveiði líka skemmtileg
eins og veiðin, það er veiði á ýmsum
stigum hérna í Flókadalnum. Hér
er ýmislegt í boði fyrir veiði
menn en núna er maður bara að
veiða bleikjuna. Veiðisvæðið er
skemmtilegt þarna, fiskurinn er
fyrir hendi og veiðimenn una hag
sínum á bökkum árinnar.
En það er farið að hausta,
bleikjan verður tregari með hverjum
deginum en það getur líka verið
skemmtilegt að reyna fleiri flugur
og smærri. Flóka dalurinn hefur
ýmislegt að geyma.
Flókadalsá
EfriFlókadalsá í Fljótum hefur
verið að gefa feiknavel í sumar og
núna eru komnar 1.400 bleikjur. Við
vorum á bakkanum fyrir skömmu
og köstuðum fyrir bleikjuna þar.
Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er
3ja stanga svæði og hefur veiðin
þar síðastliðin ár verið mjög góð.
Sjóbleikja veiðist nær eingöngu
á svæðinu, þó svo að lax og urriði
slæðist líka upp á vatnasvæðið.
Svæðið nær frá Flókadalsvatni
og fram að afréttargirðingu, en
umhverfi hennar þykir friðsælt og
er áin nokkuð vatnsmikil.
Kvóti er 8 bleikjur á vakt á hverja
stöng, en urriði er fyrir utan kvótann.
Mesta veiði á öllu vatnasvæðinu var
2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur.
Síðastliðin ár hefur veiðin verið
ágæt á þær 3 stangir sem veiða í
efri ánni og hefur meðalveiðin
verið í kringum 550 bleikjur á því
svæði.
Gunnar Bender
gunnarbender@gmail.com
Mikið af bleikju í Flókadalsá í Fljótum
María Gunnarsdóttir með flottar
bleikjur úr Efri-Flókadalsá.
Mynd / G.Bender
Fallegt er í Flókadalnum við Flókadalsvatnið. Mynd / María Gunnarsdóttir
„Við byrjuðum daginn á
Ármótabreiðu og þar landaði ég
strax fiskum, einn 64 sentímetra
og annar minni,“ sagði Benjamín
Þorri Bergsson.
Hann var að veiða í Eyjafjarðará
fyrr í sumar en veiðin hefur verið
góð þar og veiðimenn verið að fá
flottar bleikjur og góða sjóbirtinga
líka og Benjamín heldur áfram:
„Síðan færðum við okkur á
stað sem heitir Tjaldbakkar en þar
eru nokkrir hyljir sem geyma oft
mikið af stórri bleikju og skömmu
seinna missti ég vænan fisk en var
ekkert að svekkja mig á því. Ég var
staðráðinn í að landa fiski þarna og
ekki leið á löngu áður en ég setti í
og landaði stærstu bleikju sem ég
hef náð. Þetta var 69 sentímetra
hængur sem vó 7,5 pund og tók
Krókinn númer 14.
Þegar líða fór á daginn færðum
við okkur neðst á svæðið en
félagar mínir áttu enn eftir að
landa fiski þennan dag en strax
í öðru kasti niðri á Teljarabreiðu
tók flott bleikja „Phesent tail“ hjá
Ívari.
Við Eyþór fengum líka tvær
flottar bleikjur og enduðum við
fyrri vaktina með sex fiska á land
en aðeins einn slapp. Seinni vaktin
beið okkur svo og það þurfti ekki
að spyrja að því að hann var á hjá
Ívari eftir örfáar mínútur. Á land
kom flott 60 sentímetra hrygna sem
var sleppt að myndatöku lokinni.
Við settum í og lönduðum hátt í
10 fiskum neðst á svæðinu enda
mikið af fiski á þessum flotta stað
sem er kallaður Teljarastrengur.
Þegar vaktin var að verða
hálfnuð færðum við okkur aftur
upp á Tjaldbakka og þar landaði
Eyþór þriðju stórbleikju dagsins en
hún vó 7 pund og mældist 66 cm.
Við kláruðum svo þennan flotta og
ævintýralega dag á þessu æðislega
svæði niður í Teljarastreng.
Lokatölur voru eitthvað í kringum
20 fiskar á land,“ sagði Benjamín
enn fremur.
Góð veiði í Eyjafjarðará
Flott bleikja komin á land í Eyjafjarðará.
Strekktar línur í Hauku
Fátt gleður veiðimenn meira en
heyra hvína í veiðihjólinu og
finna línuna strekkjast. Meðlimir
veiðiklúbbsins „Strekktar línur“
eru þar engin undantekning en
klúbbinn skipa 10 konur sem hafa
mismikla veiðireynslu en eiga
veiðiáhugann sameiginlegan.
Hópurinn var við veiðar í
Haukadalsá í Dölum á dögunum
en „Hauka“ er af mörgum talin
ein fallegasta veiðiá landsins.
Fjölbreytni árinnar dregur margan
veiðimanninn að en á tiltölulega
stuttu svæði má finna allt frá lygnum
hylnum til stórgrýttra breiða.
Það eru engar fréttir fyrir
veiðimenn að veiðisumarið í ár hefur
verið með lélegra móti, sérstaklega
framan af. Það gladdi því veiðikonur
í Strekktum línum að vikuna fyrir
veiðiferðina rigndi töluvert og áin
því mun vatnsmeiri en hún hafði
verið og skilyrði því nokkuð góð
miðað við hvað verið hafði framan
af.
Nægur fiskur var í ánni og lá hann
víða, sérstaklega í NeðriBrúarstreng
og Steinboga en einnig sást nokkuð
af fiski í Kvörninni, Lalla og Blóta,
svo nokkrir veiðistaðir séu nefndir.
Það reyndist hins vegar þrautin
þyngri að fá hann til að taka. Þó
komu nokkrir laxar á land. Tveir
tóku í Blóta, einn í Kvörninni og
einn í NeðriBrúarstreng. Fimm til
viðbótar tóku en tókst ekki að landa
og voru þeir auðvitað miklu stærri
en þeir sem komu á land!
Þeir sem á land komu voru ágætir
fiskar, á bilinu 58–64 sentímetrar og
tóku Sunray, Svarta Frances, Rauða
Frances og Green Braham.
Þrátt fyrir að veiðin hefði mátt
vera meiri var hópurinn sammála
um það að Hauka væri hin
skemmtilegasta veiðiá og ekkert
annað að gera en að koma aftur að
ári og sækja þá stóru sem sluppu í
þetta skiptið.
Kristin Edwald með lax úr Hauka-
dalsá í Dölum en hún var i hópi
skemmtilegra veiðikvenna fyrir
skömmu.
Aldrei veiðst fleiri hnúðlaxar
Í sumar hafa aldrei veiðst fleiri
hnúðlaxar í veiðiánum og á þetta
við um allt landið sem þessi fiskur
hefur veiðst, við erum að tala um
næstum 100 hnúðlaxa og þetta er
í ám hringinn í kringum landið.
Það sem af er veiðitímanum
hafa veiðst líka um 100 hnúðlaxar
á nokkrum stöðum hérlendis, en
fræðimenn telja flestir líkur á
að hnúðlax, sem á uppruna sinn
í Kyrrahafinu, hafi numið land á
Íslandi.
„Já, við fengum fiskinn á
Flóðatanganum í Norðurá, neðst við
ármótin,“ sagði Úlfar og hélt áfram:
„Við fengum þennan og annan lax
og tvo sjóbirtinga.Við urðum ekki
varir við annan hnúðlaxinn, hinn
laxinn var orginal. Hnúðlaxinn tók
Rauða Franses,“ sagði Úlfar enn
fremur. Þetta var fyrr í sumar sem
Úlfar veiddi þennan og síðan hafa
veiðst margir í mörgum veiðiám
landsins.
Einhverjir hafa eldað fiskinn og
fundist hann ágætur til átu. Fyrir
nokkrum árum veiddist hellingur
af flundru en henni hefur fækkað
verulega, þá tekur bara eitthvað
annað við.
Úlfar Reynisson með hnúðlaxinn úr
Hvítá.