Bændablaðið - 12.09.2019, Side 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201920
Í dag eru um 20 milljónir öku
tækja á götum heimsins sem
ganga fyrir gasi. Þykir það gott
innlegg í baráttunni við losun
gróðurhúsalofttegunda, þar sem
um leið er brennt gasi sem er
mikilvirkara til skamms tíma í
andrúmsloftinu en koltvísýringur.
Á Íslandi hefur þó hægt miðað í
nýtingu á þessum möguleika og
aðeins 1.887 metan og metan
tvinnbílar á götunum.
Metan má framleiða með
mismun andi aðferðum, t.d. úr
lífrænum úrgangi, lífrænum efnum
í landbúnaði og sjávarfangi og með
framleiðslu á orkuplöntum. Fræðilega
er hægt að framleiða metan og fleiri
eldsneytistegundir á allan bílaflota
landsmanna samkvæmt skýrslu sem
unnin var fyrir ferðamála-, iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra að beiðni
Alþingis.
Hægt að nýta margvíslegan
úrgang í eldsneyti
Metan (CH4) er efnasamband kolefnis
og vetnis. Það myndast í náttúrunni við
loftfirrt niðurbrot baktería á lífrænum
efnum, svo sem fitu, próteini,
kolvetnum, hemísellulósa o.fl. Hér
undir fellur allur lífrænn úrgangur
frá heimilum og fyrirtækjum, slátur-,
fisk- og landbúnaðarúrgangur auk
seyru úr holræsakerfum og mykju
úr haughúsum. Einnig er pappír,
pappi, garðúrgangur og timbur
dæmi um lífrænt niðurbrjótanlegt
efni. Metan verður einnig til við
vinnslu jarðefnaeldsneytis og við
meltingu jórturdýra. Við bruna
metans myndast koldíoxíð og vatn
og auk þess losnar hitaorka sem
m.a. má nota sem eldsneyti eða fyrir
iðnaðarframleiðslu.
Miklir möguleikar í framleiðslu á
innlendi metangasi
Magn metans úr mykju og skít er háð
þurrefnisinnihaldi sem að jafnaði er
10–20%, en allt að 30% í hænsnaskít.
Framleiðsla á metani á hvert
þurrefnistonn er á bilinu 400–600
Nm3 samkvæmt skýrslunni. Þessu til
viðbótar er seyra úr holræsakerfum
sveitarfélaga, sem gæti verið um
8 þúsund tonn af þurrefni á ári og
gæti gefið 2–3 milljónir Nm3 á ári
af metan.
Auka má framleiðslu metans
enn frekar með því að bæta vetni
í gerjunartanka. Einnig er hægt
að framleiða metan úr kolsýru og
vetni og svo úr syngasi sem fæst
með gösun. Slík framleiðsla mun
óhjákvæmilega verða dýrari en
núverandi framleiðsla, af því er segir
í skýrslunni.
Urðun sorps verður bönnuð
Bent hefur verið á að bann verði lagt
við urðun sorps í löndum ESB og þar
með væntanlega líka í löndum innan
EES frá 2030. Samt ætti að vera unnt
að safna metani úr urðunarstöðvum í
um 15–20 ár eftir að urðun lífrænna
efna er hætt. Úrgangur verður
áfram eins mikilvæg uppspretta
lífræns eldsneytis og nú á dögum.
Í skýrslu ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra kemur fram
að breyta þurfi um vinnslu þessa
orkuhráefnis þannig að það nýtist
sem best. Meðal vinnsluaðferða sem
þá koma til greina er „gösun“ til
eldsneytisframleiðslu eins og segir
í skýrslunni. Þá er hráefnið í raun
kolað með hita þannig að úr því
myndast gas og tjara sem nýta má
áfram í fjölbreytta eldsneytis- og
efnaframleiðslu.
Tvö íslensk fyrirtæki framleiða
metan
Í skýrslunni segir m.a. að metan
verði til við niðurbrot lífrænna
efna á urðunarstöðvum sorps.
Tvö fyrirtæki framleiða metan úr
lífrænum úrgangi, SORPA bs. og
Norðurorka. Afkastageta haugs-
og hreinsistöðvar SORPU er ekki
að fullu nýtt en framleiðslugetan
er nú um 3,5 milljónir Nm3 á ári
af metani sem samsvarar um 4
milljónum lítra af bensíni á ári. Með
því að nýta hauggas með bruna í
bílvélum hvarfast CH4 í CO2 og
H2O en við það er dregið stórlega
úr losun gróðurhúsalofttegunda
frá urðunarstöðvum. Á heimasíðu
Sorpu kemur fram að notkun á gasi
frá stöðinni á bifreiðar hafi sparað
útblástur sem nemur um 410.000
tonnum af koltvísýringi frá árinu
2000.
Víða hvatt til kaupa á
gasknúnum ökutækjum
Í sumum Evrópulöndum eins og í
Belgíu eru yfirvöld farin að hvetja
til kaupa á gasknúnum bifreiðum
með niðurfellingu á þungaskatti
og öðrum bifreiðagjöldum. Jafnvel
þykja gasknúnir bílar mun vænlegri
en rafknúnir í viðleitni við að draga
úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Ástæðan er einfaldlega sú að heildar
kolefnisspor gasknúinna bifreiða er
jafnvel talið mun minna en rafbíla
eða bifreiða svo ekki sé talað um
bifreiðar sem knúnar eru bensíni
eða dísilolíu. Auk þess er orkan
á rafbílana víða í Evrópu enn
framleidd með kolum og olíu og
rafbílarnir eru þess utan umtalsvert
dýrari í framleiðslu en hefðbundnir
bílar.
Raforka framleidd víða um lönd
að mestu með jarðefnaeldsneyti
og kjarnorku
Samkvæmt tölum Energy Guide
í Brussel í Belgíu er grunnorkan
sem notuð er í Belgíu að 95%
hluta innflutt og að mestu olía og
gas. Þar að auki er mikið flutt inn
af föstu eldsneyti svo sem kolum
og timbri, og síðan úraníum fyrir
kjarnorkuver. Um 55% raforkunnar
sem notuð er í Belgíu er framleidd
í sjö kjarnorkuverum. Restin er
framleidd að mestu með kolum,
olíu og gasi, en endurnýjanleg
orka er enn aðeins lítill hluti
af raforkuframleiðslu landsins.
Eitthvað af raforkunni er svo
flutt inn frá nágrannaríkjunum,
Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.
Þetta er ekki ósvipað því
sem þekkist víðar í Evrópu og
Bandaríkjunum. Stöðugt er þó
verið að bæta við vindmyllum til
raforkuframleiðslu, en farið er að
bera á óþoli fyrir vindmyllum af
hálfu umhverfisverndarsinna vegna
sjónmengunar og fugladauða sem
þær eru sagðar valda.
Langt í land að
opinber markmið náist
Stefnt er að því að Ísland verði
kolefnishlutlaust árið 2040. Það
vekur því furðu hvað lítið virðist
vera gert til að nýta þá möguleika
sem fyrir hendi eru í dag, aðra en að
einblína á rafbílavæðingu.
Ljóst er að rafbílavæðing ein
og sér mun ekki leysa þetta mál,
en vitað er að Íslendingar eiga
aðra mjög áhrifaríka möguleika
eins og að nýta innlent metangas.
Samkvæmt markmiðum ríkis-
stjórnarinnar er áhersla á aukinn
hlut endurnýjanlegra orkugjafa á
kostnað jarðefnaeldsneytis. Þar er
gert ráð fyrir að árið 2020, eða strax
á næsta ári, skuli hlutdeild þeirra í
samgöngum vera 10%. Útilokað er
að það markmið muni nást, en samt
er gert ráð fyrir að þetta hlutfall eigi
að vera komið í 40% árið 2040.
Samkvæmt tilskipun ESB (RED
II, Renewable energy directive
2018/2001/EU), þarf endurnýjanlegt
eldsneyti árið 2020 að hafa aukist
í 10% af heildarorkunotkun í
samgöngum á landi og í 14% árið
2030.
Lífeldsneyti skal árið 2030 að
lágmarki vera 3,5% af heildarorku-
notkun í samgöngum. Þak er þó
sett á lífeldsneyti sem framleitt
er úr sláturúrgangi eða notaðri
steikingarolíu og má það að hámarki
vera 3,4% af heildarorkunotkun í
samgöngum á landi. Að auki er
hámark sett á eldsneyti sem er
framleitt úr fóðurplöntum. Það má
ekki vera meira en 1% umfram gildi
ársins 2020 en þó ekki hærra en 7%
af heildarorkunotkun í samgöngum
á landi.
Í lögunum fær eldsneyti unnið
úr lífrænum úrgangi tvöfalt vægi í
útreikningi á við annað eldsneyti,
eins og metan unnið úr sorpi og
lífdísill unninn úr sláturúrgangi.
Þetta er gert til að auka vægi
eldsneytis sem ekki hefur áhrif
á fæðuframleiðslu. Þá var einnig
kveðið á um að frá ársbyrjun
2015 skuli 5% af heildarorkugildi
eldsneytis í samgöngum á landi vera
endurnýjanlegt eldsneyti. Ekki er
hægt að sjá að þetta hafi staðist.
Áhersla á rafbíla en metan- og
vetnisvæðing situr á hakanum
Vel hefur gengið að koma upp
hleðslustöðvum fyrir rafbíla víða
um land. Augljóst er þó að einblínt
hefur verið um of á einhliða upp-
FRÉTTASKÝRING
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Byltingin í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda liggur fyrir fótum okkar með nýtingu gasknúinna ökutækja:
Verulegur umhverfis- og þjóðhagslegur
ávinningur hefur ekki verið nýttur
– Metan- og vetnisvæðing hefur setið á hakanum og hægt hefur miðað í uppbyggingu innviða þeirra orkumiðla á Íslandi
Bygging gas og jarðgerðar
stöðvarinnar í Álfsnesi er næsta
stóra skrefið í umhverfismálum
á höfuðborgarsvæðinu.
Hún er í samræmi við stefnu
sem sveitarfélögin hafa mótað í
sameiginlegri svæðisáætlun um
meðhöndlun úrgangs 2009–2020.
Á hún að taka til starfa á árinu
2020. Samkvæmt kostnaðaráætlun
átti stöðin að kosta 3.610 milljónir
króna. Á stjórnarfundi SORPU
bs. 2. september sl. var samþykkt
tillaga framkvæmdastjóra um
breytingar á fjárfestingaáætlun
SORPU 2019–2023 vegna
viðbótarkostnaðar sem komið
hefur fram við tvö verkefni sem
nú er unnið að á vegum samlagsins.
Annars vegar er um að ræða
17,7% viðbótarkostnað við gas-
og jarðgerðarstöð SORPU sem nú
er áætlað að kosti 4.247 milljónir.
Hins vegar er 719 m.kr. kostnaður
vegna tækjabúnaðar í stækkaða
móttökustöð SORPU í Gufunesi.
Byggt á tækni Aikan Solum
í Danmörku
Endanlegt byggingaleyfi var gefið
út af Reykjavíkurborg þann 9.
október 2018 og var hafist handa
við framkvæmdir samdægurs.
Vinnslutækni er byggð á einkaleyfi
frá Aikan Solum AS í Danmörku
en stöðin er teiknuð af Batteríið
Arkitektar og er verkfræðistofan
Mannvit tæknilegur ráðgjafi. Stærð
hússins er 12.800 m2 og mun
stöðin anna allt að 35.000 tonnum
af lífrænum heimilisúrgangi. Um
framkvæmdirnar sér Ístak hf. sem
var lægstbjóðandi í verkið en
framkvæmdaeftirlit er í höndum
verkfræðistofunnar Verkís sem átti
lægsta boð í þann verkþátt.
Eftir að gas- og jarðgerðarstöðin
hefur starfsemi verður allur
úrgangur sem safnað er frá
heimilum á samlagssvæði SORPU
unninn í stöðinni. Lífrænu efnin
verða nýtt til gas- og jarðgerðar,
en málmar og önnur ólífræn
efni verða flokkuð vélrænt til
endurnýtingar.
Framleiðir um 3 milljónir
rúmmetra af gasi á ári
Ársframleiðsla stöðvarinnar verður
annars vegar um 3 milljónir Nm3
(Normal-rúmmetrar) af metangasi,
sem hægt er að nýta sem eldsneyti
á ökutæki, og hins vegar 10–
12.000 tonn af jarðvegsbæti,
sem hentar vel til landgræðslu.
Þegar gas- og jarðgerðarstöðin
verður komin í gagnið munu
yfir 95% heimilisúrgangs á
höfuðborgarsvæðinu fara til
endurnýtingar.
Rétt dugar á núverandi
metanbílaflota
Einn rúmmetri af metangasi
vegur um 554 grömm, þannig að
3 milljónir rúmmetra vega því um
1.662 .000 kg (1.662 tonn). Ef það
fara um 25 kg á hvern meðalfólksbíl
dygði þetta í tankfyllingu á 66.480
bíla. Miðað við ca 35 áfyllingar á
ári, dygði gasið frá stöðinni á um
1.900 fólksbíla. eða svona nokkurn
veginn á alla þá metan- og metan-
tvinnbíla sem eru á götunum á
Íslandi í dag. Ef fara ætti í alvöru
metanvæðingu bílaflotans er alveg
ljóst að spýta þarf hressilega í
lófana í gasframleiðslunni.
Ný gas- og jarðgerðarstöð í smíðum
Ný gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi á að geta framleitt um 3 milljónir
rúmmetra af gasi á ári sem ætti að duga á um 1.900 bíla. Mynd / SORPA
Gasknúnir bílar hafa m.a. þá kosti að þeir menga lítið og eyða skaðlegu
metani sem annars færi út í andrúmsloftið. Þá er álíka fljótlegt að dæla á
þá eldsneyti og hefðbundna bensín- og dísilbíla.