Bændablaðið - 12.09.2019, Page 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019 23
Það er gott að vera í sveitinni!
Við höfum áralanga reynslu af raflagnahönnun og rafverktöku í
landbúnaðarbyggingum.
Meðal þeirrar þjónustu sem Ljósgjafinn ehf. býður uppá er:
• Ráðgjöf varðandi raflagnir
• Hönnun raflagna
• Kostnaðaráætlanir
• Rafverktaka
• Lokaúttekt á raforkuvirkjum
• Viðhaldsþjónusta
Glerárgötu 32, 600 Akureyri | sími 460 7788 | ljosgjafinn@ljosgjafinn.is | www.ljosgjafinn.is
– Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir
MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is
ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN
HUSQVARNA
FS 400 LV
Sögunardýpt 16,5 sm
HUSQVARNA
K 770
Sögunardýpt 12,5 sm
HUSQVARNA
K 2500
Sögunardýpt 14,5 sm
HUSQVARNA
DM 230
HUSQVARNA
K 3600 MK II
Sögunardýpt 27 sm
HUSQVARNA
Steinsagarblöð
og kjarnaborar
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kóp. s. 550 3000
er með til sölu jörðina Gröf landnúmer 142160 í Bitrufirði
Strandabyggð.
Jörðin Gröf er í Krossárdal, Bitrufirði í Strandabyggð mitt á milli
Staðarskála og Hólmavíkur. Jörðin er um 1.069 hektarar þar af um 30
hektarar ræktuð tún. Möguleiki er á meiri ræktun. Einnig hafa verið
nýtt tún á næstu bæjum. Gott beitiland er í Gröf og rúmt í högum.
Beingreiðsluréttur í sauðfé er 374,5 ærgildi. Þriggja fasa rafmagn var
tengt í töflu 2018. Búið að fjarlægja alla rafmagnsstaura og rafmagn
lagt í jarðstreng. Hægt er að virkja Grafargilið. Ljósleiðari lagður og
tengdur 2018. Leigður er út smáskiki undir símahús.
Í Gröf er í dag stunduð sauðfjárrækt með 310 vetrarfóðraðar ær.
Beingreiðsluréttur er 374,5 ærgildi.
Bústofn og vélar geta fylgt í sölu.
Listi yfir fasteignir, hlunnindi, bústofn og vélar á skrifstofu
Fasteignamiðstöðvarinnar.
Óvenju snyrtileg eign sem vert er að skoða.
Bændablaðið Auglýsingar 56-30-300
Verið að skoða virkni ýmissa
tegunda við Ísland
„Okkar rannsóknir miðast við að
skoða þær tegundir sem hér er að
finna og þörunga sem er auðveldara
að nálgast en þennan Asparagopsis
taxiformis. Hér erum við hins vegar
með úrval þörunga sem vaxa í miklu
magni og erum að kanna þá betur.“
Rannsóknirnar á vegum Matís
hljóta að að vera fagnaðarefni fyrir
vísindasamfélagið og landbúnað á
Íslandi. Samt eru til fræðimenn hér
á landi sem hafa haft uppi efasemdir
um áhrif þangs á meltingu jórturdýra.
Jafnvel hafa rannsóknarniðurstöður
frá Ástralíu verið skilgreindar sem
hálfgert kukl. Þar skorti rannsóknir
við raunaðstæður og að menn væru
þar komnir út á hálan ís.
Mikil áhrif af íblöndun
þörunga í fóður
Í umfjöllun Bændablaðsins 2016
kom fram að De Nys prófessor
sagði að ákveðið hafi verið að
rannsaka metangasmyndun í sauðfé,
sérstaklega vegna þess að þær
tilraunir útheimtu ekki eins mikið
af fóðri. Niðurstöðurnar fram til
þessa hafi sýnt að líklega væri best
að blanda þanginu saman við annað
fóður til að ná árangri.
Fréttastöð RNZ á Nýja-
Sjálandi fjallaði á sínum tíma um
rannsóknirnar í Ástralíu. Fyrirsögn
fréttarinnar var „Er þang svarið við
metanvandamáli Nýja-Sjálands?“
Eins og flestir vita er landbúnaður
gríðarlega mikilvægur þar í landi
og eru Nýsjálendingar ekki
síður þekktir fyrir framleiðslu á
kindakjöti en Ástralir. Sömuleiðis
er nautgriparækt þar mikil. RNZ
hafði eftir Kanadamanninum Rob
Kinley hjá CSIRO að niðurstöðurnar
hafi komið mönnum í opna skjöldu.
Áhyggjur af efninu
bromoformi í þangi
Sagði Kinley að af Asparagopsis
taxiformis þanginu þurfi mjög lítið
magn til að ná árangri. 1,5% til 2%
hlutfall í fóðri dugi auðveldlega til
að ná minnkun á metani um 80%.
Andy Reisinger hjá Gróðurhúsa-
rannsóknar mið stöðinni (Greenhouse
Gas Research Centre) sagði að þrátt
fyrir þessar jákvæðu niðurstöður
hefðu menn samt ákveðnar áhyggjur
af því að nota þang í fóður. Ástæðan
er sú að þeir mynda efnið bromoform
sem talið er krabbameinsvaldandi.
Hann segir að nýsjálenskir vísinda-
menn hafi þó verið að vinna með
sömu sjávarþangstegundir en
ekkert benti enn til að þær stuðli að
heilsufars vandamáli hjá skepnunum.
Ásta Heiðrún segir að ekki
hafi tekist að einangra þau efni
úr þanginu sem valdi minnkun á
losun metans í meltingarvegi dýra.
Leitt hefur verið líkum að því að
bromoform hefði þar áhrif en það
geti verið hættulegt dýrum. Ekki
liggi þó fyrir nein vissa um hvort
virknin sé af völdum bromoforms
eða í samspili þess og annarra
efna.
„Í okkar rannsóknum höfum
við ekki séð sömu virkni og fékkst
í Ástralíu. Mögulegt er að hér sé
um annað efnasamspil að ræða sem
veldur þessum áhrifum. Einnig gætu
önnur efni en bromoform verið að
valda minnkun á losun metans, en
það er verið að skoða það nánar,“
sagði Ásta.
Þarabeit vel þekkt á Íslandi
Á Íslandi hefur þekkst um aldir
að beita fé þar sem land liggur að
sjó tímabundið á þara. Vitað er
að vegna efnainnihalds þarans þá
þolir sauðfé hér á landi ekki nema
takmarkaða fjörubeit. Sauðfé var
líka oft á árum áður fóðrað á síld
sem mörgum Íslendingum fannst
vart mannamatur. Síðar fóru menn
svo að bæta fiskimjöli í fóður hjá
sauðfé og kúm og öðrum skepnum.
Á Orkneyjum hefur sauðféð
aftur á móti aðlagast sérstaklega
fjörubeit. Þrífst það hins vegar mjög
illa á grasi einu saman að því er fram
kom í viðtali við Sinclair Scott í
Bændablaðinu 1. september 2014.
Þá er einnig þekkt hér á landi og
víðar að nota sjávarþang og þara
í áburð á tún og jafnvel rotnandi
síld. Á Cornwall í Bretlandi þekktist
t.d. að blanda þara (Ascophyllum)
við sand og láta hann rotna áður
en hann var notaður sem áburður.
Sömu sögu er að segja af aðferðum
skoskra bænda.
Franskir bændur á Brittaníuskaga
hafa lengi notað þara sem safnað
var í bingi til að láta það rotna.
Síðan var það tekið og dreift á tún
upp frá ströndinni. Líklegt er að
næringarefnin berist þá í jarðveg og
gras, en ekki er vitað til þess hvort
áhrif á metangaslosun dýra sem éta
það gras hafi verið rannsökuð.
Unnið að rannsóknum hjá Matís.