Bændablaðið - 12.09.2019, Side 25

Bændablaðið - 12.09.2019, Side 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019 25 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir fagstjóra búfjárræktar og þjónustusviðs. Um er að ræða stjórnendastarf. Starfs- og ábyrgðarsvið: √ Faglegur leiðtogi og fyrirliði teymis sem vinnur að ráðgjafar - starfsemi ásamt ýmsum öðrum verkefnum í landbúnaði. √ Fagsviðið hefur meðal annars umsjón með ræktunarstarfi búfjárkynja, almennri þjónustu og ráðgjöf til landbúnaðar. √ Fagstjóri ber lykilábyrgð á stýringu mannauðs og gætir þess að ráð gjafar á sviðinu nýtist sem best fyrir heildina. √ Fagstjóri ber ábyrgð að innan teymisins séu verkefni og ráðgjöf markviss. Menntunar- og hæfnikröfur: √ Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði bú vís inda, raungreina eða náttúruvísinda æskileg. √ Stjórnunarreynsla mjög æskileg. √ Þekking á verkefnastjórnun er kostur. √ Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. √ Góðir samskiptahæfileikar. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafa starfsemi RML. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda og sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 13 starfsstöðvum. Við bendum áhugasömum á heimasíðu fyrirtækisins www.rml.is þar sem sótt er um starfið, en þar er einnig hægt að kynna sér starfsemina enn frekar. Umsóknarfrestur er til og með 25. september. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri klk@rml.is og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir verkefnastjóri geh@rml.is STARF FAGSTJÓRA BÚFJÁRRÆKTAR OG ÞJÓNUSTUSVIÐS Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámurinn er þarfaþing  Þurrgámar  Hitastýrðir gámar  Geymslugámar  Einangraðir gámar  Fleti og tankgámar  Gámar með hliðaropnun Til leigu eða sölu:  Gámahús og salernishús  Færanleg starfsmannaðstaða  Bos gámar og skemmur Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Kristján Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu á Akureyri, við pappír sem nýttur er til moltugerðar. Myndir / MÞÞ Akureyringar flokka meirihluta sorps Um 7.600 tonn af sorpi og öðrum úrgangi féllu til frá heimilum á Akureyri á liðnu ári. Stór hluti er endurunninn, þar af fóru hátt í tvö þúsund tonn af lífrænum úrgangi í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit. Samkvæmt tölum frá 2017 er Ísland í fjórða sætinu yfir magn úrgangs, um 656 kíló á hvern íbúa að því er fram kom í fréttum RÚV nýverið. Þarna er átt við heildarmagn, þó að mestu leyti frá heimilum, burtséð frá því hvað verður um sorpið, hvort það er urðað, endurunnið og þá hvernig. Meðaltalið í Evrópusambandinu eru 486 kíló á hvern íbúa. 36% af úrgangi fara í urðun Fram kemur í frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar að í fyrra féllu til um 7.600 tonn af sorpi frá heimilum á Akureyri. Það gera um það bil 400 kíló á hvern íbúa. Þar af fara um 2.800 tonn af úrgangi í urðun í Stekkjarvík í námunda við Blönduós, eða um 36%. Flest annað er endurunnið á einn eða annan hátt. Akureyringar hafa á undan­ förnum árum náð mjög góðum árangri í flokkun og endurvinnslu á pappa, drykkjarumbúðum, plasti og málmum. Þar að auki hafa um 80% heimila á Akureyri, í yfir tíu ár, flokkað allan lífrænan úrgang og skilað í Moltu, segir í frétt á vefsíðunni. Einnig að nýjasta dæmið sé græna trektin, en með henni geta íbúar með einföldum hætti losað sig við alla matarolíu og dýrafitu á þægilegan hátt. /MÞÞ Stór hluti alls úrgangs sem fellur til á Akureyri er endurunninn. Hátt í tvö þúsund tonnum af lífrænum úrgangi var skilað frá akureyskum heimilum í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.