Bændablaðið - 12.09.2019, Side 27

Bændablaðið - 12.09.2019, Side 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019 27 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Hrunamannahreppur: Um 23% íbúa erlendir Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Valgeirssyni, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, eru 98 af 804 íbúum sveitarfélagsins með pólskt ríkisfang en 23% af íbúum er með erlent ríkisfang. Næststærsti hópurinn kemur frá Rúmeníu en þau eru um 45. „Það er ljóst að þessi staða er komin til að vera og við þurfum áfram að vinna í að taka vel á móti þessu góða fólki sem er okkur svo mikilvægt“, segir Jón í Pésanum, fréttabréfi Hrunamannahrepps. /MHH Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra: Vonbrigði með tillögu um rekstur almenningssamgangna Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norður landi vestra hefur lýst yfir vonbrigðum með tillögu Vega gerðar innar um mögulegt framtíðar rekstrar form almennings ­ samgangna. Lagt var fram minnisblað frá Vegagerðinni á fundi SSNV í liðnum mánuði um málið sem tekið hafði verið saman í kjölfar fundar Landshlutasamtaka sveitarfélaga og Vegagerðarinnar. Í minnisblaðinu kemur fram að eyða þurfi óvissu um rekstur almenningssamgangna. Vegagerðin metur það svo að tvær leiðir séu færar í þessum efnum. Annars vegar að Vegagerðin taki við þjónustunni og hins vegar að stofnað verði sameiginlegt félag ríkis og landshlutasamtaka þar sem ábyrgð á kostnaði dreifist eftir eignarhlut. Í minnisblaðinu er síðari tillagan útlistuð nánar og lagt til eignarhlutfall, stofnframlag, fjármögnun starfsmanna og styrkframlag ríkis. Almenningssamgöngur á ábyrgð ríkisins Stjórn SSNV lýsir í fundargerð sinni yfir vonbrigðum með tillöguna og ítrekar að almenningssamgöngur séu verkefni á ábyrgð ríkisins og eigi því að vera fjármagnaðar að fullu af ríkinu. „Það að gera landshlutasamtökin og þar með sveitarfélögin í landinu fjárhagslega ábyrg fyrir málaflokknum að stórum hluta er ekki ásættanleg niðurstaða,“ segir þar ennfremur. Stjórn SSNV áréttar hins vegar mikilvægi þess að heimamenn komi að rekstri almenningssamgangna vegna staðbundinnar þekkingar á þörf og leiðarvali. Stjórnin bendir einnig á að hún hafi vilja til áframhaldandi viðræðna svo farsæl lausn finnist á málinu. /MÞÞ Sveitarstjórn Skútustaðahrepps óhress: Engin vetrarþjónusta verður á Hólasandsvegi og Dettifossvegi Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ítrekaði á fundi á dögunum fyrri samþykktir sínar um að gera þurfi verulegt átak í að lagfæra héraðsvegi í sveitarfélaginu, í samræmi við Umferðaröryggisáætlun Skútustaðahrepps. Þeir eru flestir í mjög slæmu ásigkomulagi. Sveitarstjórn segir að því beri þó að fagna að efni hafi verið keyrt í tvo tengivegi nú í ágúst, en þeir voru illa farnir sem og viðgerð á klæðningu á þjóðveginum við Mývatn. Sveitarstjórn lýsir jafnframt yfir miklum vonbrigðum með að Vegagerðin hyggst ekki þjónusta Hólasandsveg og Dettifossveg næsta vetur. „Verður að teljast með ólíkindum að um leið og búið er að leggja bundið slitlag á Hólasandsveg skuli öll vetrarþjónusta skorin niður,“ segir í bókun sveitarstjórnar sem skorar á Vegagerðina að endurskoða ákvörðun sína. Ekki við það unað að vegurinn verði ekki mokaður yfir veturinn Nefnt er í bókun að ferðaþjónustan hafi ítrekað kvartað yfir því að Dettifossvegur sé ekki mokaður nema tvisvar á ári. Skorar sveitarstjórn á stjórnvöld að tryggja fjármagn til þjónustu allt árið um kring við Dettifossveg. Sú þjónusta verði enn mikilvægari þegar búið verður að klára veginn frá Dettifossi og að Ásbyrgi. „Ekki verður við það unað að sá vegur verði ekki mokaður yfir vetrartímann, enda sú framkvæmd til þess gerð að tryggja og efla samgöngur um Norðurland allan ársins hring,“ segir í bókun. Sveitarstjórn mótmælir því einnig að Víkurskarð verði ekkert þjónustað í vetur og að tíminn sem þjóðvegur 1 verður opinn í vetrarfærð verði styttur. /MÞÞ Vegagerðin hyggst ekki þjónusta Hólasandsveg og Dettifossveg næsta vetur. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er óhress, enda eru þetta svæði sem eru mikið sótt af ferðamönnum. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.