Bændablaðið - 12.09.2019, Side 34

Bændablaðið - 12.09.2019, Side 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201934 UTAN ÚR HEIMI Afríki fíllinn er meðal þeirra dýra í heiminum sem sögð eru vera í alvarlegri útrýmingarhættu. Verndun villtra dýrastofna: Bannað að flytja afríska fíla í dýragarða Nýjar reglur um viðskipti með villt dýr banna að afrískir fílar sem veiddir hafa verið í náttúrunni verði fluttir í dýra­ garða. Bannið gerir ráð fyrir undan þágum sé það talið til hags bóta fyrir dýrin. Bannið var samþykkt á fundi Cites, alþjóðlegra samtaka um verndun villtra dýra, í Sviss fyrir skömmu. Samþykktin var gerð þrátt fyrir mótmæli fulltrúa Simbabve og Botsvana en bæði ríki hafa verið leiðandi í sölu á afrískum fílum til dýragarða víða um heim. Dýragarðar í Kína hafa til dæmis keypt yfir hundrað unga fíla frá Simbabve frá árinu 2102. Afríki fíllinn er meðal þeirra dýra í heiminum sem sögð eru vera í alvarlegri útrýmingarhættu. Af þjóðum heims sem áttu fulltrúa á fundinum samþykktu 87 bannið, 25 sátu hjá og 29 höfnuðu því, þar á meðal fulltrúi Bandaríkja Norður- Ameríku. /VH Krossfiskur af tegundinni Marthasterias glacialis. Krossfiskum fjölgar hratt við Spánarstrendur Stjórnvöld í Galisíu á norðvestan­ verðum Spáni hafa lýst yfir stríði á hendur krossfiskum sem fjölga sér hratt við strendur héraðsins og éta þar allt sem að kjafti kemur. Svæðið byggir afkomu sína að hluta til á kræklings eldi og skelfiskveiðum. Sjómenn á svæðinu, sem margir gera út á skelfisk, segja að óvenju mikið af krossfiskum hafi veiðst við strönd Galisíu en minna af skelfiski, sem er aðalfæða krossfiskanna. Eftir að yfirvöld gáfu leyfi til að fækka krossfiskunum hafa veiðar sjómanna á svæðinu að mestu gengið út á að veiða hundruð kílóa af krossfiskum á dag. Að sögn sjómanna í Galisíu er ekki nóg með að krossfiskarnir éti skelfisk eða leggist á kræklingalínur því þeir hreinlega éta allt sem að kjafti kemur. Út af strönd Galisíu er djúpur neðansjávardalur sem íbúar svæðisins og reyndar Spánn sem heild byggir árlega 200 þúsund tonna framleiðslu sína af kræklingum á. Ekki er vitað fyrir víst hvers vegna krossfiskum hefur fjölgað hratt á skelfiskaslóðinni en líklegasta skýringin er talin vera hlýnun sjávar. Til að vera vissir um að krossfiskveiðarnar skili árangri verður að fara með allan aflann í land þar sem hann er látinn þorna og drepinn þannig. Tegundirnar sem veiðast mest, Marthasterias glacialis og Asterias rubens, eru báðar gæddar þeim hæfileikum að á þær vaxa nýir útlimir og að nýtt dýr getur einnig vaxið út frá fallna útlimnum. Það er því lítið gagn í því að skera krossfiskana í stykki til að drepa þá. /VH LÍF&STARF Sveppaganga Skógræktarfélags Eyjafjarðar: Sveppauppskera í tæpu meðallagi Þegar búið var að tína sveppina voru þeir matreiddir og snæddir. Árleg sveppaganga Skógræktar­ félags Eyfirðinga var farin á dög­ unum og að þessu sinni var gengið um Miðhálsskóg í Öxnadal. Um 25 manns lögðu leið sína í skóginn í kvöldblíðunni og söfnuðu í matbúr vetrarins. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur leið- beindi fólki um flest sem viðkemur matsveppum og greindi fjölmarga nágranna þeirra í skóginum, auk þess að elda dýrindis sveppamáltíð í lok göngunnar. Sveppauppskera hefur verið í tæpu meðallagi í Eyjafirði þetta sumarið. Sveppir létu kræla á sér frekar snemma sumars en síðustu vikur hafa sum staðar verið minna gjöfular en væntingar stóðu til þegar að matsveppum kemur. Fróðleikur og útivera Ingólfur Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, segir áhuga fólks á að tína mat- sveppi vaxandi, en félagið hefur nokkur undanfarin ár boðið upp á sveppagöngur og þátttakendum fjölgar ár frá ári. „Þetta hafa verið skemmtilegar ferðir, Guðríður Gyða ber á borð fyrir okkur heil- mikinn fróðleik og það er auðvitað það sem margir sækjast eftir, að fræðast betur um sveppina og hvað hægt sé að gera úr þeim. En eins hafa líka margir gaman af útiverunni, fara út fyrir stígakerfi skóganna og leita að sveppum er góð skemmtun og jafnast á við að fara í berjamó. Mörgum þykir þetta ómissandi hluti af haustinu,“ segir Ingólfur. /MÞÞ Ólafur Thoroddsen, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, og Halldór Pétursson á spjalli meðan beðið er eftir rjúkandi ketilkaffinu. Íbúar vilja halda áfram verkefninu Glæðum Grímsey: Skiptir máli fyrir lífsgæði þeirra sem eftir eru Íbúar Grímseyjar vilja að verkefninu Glæðum Grímsey verði haldið áfram í að minnsta kosti eitt ár í viðbót og fara þess á leit við Byggða stofnun og Akureyrarbæ að svo verði. Verkefnið Brothættar byggðir fór seinna af stað í Grímsey en áætlað var og var íbúaþing t.d. ekki haldið fyrr en í maí 2016. Sú seinkun sem varð á að verk- efnið hæfist sem og sú alvarlega staða sem nú er uppi í Grímsey nægir að mati íbúanna til að halda verkefninu gangandi. Ekki náð að snúa íbúaþróun við „Þrátt fyrir að verkefnið Glæðum Grímsey hafi því miður ekki náð að hafa mikil áhrif á íbúaþróunina í Grímsey þá eru íbúar samt sem áður glaðir með verkefnið og það sem með því hefur áunnist,“ segir í bókun frá hverfisráði Grímseyjar. Íbúaþingið hafi verið vel heppnað og á því sett fram skýr framtíðarsýn Grímseyinga, auk þess sem listuð voru upp markmið sem markvisst hefur verið unnið í að ná undanfarin ár. Áframhald verkefnisins mikilvægt Grímseyingar telja áframhald verkefnisins mikilvægt, því að þrátt fyrir að það hafi ekki snúið íbúa þróun við, enn sem komið er, skipti það miklu máli fyrir lífsgæði þeirra sem enn búa í eyjunni og möguleikann á fólksfjölgun og endurnýjun. Aðal- og grunnatvinnuvegur Grímseyjar er sjávarútvegur og hann er forsenda fyrir byggð í eynni. Útgerðirnar í Grímsey eru smáar, rekstur þeirra er erfiður og á undanhaldi um allt land. Sérstaki byggðakvótinn sem fylgir verkefninu hefur stutt við og jafnvel verið forsenda fyrir útgerð og atvinnu í eyjunni. „Verkefnið Glæðum Grímsey hefur gert íbúum kleift að koma á fót ýmsum fyrirtækjum og bæta þjónustu við heimamenn og gesti. Áframhald á verkefninu myndi styrkja stöðu eyjarinnar enn frekar sem íbúasamfélags sem og ferðamannastaðar,“ segir í fundargerð hverfisráðs Grímseyjar. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.