Bændablaðið - 12.09.2019, Síða 36

Bændablaðið - 12.09.2019, Síða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201936 Durian er ólíkt öðrum ávöxtum að því leyti að það gefur frá sér megna lykt sem minnir á fýlu af stæku hlandi, dauðum ketti eða opnu holræsi. Þeir sem komast upp á bragðið af ávextinum segja hann ávanabindandi og bragðið ólíkt öllu öðru sem þeir hafa smakkað. Á íslensku kallast plantan dáraaldin. Heimsframleiðsla á durian­ aldinum er í kringum 1,3 milljón tonn. Taíland og Malasía eru langstærstu framleiðendurnir með tæplega 90% framleiðslunnar. Árið 2016 var framleiðslan í Taílandi um 700 þúsund kíló og 400 þúsund kíló í Malasíu. Í þriðja sæti voru Filippseyjar með 71,5 þúsund tonn. Um 80 til 90% framleiðslunnar í Taílandi eru flutt út og mest til Kína en neytt á heimamarkaði í Malasíu og á Filippseyjum. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn 1938 kíló af durian árið 2017. Þar af komu 1.583 kíló frá Taílandi en 355 kíló frá Hollandi. Talsverður samdráttur var í innflutningi aldinsins árið 2018 og var hann þá 982 kíló sem öll komu frá Taílandi. Ættkvíslin Durio og tegundin zibethinus Að öllu jöfnu teljast 30 tegundir trjáa sem vaxa í regnskógum Asíu til ættkvíslarinnar Durio. Ágreiningur er um sex af þessum tegundum og vilja sumir flokkunarfræðingar telja þær til eigin ættkvíslar sem kallast Boschia. Allar tegundirnar 30 eru hávaxin tré sem ná 25 til 50 metra hæð og getur stofninn verið 50 til 120 sentímetrar í þvermál. Níu þeirra bera æt aldin. Trén ná allt að tvö hundruð ára aldri og verður börkurinn hrjúfari og ellilegri viðkomu eftir því sem trén eldast. Sú tegund sem flestir þekkja sem durianaldin og eina aldinið innan ættkvíslarinnar sem ræktað er í stórum stíl og verslað er með á alþjóðamarkaði kallast D. zibethinus. Tegundin nær 30 til 40 metra hæð í náttúrunni en yrki í ræktun eru yfirleitt um 12 metrar að hæð. Rætur sem vaxa upp af fræi mynda í fyrstu stólparót en síðar vaxa frá henni síðrætur sem greinast til hliðanna. Ræturnar liggja fremur grunnt í jarðveginum eða á minni en 50 sentímetra dýpi og vaxa sjaldnast út fyrir ystu greina trjákrónunnar. Plöntur sem vaxa af græðlingum mynda strax trefjarætur út frá stofninum. Ólíkt flestum rótum greinast rætur duriantrjáa ekki í rótarhár. Þess í stað taka ræturnar vatn og næringarefni upp með sérhæfðum rótum sem vaxa á hliðarrótunum. Greinar duriantrjáa vaxa beint út frá stofninum og síðan upp á við þannig að krónan verður hálf egglaga. Blöðin sígræn, heilrennd á 2,5 sentímetra löngum stilk og stakstæð, glansandi dökk ólífugræn á efraborði en ljósari á því neðra, egg­ eða ílöng og 10 til 28 sentímetra löng. Ungt lauf er undið um miðstilkinn en breiðir fljótlega úr sér. Trén blómstra einu sinni til tvisvar á ári og er blómgunin mismunandi eftir tegundum, aðstæðum og yrkju og það tekur að jafnaði mánuð fyrir blómin að þroskast eftir að fyrstu blómvísar koma í ljós. Blómvísar 3 til 30 saman og blómin mörg saman í niðursveigðum hnapp á sterkum blómgreinum sem vaxa út úr stofni trjánna. Blómin, sem standa stutt, opnast síðdegis og falla af um miðnætti, eru fimm til sex sentímetrar í þvermál og á sex til sjö sentímetra stilk. Krónublöðin fimm og einstaka sinnum sex, kremgul en einnig til hvít og rauð og er aldinkjöt aldinanna samlit krónublóðunum. Hvert blóm ber marga frævla og eina frævu. Þar sem frævur blómanna þroskast á undan fræflunum eru blómin sjaldan sjálffrjóvgandi. Blómin gefa frá sér þungan ilm og eru rík af sykri sem flugur, fuglar og leðurblökur sækja í og frjóvga blómin um leið. Sáðplöntur bera aldin fimm til sex árum eftir spírun en plöntur sem vaxa upp af græðlingum fyrr. Aldinþroski eftir frjóvgun er 90 til 130 dagar eftir aðstæðum og yrkjum. Að innan skiptist fullþroskað aldin í hólf en að utan er það grænt, gult eða brúnleitt eftir þroska, hnöttótt eða egglaga með þykkri húð og alsett sterkum og hvössum þyrnum. Aldinið nær allt að fimm kíló að þyngd og getru verið 30 sentímetra langt og 15 sentímetrar í þvermál þar sem það nær fullum þroska. Algengt er að aldin í sölu séu um 1,5 kíló að þyngd. Hjá ungum trjám eru tvö til tíu fræ í hverju aldini en þeim fræjunum fjölgar eftir því sem tré eldast. Fræin allt að 4 sentímetrar að lengd. Aldinkjötið er milli 15 til 30% af aldininu og svampkennt. Þeir sem hafa smakkað aldinið segja áferð þess mjúka og jafnvel velgjukennda en að bragðið sé sætt og venjist vel. Til er fjöldi ólíkra yrkja duriantrjáa sem gefa af sér aldin sem er mismunandi að stærð og bragði og þar af finnast um 200 yrki í Taílandi. Aldur trjáa af tegundinni D. zibethinus er 80 til 150 ár en elsta lifandi duriantréð í Taílandi er talið vera 210 ára gamalt. Lyktin af durian Aldinið gefur frá sér sterka lykt sem er mismunandi milli tegunda innan ættkvíslarinnar og milli yrkja í ræktun. Mörgum finnst lyktin verulega vond og hefur henni meðal annars verið líkt við fýlu af stæku hlandi, langdauðum ketti, skemmdum lauk, óhreinum íþróttasokkum eða opnu holræsi og ælu. Rithöfundurinn Anthony HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Taíland og Malasía eru langstærstu framleiðendur durian í heiminum með tæplega 90% framleiðslunnar. Durian engum öðrum ávexti líkur Mörgum finnst lyktin af durian verulega vond og hefur henni meðal annars verið líkt við fýlu af stæku hlandi, langdauðum ketti eða opnu holræsi. Víða er bannað að hafa durianaldinið með sér inn á hótel, í neðanjarðarlestir og á aðra almenningsstaði í Asíu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.