Bændablaðið - 12.09.2019, Page 40

Bændablaðið - 12.09.2019, Page 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201940 Tíu þúsund tonn hættulegra efna grafin á Heiðarfjalli. Landsvæðið á fjallinu var 1953 leigt af bændum á Eiði undir byggingu og rekstur H-2 radarstöðvar NATO og Bandaríkjahers sem starfaði 1954 til 1970. Deilur land eigenda við eigendur eiturefna haugsins sem grafinn var á fjallinu, Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið um að skila landinu í viðunandi ástandi, hafa árangurslaust staðið yfir sl. 43 ár. Til jafnlengdar hafa báðir fyrrnefndir aðilar af mikilli hörku og ósanngirni neitað að taka minnstu ábyrgð á stöðu mála. Meðal annars að viðhöfðum jafn hæpnum rökum og að sök þeirra sé fyrnd. Auk þess hefðu Íslendingar og Bandaríkjaher við brottför hersins gert „gildan“ milliríkjasamning um að afsala í eitt skipti fyrir öll, öllum mögulegum bóta- eigna- og mannréttindum landeigenda. Í undirritaðri klausu 2. greinar samkomulagsins frá 7. júlí 1970 segir orðrétt: „Íslenska ríkisstjórnin afsalar sér hér með fyrir sína hönd og fyrir hönd allra íslenskra ríkisborgara, öllum kröfum gagn Bandaríkjum Ameríku fyrir skaða hjá fólki eða vegna eignatjóns sem upp gæti komið vegna komu þeirra til eða nota þeirra af þessari eign eða vegna nokkurra þeirra betrumbóta í því sambandi“ Alvarlegur afleikur íslenskra embættismanna Efni þessa samkomulags sem er um leið skrumskæling allra venjulegra réttlætissjónarmiða, getur ekki annað en talist til alvarlegra og óvenju lágkúrulegra embættis- afglapa íslenskra stjórnmála- og embættismanna, sem með þessum gjörningi dæmdu sjálfa sig til ævarandi skammar. Mannréttindi seld fyrir lítið Það var með öðrum orðum undirskrift og mannréttindaafsal þessa „samnings“, að embættismenn utanríkisráðuneytisins rembdust við að bjarga eigin skinni með því að halda innihaldi hans leyndu í lengstu lög fyrir landeigendum. Þetta ástand entist þar til Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætis ráðherra, hafði einlægni og kjark til að brjóta samsvarið bræðralag embættismanna utanríkis þjónustunnar, með því að afhenda fulltrúum landeigenda afrit þessa samnings á fundi í forsætis- ráðuneytinu. Um leið varð þessi ólöglegi gjörningur kærkomið vopn í höndum fulltrúa Bandaríkjahers, í þeim augljósa tilgangi að veifa plagginu sigri hrósandi framan í arftaka fyrri ráðuneytismanna. Klíku íslenskra embættismanna, sem lögðust í vörn Varnarliðs, gegn frekari fjáraustri þess í greipar óseðjandi íslenskra hermangara. Annar stjórnmálamaður úr hópi Framsóknar manna, Valgerður Sverris dóttir, afhenti land eigendum í ráðherra tíð sinni 2007, afrit annars ekki síður mikilvægs samkomu- lags sem beinlínis kvað á um skyldur hersins við upphreinsun lands, við brottför af leigðum land svæðum. Án stað- festingar; gerum við ráð fyrir að Valgerði eins og samherja hennar hafi einfaldlega ofboðið starfshættir ráðuneytis- manna við örvæntingar- fullar yfir hylmingar og svik. Ef sagan um land- læg embættis klúður opin berra íslenskra embættis manna verður einhvern tíma skrifuð, hlýtur samningur inn um Heiðarfjall að eiga heima í því riti. Venjulegt dót Varðandi samsetningu eiturefna- kokkteilsins sem grafinn var á fjallinu átti annað eftir að koma í ljós með árunum. Því miður hrinu engin slík rök á embættis- mannaklíku utanríkis- og umhverfis ráðuneyta, sem tvíefldust í forherðingu sinni gegn því að eitthvað yrði aðhafst í þessu máli. Meðal annars var í blaðaviðtali haft eftir ráðuneytisstjóra umhverfis- ráðuneytisins, að á Heiðarfjalli, hefði aðeins „venjulegt dót“ verið urðað. Keypt álit íslenskra „lögspekinga“ Til styrktar eitruðum málstað embættis manna utanríkis ráðu- neytisins hefur nokkrum tugum milljóna skattpeninga fólksins í landinu verið varið í kaup rök- þrota ráðuneytismanna á þremur viðamiklum „varnarálitum” „valinna“ manna og kvenna úr stétt hæstaréttar lögmanna, hverju um sig upp á tugi síðna. Allt í þeim tilgangi að sanna fyrir landeigendum að þeir eigi engan lagalegan rétt í þessu máli. Þessar ritgerðir eru ekki annað en aumkunarverðar tuggur rökleysu (copy paste) sem étnar voru upp hver á fætur annarri. Boðskapur sem keyptur var í þeim tilgangi að ata málstað landeigenda auri. Þá hafa stofnanir á borð við Hollustuvernd ríkisins ekki hikað við að stampa „vísindaheiðri“ sínum, ef einhver var til varnar hinu opinbera í þessu máli. Þetta gerðist þegar hækkað gildi blýmengunar var staðfest í lindum Eiðisbýlisins, og sú vandræðalega uppákoma var skýrð af þeirra hálfu, með að þetta blý hefði borist í sýnin úr mælitækjum viðkomandi stofnunar. Öðrum lykilstofnunum þjóðar- innar sem landeigendur hafa í meira en fjögurra áratuga sögu, grátið við hné, hefur líkt og öllum auðsveipum ríkisstarfs mönnum verið skipað af innmúraðri embættiselítu hermangara innan dyra utanríkisráðuneytisins, að þagga endanlega niður í landeigendum. Hvort sem var í eitt skipti eða fleiri og hvort sem í hlut átti: Héraðsdómur Reykjavíkur eða systurstofnun hans á Húsavík, Hæstiréttur Íslands, Umboðsmenn Alþingis, Ríkislögreglustjóri, Ríkissaksóknari eða aðrir. Nýjar baráttuaðferðir Hófust 2017 þegar landeigendum tókst á eigin kostnað að semja við hóp kanadískra vísindamanna, um að gera frumrannsókn byggða á efnagreiningum og vettvangsrannsóknum á Heiðarfjalli. Þetta er hópur vísindamanna sem hefur áratuga reynslu af rannsóknum og skipulagningu vinnu við stjórn upphreinsana á mörgum tugum systurstöðva H-2 radarstöðvarinnar á Heiðarfjalli, radarstöðva NATO og Bandaríkjahers í Kanada. Niðurstöður þessara rannsókna liggja endanlega fyrir; voru birtar í umfangsmikilli yfir 300 síðna skýrslu kanadísku háskólanna Royal Military College og Queen´s University, dagsettri 13. mars 2019. Meginkaflar rannsóknanna höfðu reyndar fyrr verið birtar og vakið athygli á umhverfisráðstefnu: Uarctic sem haldin var í Finnlandi 3.–5. september 2018, þar sem fjallað var um málefni norðurheimskautssvæðanna og mikilvægi heiðarlegrar umgengni við náttúruna á viðkvæmum svæðum. Á þeim vettvangi hefur íslenskum embættismönnum, á vægast sagt hæpnum forsendum, tekist að láta krýna sig til forystu í umhverfismálum meðal þjóða á norðurslóðum, þrátt fyrir að sömu aðilar gefi lítið fyrir tíu þúsund tonna eiturefnahaug á Heiðarfjalli; góðum mönnum til gremju og andskotanum til athlægis. – Hvenær er líklegt að utanríkisráðuneytið eða íslensk heilbrigðisyfirvöld, bandaríski herinn og NATO axli ábyrgð í þessu máli? Á þessum tímamótum telja landeigendur sig ekki hafa neinum samfélagsskyldum að gegna, annarra en þeirra sjálfra og kannski velferðar nokkur hundruð sauðfjár og hrossa, gagnvart alvarleika þeirra niðurstaðna sem koma fram í þessum skýrslum. Engu að síður hefur hvarflað að mönnum að eðlilegt gæti talist að vara bændur í sveitinni við, í anda varnaðarorða sem birtast í annars varfærnum yfirlýsingum kanadísku vísindamannanna, eins og þrjár eftirfarandi málsgreinar RMC - Royal Military College skýrslunnar sýna. Eftirfarandi málsgreinar eru teknar orðréttar úpp úr RMC skýrslunni: „Of special concern are the concentrations of PCBs (28.000 mg/kg) in the soils collected at the Tropo Building. As one of the few Structures remaining on site, an occational visitor would frequent this area. It is recommended that a signage be erected for the site and on the Tropo Building to warn visitors of the potential hazards.” Sérstakar áhyggjur vekur magn PCB efna sem mældust vera 28.000 mg/kg í jarðvegssýnum teknum við einu uppistandandi bygginguna sem eftir er á Heiðarfjalli, staður þar sem líkur eru á heimsóknum ferðamanna. Þess vegna er mælt með að upp verði sett LESENDABÁS Heiðarfjall á Langanesi: Alvarleg eiturefnamengun staðfest Tropo byggingin sem eftir stendur af H-2 herstöðvarmannvirkjunum á Heiðarfjalli. Um hana segir m.a. í rannsóknarskýrslu Royal Military College: – „Of special concern are the concentrations of PCBs (28.000 mg/kg) in the soils collected at the Tropo Building. As one of the few Structures remaining on site, an occational visitor would frequent this area. It is recommended that a signage be erected for the site and on the Tropo Building to warn visitors of the potential hazards.” Mynd / HKr. Jarðvegsrannsóknir RMC - Royal Military College á Heiðarfjalli. Í skýrslunni er lýst miklum áhyggjum yfir því að villt dýr sæki reglulega á þetta svæði á Heiðarfjalli þar sem þau komist m.a. í mengað vatn. Eitruð efni eins og PCB geti einnig hæglega borist í búfénað á svæðinu. Loftmynd af H-2 Langanes radarstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli. Myndin var tekin á sjötta áratug síðustu aldar. Tropo byggingin er í gulum ramma efst á myndinni en grunnvatnssvæðið sem rannsakað var er innan bláu punktalínunnar. Mynd / RMC

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.