Bændablaðið - 12.09.2019, Síða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019
LANDGRÆÐSLAN
Skógarmeindýr og loftslagsbreytingar
Undanfarið hefur töluvert
borið á umræðu um að
áætlanir stjórnvalda um að
leggja áherslu á endurheimt
birkiskóga til mótvægis gegn
loftslagbreytingum séu ekki
raunhæfar sökum tveggja nýrra
birkimeindýra sem hingað
hafa borist að undanförnu;
birkikembu og birkiþélu.
Höfundur þessa pistils hefur
starfað við rannsóknir á meindýrum
á trjágróðri um þriggja áratuga
skeið og fylgst með landnámi og
skaðsemi nýrra skógarmeindýra.
Þær rannsóknir voru teknar saman
í yfirlitsgrein sem birtist í ritinu
Icelandic Agricultural Sciences
árið 2013. Síðan hafa bæst við
nokkrar tegundir og var gerð grein
fyrir þeim í Riti Mógilsár 2019.
Nú eru alls þekktar 28 tegundir
skordýra og ein tegund mítla
sem hér hafa numið land og lifa
á trjágróðri. Fyrir voru í landinu
52 tegundir skordýra sem lifa á
trjágróðri. Um þriðjungur allra
innfluttra skógarmeindýra valda
verulegu eða miklu tjóni. Veruleg
aukning hefur orðið á landnámi
skógarmeindýra eftir 1990, samfara
hlýnun. Síðan hefur legið nærri að
ein ný skógarmeindýrategund hafi
numið land annað hvort ár.
Hröð útbreiðsla birkikembu og
birkiþélu og skemmdir sem þær
hafa valdið er verulegt áhyggjuefni,
enda er velþekkt að nýir skaðvaldar
geti valdið stórfellum skaða á
innlendum trjágróðri. Nýlegt
dæmi er askbarkbjallan sem barst
til Norður Ameríku um 2000 og
hefur drepið þar ask í stórum stíl,
enda virðist engin þarlend tegund
asks hafa viðnám gegn bjöllunni.
Ekkert bendir til þess að
birkikemba eða birkiþéla muni
ganga svo hart fram, en óefað
munu þær hafa áhrif á vöxt birkis
og þar með getu skemmdra trjáa til
að binda kolefni. Hinsvegar er óvíst
hvort þessar meindýrategundir
muni hafa merkjanleg áhrif
á kolefnisbindingu íslenskra
birkiskóga, til þess skortir
rannsóknir. Rannsóknir hafa sýnt
að íslenskt birki er erfðafræðilega
fjölbreytt og að mismunandi
stofnar þess eru misnæmir
fyrir ásókn birkikembu. Þessi
fjölbreytni er mikilvæg trygging
gagnvart skakkaföllum eins og
skordýrafaröldrum.
Sá eiginleiki birkisins að byrja
snemma að tímgast og dreifast
með fræi flýtir aðlögun þess að
breyttum aðstæðum, til dæmis
skordýrafaröldrum.
Það er einnig velþekkt að nýir
skaðvaldar geta valdið miklum
skaða á ræktuðum innfluttum
trjágróðri. Furulúsin sem hingað
barst um 1937 er nærtækt dæmi um
slíkt. Aðrir skaðvaldar sem hingað
hafa borist hafa einnig valdið
verulegum usla, má þar nefna
sitkalús, lerkiátu og asparryð. Allir
þessir skaðvaldar draga úr vexti
skóga og þar með kolefnisbindingu.
Allar megintrjátegundir sem nú eru
notaðar í skógrækt hér á landi eru
hrjáðar af einhverjum skaðvöldum.
Allar geta þær lent í skakkaföllum
af völdum nýrra skaðvalda. Sú
hætta sem blasir helst við nú
er sjúkdómurinn Phytophthora
ramorum, sem breiðst hefur ört út
á Bretlandseyjum og valdið miklu
tjóni í lerkiskógum.
Saga undanfarinna áratuga
sýnir að þess má vænta að hér nemi
land ný skógarmeindýrategund
annaðhvort ár og ein af hverjum
þremur tegundum sé skaðleg eða
mjög skaðleg. Þar við bætast
svo trjásjúkdómar. Við verðum
að gera okkur grein fyrir þessari
hættu og bregðast við henni. Um
þetta verður fjallað á norrænni
ráðstefnu sem haldin verður á
Hótel Örk í Hveragerði þann 17.
september. Þar munu fremstu
sérfræðingar Norðurlanda á
þessu sviði greina þá hættu sem
steðjar að norrænum skógum af
völdum nýrra skaðvalda. Á slíkum
greiningum eigum við að byggja
okkar viðbrögð.
Guðmundur Halldórsson,
sérfræðingur hjá
Landgræðslunni
Guðmundur Halldórsson. Lirfa birkiþélu í skemmdu birkiblaði. Mynd / Áskell Þórisson
LESENDABÁS
Vilji kúabænda að leiðarljósi
Sumri hallar og haustverkin taka
við af sumarverkunum. Heilt yfir
virðist góður fóðurforði hafa náðst
og ágætlega gengið að heyja.
Hluti af haustverkunum að
þessu sinni er að ljúka endurskoðun
búvörusamninga. Eftir aðalfund
Landssambands kúabænda, sem
haldinn var snemma síðastliðið
vor, var samninganefnd bænda
klár í þá vinnu. Ríkið skipaði svo
samninganefnd af sinni hálfu og
veitir Unnur Brá Konráðsdóttir henni
formennsku. Það er skemmst frá því
að segja að haldnir voru 5 fundir
áður en við misstum stjórnsýsluna í
sumarleyfi en eins og allir vita sem
komið hafa nálægt vinnu í svona
umhverfi þá gerist fátt á þeim tíma
og fram yfir verslunarmannahelgi,
þetta er náttúrulögmál.
Þessir fyrstu fundir voru nýttir til
að stilla saman strengi. Ná saman um
hvað skyldi leggja áherslu á, hverju
þyrfti að breyta í samningunum,
lögum og reglugerðum þeim
tengdum.
Greiðslumark og verðlagning
efst á baugi
Aðilar eru sammála um að tvö
stærstu málin sem nauðsynlegt er
að taka á í þessari endurskoðun séu
greiðslumarks- og verðlagningarmál.
Eins og flestir vita sennilega
kusu kúbændur á þann veg að
framleiðslustýringu skyldi viðhaldið
í formi greiðslumarks eða kvóta.
Það er breyting frá núgildandi
samningi sem gerir ráð fyrir að
framleiðslustýring leggist af.
Einnig var, á sínum tíma, ákveðið
að fresta gildistöku 12. greinar
búvörusamningsins sem fjallar um
verðlagningarmál. Nauðsynlegt
er að taka upp sveigjanlegra kerfi
verðlagningar svo takast megi
með betri hætti á við breytingar á
markaðsumhverfi og neysluvenjum
fólks.
Þær línur sem lagðar eru af hálfu
bænda í þessum viðræðum eru
byggðar á ályktunum aðalfundar
LK og hefur framkvæmdastjóri
LK rakið þær áherslur ágætlega í
nýlegum pistli á naut.is.
Kvótamarkaðurinn frosinn
Staðan sem nú er uppi í greininni
er ekki neitt sem kemur á óvart.
Innlausnarmarkaður með kvóta er
frosinn, þ.e. að lítið framboð er á
greiðslumarki. Bændur sem ætla
sér að hætta búskap halda að sér
höndum í þeirri von að það komist
í gang kvótamarkaður sem gæti
gefið þeim hærra verð en núna
býðst á innlausnarmarkaði. Þetta var
fyrirséð. Það var algjörlega ljóst frá
því að skrifað var undir núverandi
samning að þessi staða kæmi upp.
Reynt var að stefna gegn vilja
meirihluta íslenskra kúabænda – að
afleggja kvótakerfið og innleiða nýtt
kerfi. Það kann aldrei góðri lukku að
stýra þegar farið er svo mjög gegn
grasrótinni, alveg sama á hvaða
vettvangi það er gert.
Réttum kúrsinn
Afleiðingarnar birtast okkur núna
með þessum hætti sem rakinn er hér
á undan, þ.e. kerfi í pattstöðu. Við
sem sitjum í brúnni, ásamt öllum
íslenskum kúabændum, erum nú
með það verkefni í höndunum að
snúa af þessari stefnu, verkefni sem
við vissum að kæmi upp, verkefni
sem okkur var úthlutað og munum
stýra af festu. Það er okkar skylda
að gæta að hag og framtíð íslenskrar
mjólkurframleiðslu og það gerum
við!
Nú eru aðilar aftur að setjast niður
eftir sumarfríin enda margt sem þarf
að klára þar sem endurskoðaður
samningur þarf að fara í gegnum
þingið núna í haust. Það verður
fagnaðarefni þegar loksins verður
settur punktur aftan við þá óvissu
sem greinin hefur þurft að búa við
frá upphafi þessarar vegferðar um
afnám kvótakerfisins, vegferðar
sem fáir báðu um og hefur reynst
greininni ansi dýrkeypt.
Hranastöðum
í byrjun september 2019
Arnar Árnason,
formaður Landssambands
kúabænda, arnar@naut.is
Arnar Árnason.
Er þitt bú
öruggur
og góður
vinnustaður?
PO
RT
h
ön
nu
n
Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi
og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is
fjórhjól Eru
Ekki lEiktæki
barna
á síðustu árum hafa orðið
mörg slys af völdum fjór-
hjóla. í flestum tilvikum eru
þessi tæki án veltigrindar.
Gæta skal varúðar við notkun
fjórhjóla og ætíð nota tilskilinn
hlífðarbúnað.
Fjórhjól eru ekki leiktæki barna.