Bændablaðið - 12.09.2019, Síða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201948
MATARKRÓKURINN
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
Hjónin Þorvaldur og Ragnheiður
tóku við Litlu-Reykjum af
foreldrum Þorvaldar, þeim
Þórarni og Sigríði, árið 1984.
Ragnheiður lést svo árið 2014.
Árið 1986 var byggt 24 bása fjós
með mjaltagryfju, árið 2004 var
því fjósi breytt í lausagöngu.
Árið 2016 var byggt nýtt
lausagöngufjós með 72 básum og
mjaltaþjónninn kom til sögunnar
sumarið 2017.
Býli: Litlu-Reykir.
Staðsett í sveit: Flóahreppur.
Ábúendur: Þorvaldur Þórarinsson.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Þorvaldur. Á sama hlaði býr Sigríður,
mamma Þorvaldar, og Unnur, dóttir
hans, ásamt manni og 2 börnum.
Þorvaldur á 3 dætur að auki og
barnabörnin eru 6.
Stærð jarðar? 220 ha, þar af 80 ha
ræktað land
Gerð bús? Blandað bú.
Fjöldi búfjár og tegundir? 150
nautgripir, þar af 55 mjólkurkýr.
115 vetrarfóðraðar kindur og 30
hross.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Byrjar og endar á fjósverkum. Annað
mjög árstíðabundið, kindurnar eiga
vorið (ásamt jarðvinnu) og nokkra
haustdaga, annars snýst þetta mest
um nautgripina.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Vorverkin eru
skemmtilegust. Leiðinlegast er
að gefa kálfum úr pela.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm
ár? Meiri kvóti en annars með
svipuðu sniði.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Þeir standa
sig vel sem nenna að standa í því.
Hvernig mun íslenskum
landbúnaði vegna í framtíðinni?
Ef íslenskar afurðir verða vel merktar
fyrir neytendur er framtíðin björt.
Merkilegt hvað það getur verið
erfitt að finna út hvers lenskar
landbúnaðarafurðirnar eru, sem
eru í boði í verslunum.
Hvar teljið þið að
helstu tækifærin séu
í útflutningi íslenskra
búvara? Bæði í lambakjöti
og mjólkurvörum.
Hvað er alltaf til í
ís skápnum? Mjólk, skyr,
rjómi og smjör.
Hver er vinsælasti
maturinn á heimilinu?
Lambakjöt.
E f t i r m i n n i l e g a s t a
atvikið við bústörfin?
Þegar kýrnar sluppu út
eina nóttina í febrúar.
Kolniðamyrkur og
fljúgandi hálka urðu til
þess að mjög erfitt var að
ná þeim inn og a.m.k. 10
kýr stórslasaðar. Það var
ekki skemmtileg aðkoma.
Grilluð kjúklingasamloka með ferskum blómum
Nú fer að verða síðasti séns að
borða uppskeruna úr garðinum
fyrir fyrstu frost og þá eiga blómin
ekki að verða útundan – geta bætt
bragð og boðið upp á tilbreytingu í
salatinu og samlokugerðinni.
Túnfífill (Taraxacum officinale)
Það sem er skemmtilegt við
túnfífilinn er að hann er allur ætur;
blóm, stilkur og lauf. Blóm hafa
hunangsbragð þegar þau eru tínd ung,
en eldri blóm hafa beiskara bragð.
Þið getið notað ung lauf í salöt. En þó
að öll plantan sé æt, er mikilvægt að
gæta varúðar við uppskeru túnfífla.
Þessi planta er talin illgresi í íslensku
landslagi og er oft úðuð með eitri.
Fjólur – Pansy (Viola)
Fjólublómin hafa grösugt, grænt
bragð og eru sérstaklega vinsæl
blóm til að setja saman við salatið
vegna mikils fjölbreytni í litum. Þú
getur líka sett þau í sykur. Dökklituð
blóm geta litað tunguna þína dökka
tímabundið.
Skjaldflétta – Nasturtium
(Tropaeloum majus)
Bæði blómin og blöðin af skjaldfléttu
hafa piparbragð - skemmtilegt að
nota ferskt í salöt fyrir piprað bragð.
Skjaldfléttur hafa einnig mikið
magn af C-vítamíni og geta eflt
ónæmiskerfið og hjálpað til við að
berjast gegn hálsbólgu, kvefi, hósta
og bakteríum og sveppasýkingum.
Grilluð kjúklingasamloka með
ferskum blómum
Lykilatriðið í að gera þessar
samlokur gómsætar er að grilla
kjúklingalæri eða lundir og grilla
grænmetið líka. Blanda þessu svo
saman við majónes, pestó og tómata
– og bera fram á mjúku focaccia-
brauði eða grilluðu súrdeigsbrauði.
Framreiðið með ætum blómum
eða túnfíflum.
› 1 búnt fífill eða önnur æt blóm, til
dæmis skjaldflétta
› ½ agúrka, sneidd
› 1 tómatur, skorinn
› 2 msk. balsamicedik
› 2 msk. jómfrúarólífuolía
› 1 msk. hlynsíróp
› 1 tsk. dijon-sinnep
› safi úr 1/2 appelsínu
› mulinn pipar eftir smekk
Byrjið á dressingunni með því
að blanda öllu hráefninu saman
nema olíunni í litla skál. Blandið
þessu vel saman og bætið síðan
ólífuolíunni saman við. Hrærið
aftur í blöndunni.
Blandið salatinu saman við
kjúkling og grænmeti og toppið
með agúrku og blómum. Setjið ögn
af dressingu yfir áður en borið er
fram. Njótið!
Hvenær sem við grillum finnst
mér gaman að bæta við nokkrum
ferskum ávöxtum á grillið. Ég hef
grillað ananas, epli og ferskjur, sem
er mjög einfalt að útbúa.
Ég krydda ferskjurnar með
uppáhalds kryddblöndunni minni
og bæti við ögn af sykri. Gott að
njóta með vanilluís eða grískri
jógúrt.
Kryddaðar grillaðar ferskjur með
rósmarín
› 6 ferskjur skornar í helminga
› 2 msk. 5-krydd eða
ferskt rósmarín
› 2 msk. sykur
› 1 msk. ólífuolía
Hitið grillið.
Bætið við 5-krydd (eða rósmarín),
ferskjum, sykri og ólífuolíu í stóra
skál. Blandið saman þar til þær
eru er vel hjúpaðar.
Setjið ferskjur á grillið, snúið
þeim niður í um það bil 3 til 5
mínútur. Snúið þeim við og grillið
í um það bil 1 mínútu. Ferskjurnar
ættu að vera með grillrendur, en
samt svolítið stífar viðkomu til að
halda löguninni.
Takið ferskjurnar af grillinu og
njótið – jafnvel með ís.
Bjarni Gunnar Kristinsson
Matreiðslumeistari
Litlu-Reykir