Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019 49 Nú fer að kólna og þá er gott að eiga eina hlýja og létta peysu að grípa í. Peysan er prjónað ofan frá og niður. Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL) Yfirvídd: 104 (112) 120 (132) 142 (154) cm Garn: Drops Brushed Alpaca Silk (fæst í Handverkskúnst) - Skógargrænn nr 11: 100 (100) 100 (125) 125 (150) g - Grár nr 03: 125 (125) 150 (150) 175 (175) g - Ljósgrár nr 02: 125 (125) 125 (150) 150 (175) g Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 6 og 8 Prjónfesta: 10,5 lykkjur x 14 umferðir í sléttu prjóni með 3 þráðum = 10 x 10 cm. Rendur-1: Allar rendurnar eru prjónaðar með 3 þráðum. Rönd 1: 7 (7) 8 (8) 8 (9) cm með 2 þráðum af skógargrænum og 1 gráum. Rönd 2: 14 (14) 16 (16) 16 (18) cm með 2 þráðum af gráum og 1 skógargrænum. Rönd 3: 7 (7) 8 (8) 8 (9) cm með 1 þræði af skógargrænum, 1 af gráum, 1 af ljósgráum. Rönd 4: 7 (7) 8 (8) 8 (9) cm með 2 þráðum af gráum og 1 af ljósgráum. Rönd 57 (7) 8 (8) 8 (9) cm með 1 þræði af gráum og 2 af ljósgráum. Rönd 6: Prjónið með 3 þráðum af ljósgráum til loka. Rendur-2 (á við um ermar): Allar rendurnar eru prjónaðar með 3 þráðum. Haldið áfram með Rendur-1, þar til 3. röndin hefur verið prjónuð til loka. Ermin mælist nú ca 8 (6) 8 (6) 4 (6) cm frá skiptingu. Prjónið nú rendur þannig: Rönd 4: 13 (13) 12 (12) 12 (11) cm með 2 þráðum af gráum og 1 ljósgráum. Rönd 5: 13 (13) 12 (12) 12 (11) cm með 1 þræði af gráum og 2 af ljósgráum. Rönd 6: Prjónið með 3 þráðum ljós grár til loka. Laskalína Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjum fleiri í umferð). Prjónið þar til 1 lykkja er eftir að prjónamerki, sláið uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið uppá prjóninn. Endurtakið við hver samskeyti. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Úrtaka (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Aðferð: Fitjið upp 48 (52) 52 (52) 56 (56) lykkjur á hringprjón nr 6 með 3 þráðum skógargrænum. Tengið í hring og setjð prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið 1 umferð slétt og síðan stroff (2 slétt, 2 brugðið) 4 cm. Berustykki: Prjónið 1 umferð slétt og aukið er út um 10 (10) 10 (14) 18 (22) lykkjur jafnt yfir umferðina = 58 (62) 62 (66) 74 (78) lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig: eftir 10 (11) 11 (12) 14 (15) lykkjur (= hálft bakstykki), eftir 8 lykkjur (= ermi), eftir 21 (23) 23 (25) 29 (31) lykkjur (= framstykki), eftir 8 lykkjur (= ermi), nú eru 11 (12) 12 (13) 15 (16) lykkjur eftir að upphafsprjónamerki (= hálft bakstykki). Skiptið yfir á hringprjón nr 8. Prjónið áfram slétt og prjónið Rendur-1 – sjá útskýringu að ofan. Jafnframt í fyrstu umferð byrjar útaukning fyrir laskalínu – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 12 (13) 15 (16) 16 (17) sinnum = 154 (166) 182 (194) 202 (214) lykkjur. Haldið síðan áfram með útaukningu í annarri hverri umferð á framstykki og bakstykki (ekki er aukið út yfir ermar = 4 lykkjur fleiri í umferð) 2 (2) 2 (2) 3 (4) sinnum til viðbótar = 162 (174) 190 (202) 214 (230) lykkjur. Prjónið án útaukninga út þar til stykkið mælist 21 (23) 25 (27) 29 (31) cm frá stroffi á hálsmáli. Skipting bols og erma: Prjónið 24 (26) 28 (30) 33 (36) lykkjur (hálft bakstykki), setjið næstu 32 (34) 38 (40) 40 (42) lykkjur á band fyrir ermi og fitjið upp 6 (6) 6 (8) 8 (8) lykkjur prjónið næstu 49 (53) 57 (61) 67 (73) lykkjur (framstykki), setjið næstu 32 (34) 38 (40) 40 (42) lykkjur á band fyrir ermi og fitjið upp 6 (6) 6 (8) 8 (8) lykkjur, prjónið 25 (27) 29 (31) 34 (37) lykkjur (hálft bakstykki). Héðan ern ú mælt. Fram- og bakstykki = 110 (118) 126 (138) 150 (162) lykkjur. Haldið áfram með Rendur-1 þar til stykkið mælist 20 cm, setjið lykkjur af framstykki á þráð = 55 (59) 63 (69) 75 (81) lykkjur. Prjónið síðan fram og til baka yfir 55 (59) 63 (69) 75 (81) lykkjur á bakstykki. Fitjið upp í lok næstu tveggja umferða 1 lykkju = kantlykkja. Kantlykkjurnar eru prjónaðar í slétt í öllum umferðurm. Þegar stykkið mælist 31 cm er aukið út um 7 (7) 11 (13) 15 (17) lykkjur jafnt yfir umferð = 64 (68) 76 (84) 92 (100) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 6. Prjónið stroff þannig: 1 kantlykkja, (2 slétt, 2 brugðið) þar til 3 lykkjur eru eftir af umferð, 2 slétt, 1 kantlykkja slétt. Þegar stroffið mælist 4 cm, er fellt af með sléttum og brugðnum lykkjum Klippið frá og festið enda. Bakstykkið mælist ca 60 (62) 64 (66) 68 (70) cm frá öxl og niður. Setjið til baka 55 (59) 63 (69) 75 (81) lykkjur af bandi á hringprjón nr 8. Prjónið með 3 þráðum af ljósgráum til loka. Prjónið 2 umferðir slétt prjón þar sem aukið er út um 7 (7) 11 (13) 15 (17) lykkjur jafnt yfir, jafnframt er fitjuð upp 1 ný lykkja í lok þessa 2ja umferða fyrir kantlykkjur = 64 (68) 76 (84) 92 (100) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 6. Prjónið nú stroff þannig: kantlykkja slétt, (2 slétt, 2 brugðið) þar til 3 lykkjur eru eftir af umferð, 2 slétt, kantlykkja slétt. Þegar stroffið mælist 4 cm er fellt af með sléttum og brugðnum lykkjum. Saumið e.t.v. saman op í hvorri hlið. Framstykki er ca 10 cm styttra en bakstykki og mælist ca 50 (52) 54 (56) 58 (60) cm frá öxl og niður. Ermi: Setjið til baka 32 (34) 38 (40) 40 (42) lykkjur af bandi á hringprjón/sokkaprjóna nr 8 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6 (6) 6 (8) 8 (8) lykkjum sem fitjaðar voru upp á bol = 38 (40) 44 (48) 48 (50) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýju lykkjurnar. Prjónið samkvæmt rendur-2, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 4½ (3½) 3 (2) 2 (2) cm millibili alls 7 (8) 9 (11)-10-11 sinnum = 24 (24) 26 (26) 28 (28) lykkjur. Þegar ermin mælist 38 (36) 35 (33) 31 (30) cm er aukið út um 4 (4) 6 (6) 8 (8) lykkjur jafnt yfir. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 6 og prjónið stroff (2 slétt, 2 brugðið) 4 cm. Fellið af með sléttum og brugðnum lykkjum. Prjónið hina ermina alveg eins. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Blæbrigði skógarins HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 2 9 4 9 7 5 8 3 5 6 8 4 3 5 3 9 6 1 2 7 2 9 8 6 8 7 4 6 5 1 3 7 1 2 9 Þyngst 9 3 1 1 8 4 8 9 7 9 4 2 7 5 3 3 7 7 8 1 5 4 6 3 6 8 2 7 4 4 2 9 2 4 6 9 8 6 4 8 9 3 7 5 1 2 1 4 7 9 5 9 8 6 2 4 1 3 5 2 7 6 1 9 5 4 7 4 2 2 4 9 1 8 Gert ótrúlega margt klikkað FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Emilía Alís er 11 ára ljón frá Höfn í Hornafirði. Nafn: Emilía Alís Karlsdóttir. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Höfn. Skóli: Grunnskóli Hornafjarðar. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Gestur. Uppáhaldsmatur: Píta. Uppáhaldshljómsveit: Margar. Uppáhaldskvikmynd: Pirates of the Carribean. Fyrsta minning þín? Ég á svo margar góðar minningar, man ekki eftir þeirri fyrstu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég hef ekki tekið ákvörðun um það ennþá. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er ótrúlega margt. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór á nokkur fótboltamót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.