Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 4
Dagfríður Halldórsdóttir form. Félags nýrnasjúkra Af Félagi nýrnasjúkra Félag nýrnasjúkra var stofnað í Reykjavík 30. okt. 1968. í fyrstu stjórn voru kosin: Dagfríður Halldórsdóttir, Magnús Böðvarsson, Nanna Baldursdóttir, Guðlaugur Þórðarson, Jónína Daníelsdóttir og T orfhildur Þorvaldsdóttir auk 5 manna varastjómar. Aðdragandi að stofnun félagsins var sá að hjúkrunarfólk, aðstandendur og sjúklingar með langvinna nýrna- bilun ákváðu að taka höndum saman og vinna að hagsmunum nýmasjúkra. Stofnfélagar voru u.þ.b. 80 og hefur sú tala aukist smátt og smátt og eru félagar í dag 148, þar af eru 5 búsettir erlendis, 63 úti á lands- byggðinni, en 79 eru búsettir á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Afþessumásjá að félagsmenn eru um landið allt, svo félagið kallast landssamtök þó ekki sé enn mögulegt að mynda svæðasam- tök vegna fámennis. Að jafnaði mæta milli 30—40 á fundi, stundum fleiri, stundum færri, þannig að félagið má vera ánægt með fundarsókn. Tilgangur félagsins er m.a.: — aðgætahagsmunasjúklingameð þráláta nýrnasjúkdóma, einkum og sér í lagi hagsmuna skilunar- sjúklinga og nýmaþega, — að auka þekkingu manna á nýrnasjúkdómum og kjörum nýmasjúklinga, — að auka og bæta möguleika á skilun innanlands og utan, — að skapa grundvöll fyrir því að sérhverjir skilunarsjúklingar og fjölskyldur þeirra geti lifað eins eðlilegu lífi og aðstæður leyfa, — að stuðla að félagslegum og lagalegum aðgerðum til að greiða fyrir um útvegun nýrna til ígræðslu. Auk stjómar starfa 4 nefndir. Fræðslunefnd sér um útgáfu ýmiss konar fræðsluefnis fyrir nýmasjúkl- inga og almenning. Nefndin hefur gefið út nokkra fræðslubæklinga um nýru og nýmabilun, upplýsingabækl- ing um félagið og starfsemi þess, auk þess sem nefndin kom málefninu á framfæri við almenning í blaðaviðtali. Dagfríður Halldórsdóttir. Fræðslufundir eru haldnir öðru hvoru. Skemmtinefnd sér um skemmti- fundi og ferðalög. Farnar hafa verið sumarferðir í nokkur ár, það eru dagsferðir til fallegra staða, eins og t.d. Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Þá hefur félagi okkar og kona hans tekið ámóti hópum í sumarhúsi þeirra austur í Skyggnisskógi í afskaplega fallegu umhverfi. Félagið býður jafnan í þessar ferðir. Nokkrum sinnum hefur verið spiluð félagsvist og skemmta þeir sér hið besta sem mæta. Árviss viðburður er jólafundurinn sem haldinn er með hefðbundnu sniði og eru þetta mjög falleg og notaleg kvöld. Ritnefnd sér um útgáfu málgagns félagsins sem er fréttabréfið NÝR AÐ og er stefnt að því að það komi út einu sinni til tvisvar á ári. Styrktar- og minningarsjóður nýrnasjúkra var stofnaður fyrir nokkrum árum til minningar um unga telpu sem lést úr nýrnabilun. Fjáröflunarnefnd starfar að öflun fjár til starfsemi félagsins. Helzta fjáröflunarleiðin erútgáfaogsalajóla- korta, en félagsmenn hafa verið mjög ötulir og duglegir, svo ekki sé meira sagt, að pakka og selja kortin. Ekki má láta hjá líða að geta vel- gjörðarmanns félagsins sem er Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Auk beinna peningagjafa hefur hann veitt félaginu afnotaf skrifstofuEllihjálpar- innar, þar sem félagið hefur opið á miðvikudögum milli 14 og 16. Er þetta ómetanlegur stuðningur fyrir lítið félag. Fjármunir félagsins hafa því gengið nær óskertir til félagsmanna og Blóðskilunardeildar Landspítala (Gervinýra) þar sem sjúklingar með

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.