Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 18
Arni Hjartarson Umsjónarfélag einhverfra Umsjónarfélag einhverfra er félagsskapur þeirra sem áhuga hafa á málefnum fólks, sem haldið er einhverfu. Þar koma saman aðstand- endur og velunnarar einhverfra og fagfólk á sviði umönnunar. Félagið berst fyrir hagsmunamálum einhverfra og sinnir upplýsinga- og fræðslumál- um fyrir félagsmenn sína. Umsjónar- félagið var stofnað árið 1977 og hefur starfað ötullega síðan. Það hefur að- setur sitt í lítilli kjallaraskrifstofu á Laufásvegi 4. Núverandi stjóm félags- ins er þannig skipuð: Jarþrúður Þór- hallsdóttirformaður, OlafurH. Sigur- jónsson gjaldkeri, Kristín Kristmunds- dóttir ritari og meðstjómendur eru Jón Sigurmundsson og Helga Ing- ólfsdóttir. Umsjónarfélagið á aðild að Þroskahjálp og Öryrkjabandalaginu. Vigdís Finnbogadóttir er vemdari fé- lagsins. Aður en lengra er haldið er rétt að lýsa því í fáum orðum hvað einhverfa er. Ilvað er einhverfa? Einhverfa er fremur fágæt þroska- lömun sem snertireinkum afmarkaða þætti vitsmunanna. Orsakir hennar mega heita óþekktar, en þó er augljóst að einkennin stafa af truflunum í starf- semi heilans. Þau lýsa sér í miklum erfiðleikum við að ná venjulegum tengslum við fólk. Oft er eins og einhverfir reyni að forðast félagsleg samskipti, en lifi í undarlegum innri heimi, einangraðir frá umhverfi sínu. Málþroski er mjög hægur og um helmingur einhverfra lærir aldrei að tala. Aráttukennd hegðun er mjög áberandi, síendurtekin athöfn eða leik- ur, síendurtekin spuming eða full- yrðing. Avarpi svaraþeiroftalgerlega út í hött. Einhverfa er meðfædd, en í sumum tilvikum verður hennar ekki vart fyrr en á öðru, þriðja eða jafnvel fjórða aldursári. í 250.000 manna samfélagi, eins og á íslandi, má gera ráð fyrir að þrjú til fjögur tilfelli komi upp á ári hverju að meðaltali og það undarlega er, að einhverfan er þrisvar tilfjórumsinnum algengarihjádrengj- um en stúlkum. Einhverf böm þurfa yfirleitt á sérhæfðri meðhöndlun að halda, sem er ólík þeirri sem flestum öðrum þroskaheftum hentar best. A barna- heimilum eða í skóla falla þau illa inn í heildina, hafa lítinn eða engan sam- vinnuvilja en geta verkað truflandi í Árni Hjartarson. hópnum. Einhverfa er nánast ólækn- andi, hún er ástand sem varir æ vilangt. Aðeins einn af hverjum fimm nær þeirri hæfni að geta lifað tiltölulega sjálfstæðu lífi á fullorðinsárum. Fjórir af hverjum fimm náaldrei þeirri hæfni og þurfa ævilanga umönnun og aðstoð samfélagsins. Einhverfireinstaklingar hafa orðið frægir fyrir afburða sérgáfu á afmörkuðum sviðum svo sem í stærðfræði og tónlist. Slíkar gáfur eru þó fágætar. Svo eru einnig til einstök dæmi um einhverfa sem náð hafa langt í samfélaginu, jafnvel orðið rithöfund- ar eða prófessorar. Umsjónarfélagið Sérstaðan og sérþarfirnar hafa orðið til þess að víða um heim hafa sprottið upp félög til að sinna hags- munum einhverfra og aðstandenda þeirra. Island var þar engin undantekn- ing. UpphaflegahétfélagiðUmsjónar- félag einhverfra barna, en börn vaxa úr grasi og verða unglingar og síðan fullvaxta fólk en þau halda áfram að veraeinhverf. Þaðeldistekki af. Félag- ið óx úr grasi eins og skjólstæðingar þess og nafn þess var stytt. Nú vinnur það að hagsmunamálum einhverfra á öllum aldri. Helstu baráttumál félagsins voru: * að koma á fót stofnunum við hæfi einhverfra, svo sem meðferðar- deild við bamaspítala, meðferðar- heimili, dagvistun, skammtímavistun, sambýlum, vemduðum vinnustöðum o.fl, * að sjáfyrirnægri og ákjósanlegri kennslu fyrir einhverf böm, * að stuðla að menntun og sér- hæfingu fólks í meðferð og umönnun einhverfra og vinna almennt að hags- munamálum þeirra, * að vera vettvangur fyrir gagn- kvæman stuðning foreldra einh verfra bama. Mörg af þessum markmiðum hafa náðst fram. Böm með einhverfu hafa fengið meðferð á barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans að Dalbraut, að Lyngási og á meðferðarheimil- unum í Trönuhólum og Sæbraut. Við Digranesskóla í Kópavogi hefur und- anfarin ár verið rekin sérkennsludeild fyrir einhverfa, en aðrir hafa gengið í Safamýrarskóla eða Öskjuhlíðar- skóla. Dagvistun og skammtíma- vistun hafa einnig verið á boðstólum og síðastliðið haust gafst kostur á vernduðum vinnustað. Auk ofangreindra mála hefur félagið * annast tengsl við hliðstæð félög erlendis, * staðið fyrir fræðslu og fyrir- lestrahaldi um einhverfu fyrir félags- menn sína, fagfólk og almenning, * boðið sérfræðingum til landsins, * styrkt ferðir íslensks fagfólks á ráðstefnur og námskeið erlendis, * reynt eftir bestu getu að fylgjast með nýjungum á sviði rannsókna og umönnunar einhverfra. Þótt margt hafi áunnist er starfsemin þó jafn brýn nú og hún hefur alltaf verið því það kostar ekki síður baráttu að halda því sem áunnist hefur en koma nýjum málum í höfn. Það hefur sannast áþreifanlega að undanförnu.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.