Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 11
auðir.
Tillögurnar í heild fara hér á eftir:
1. Fundurinn samþykkir að taka
lán að upphæð kr. 30 milljónir hjá
Landsbréfum h.f. Lánið verður til 8
ára án affalla með breytilegum
vöxtum. Lán þetta á að nota til greiðslu
skuldaskilasamninga vegna Glits h.f.
2. Stjórn Ö.B.Í. beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til stjómar Hússjóðs
Öryrkjabandalagsins að Hússjóður
gefi veðleyfi í góðri húseign eða
húseignum á höfuðborgarsvæðinu
fyrir skuldabréfaláni til 8 ára að
upphæð kr. 30 millj.
3. Jafnframt samþykkir stjórn
Ö.B.Í. að skiptihlutföllum tekna frá
Islenskri getspá verði brey tt þannig að
til Hússjóðs Öryrkjabandalagsins
gangi 68% tekna, en 32% til
Öryrkjabandalagsins sjálfs. Þetta
hlutfall skal endurskoða árlega með
tilliti til þeirra fjárframlaga sem leitað
verður eftir úr Framkvæmdasjóði
fatlaðra og frá Alþingi á fjárlögum
hverju sinni til greiðslu stofnkostnaðar
(láns) vegna Glits h.f.
4. Stjóm Ö.B.Í. felur formanni,
stjómarmönnum sínum og lögmanni
að afskrifa núverandi hlutafé í Glit
h.f., en leggja fram áðurnefnt lánsfé
sem nýtt hlutafé í fyrirtækið enda verði
fé þetta notað til skuldaskila.
5. Formanni og stjórnarmönnum
Ö.B.Í. í Glit h.f. er falið að leita eftir
áframhaldandi þátttöku Reykjavíkur-
borgar í rekstri Glits h.f., og reynt
verði á vilja borgarinnar til þess að
leggja fram nýtt fé í fyrirtækið. Einnig
verðileitað heimildarFélagsmálaráðu-
neytisins til þess að gera fyrirtækið
Glit h.f. eða hluta þess, að vernduðum
vinnustað, eða að öðrum kosti fá
samþykki ráðuneytisins til þess að
sameina hluta af starfsemi þess og
Örtækni, sem nyti þá fjárframlaga á
fjárlögum eins og aðrir verndaðir
vinnustaðir.
6. Framanskráðartillögureru háðar
því að tilskilinn fjöldi kröfuhafa
samþykki nauðarsamninga.
á var kynnt fjárhagsáætlun
bandalagsins fyrir árið 1992, en
niðurstöðutölur hennar nema 29,4
millj. Hæstu liðir hennar eru: Laun
8,8 m., styrkir 5,47 m., útgáfa
Fréttabréfs 3,8 m., erlend samskipti
1,5 m., fundakostnaður 1,5 m.,
Vinnustofur Ö.B.Í. 1,2 m.,
Starfsþjálfun fatlaðra 1,1 m., samstarf
Ö.B.I. og Þroskahjálpar 1 m.,
Styrktarsjóður Odds Ólafssonar 1 m.,
auglýsinga- og kynningarkostnaður
0,9 m.
Greintvarfráþvííþessusamhengi
að formaður mundi verða í 50% starfi
hjá bandalaginu frá og með mán-
aðamótum feb.—marz.
Þriðja dagskrármálið var um
húsnæðismál Starfsþjálfunarfatlaðra,
en mjög brýnt er orðið að leysa þann
vanda með einhverjum hætti. Koma
þar aðallega tveir kostir til greina,
annað hvort að útvega rýmra og stærra
húsnæði hér í Hátúnshúsunum eða þá
að leitaeftir því við Framkvæmdasjóð
fatlaðra að veita fjármagn til hús-
næðiskaupa. Svohljóðandi samþykkt
var gerð einróma: Stjórn Ö.B.I. beinir
þeim eindregnu tilmælum til stjómar
Hússjóðs Öryrkjabandalagsins að hún
vinni að því að lausn verði fundin á
húsnæðisvanda Starfsþjálfunar fatl-
aðra.
Undir liðnum önnur mál kynnti
Elísabet Möller bækling Geðvernd-
arfélags Islands: Aðeins eitt líf og
þakkaði Ö.B.I. veittan stuðning.
Kynnt var bréf frá Myndbæ h.f.,
þar sem greint var frá gerð fræðslu-
myndar um félög á Islandi. Þar verða
m.a. kynnt átta félagasamtök, ólíkrar
gerðar og kostar aðild að myndinni kr.
200 þús. án vsk. Framkvæmdaráði
falið að vinna að málinu, ef vænlegt
þykir.
Asgerður Ingimarsdóttir greindi
frá því að Málbjörg — félag stamara
— hefði fengið funda- og nám-
skeiðsaðstöðu hjá bandalaginu, gat
um gjöf Arnþórs Hreinssonar til
bandalagins — málverk sem prýðir
vegg fundarsalarins.
Hafdís Hannesdóttir kvað starfs-
hóp, sem hún var tilnefnd í af hálfu
Öryrkjabandalagsins hafa skilað af
sér. Niðurstaðan er ítarlegt nefndarálit
um fyrirkomulag á stuðningsþjónustu
fyrirfötluð börnogfjölskyldurþeirra.
H.S.
Hlerað í hornum
Prentvillupúkinn leikur Fréttabréfið grátt sem annað ritað mál. í
ágætri grein eða frásögn Sigríðar Ingimarsdóttur um jól fyrrum var
um skreytingu jólatrés talað og þar stóð orðrétt: „Víðast í sveitinni
voru heimagerð jólatré, sem voru vafin kræklingi“. Varnema von
þóSigríðurspyrði ritstjórahvortkræklingurværi algengtjólaskraut
á Austfjörðum.
*
Og þessa setningu heyrðum við í sjónvarpinu: „Flugum verður ekki
fjölgað yfir Atlantshafið að svo stöddu“.
*
Mætur þingfréttaritari var að lýsa húsakynnum Alþingis í útvarpi.
Hann er sagður hafa lýst svo: „A sal Neðri deildar og Sameinaðs
Alþingis eru einar dyr. Það eru aðaldyr".
*
Maður nokkur kom óðamála á skrifstofuna hér og kvaðst hvergi
geta fundið bæturnar sínar. Kom hann með margar bankabækur frá
hinum ýmsu bönkum máli sínu til sönnunar, flestar þó ónýtar og þar
með gataðar. Þegar Ásgerði framkvæmdastjóra var sagt frá, sagði
hún: „Nú hann skiptir bara um banka eins og sumir skipta um lækna.
Maður gatar bara ekki læknana“.
*
Kyndug þótti fyrirsögn í færeysku blaði að loknum knattspymuleik
milli íslendinga og Færeyinga, sem þeir síðamefndu töpuðu og lýst
var svo: Verjan sprakk og allt lak inn.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS