Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 13
við hið óþekkta, er ekki gott að segja. Um er að ræða að koma fólki í vinnu á sömu forsendum og öðrum, en árangur af atvinnuleit er langt frá því að vera nægilega mikill. Þetta ástand lokar á gegnumstreymi á vinnustöðum fatlaðra og kemur í veg fyrir að allir sem á starfsþjálfun þurfa að halda fái notið hennar. Búið er að gera nokkrum sinnum átak, t.d. á vegum félagsmála- ráðuneytisins og annarra aðila sem vinna að málefnum fatlaðra, til að uppfræða forráðamenn fyrirtækja, en því miður með alltof litlum árangri. Hvað skal til ráða er erfitt að segja, en greinilegt er að menn þurfa að setjast niður og ræða málin og finna nýjar leiðir. Þegar rætt var á sínum tíma um nauðsyn sambandsins voru ein rökin þau „að slíkt samband gæti t.d. stuðlað að aukinni samvinnu milli vinnustaða með söfnun og dreifingu á upplýsing- um og komið í höfn ýmsum hags- munamálum með samræmdum að- gerðum“. Núverandi stjóm vill fylgja þessum markmiðum eftir og er ætlunin að heimsækja vinnustaði fatlaðra og afla staðlaðra upplýsinga um þá. Stjórn S.V.V. tók stórt skref fram á við sl. haust er ákveðið var að hefja þátttöku í starfi Alþjóðasambands verndaðra vinnustaða (Interntional organisation for the Provision of Work for Handicapped Persons, skamm- stafað IPWH). ísland átti 4 fulltrúa á ráðstefnu IPWH, sem haldin var í Maastricht í Hollandi dagana 11. til 14. september sl. og voru tveir á vegum S.V.V., Aðalsteinn Steinþórsson framkvæmdastjóri Blindravinnustof- unnar og Hafliði Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Vinnustofunnar Ass. Það er samdóma álit fulltrúa Islands að þeir hafi haft mikið gagn af ráðstefnunni og að brýnt sé að Islendingar sæki ráðstefnur IPWH í framtíðinni, en þær eru haldnar á tveggja ára fresti. Ein af forsendum þess að íslendingar geti tekið þátt í starfi IPWH er að til séu hjá S.V.V. upp- lýsingar um starfsemi vinnustaða fatlaðra á Islandi. Önnur aðildarlönd IPWH hafa þessar upplýsingar tiltækar og taka á hverju ári saman heildar- upplýsingar um rekstur, árangur starfsþjálfunar; ríkisstyrki o.s.frv. Ætlun S.V.V. er að gera staðal varðandi þær upplýsingar sem ætíð þurfa að liggja fyrir um vinnustaði innan vébanda sambandsins. Þessar upplýsingar verða að vera í samræmi við það sem liggur fyrir um verndaða vinnustaði innan IPWH. Síðast var gerð könnun á vegum sambandsins vorið 1986, þannig að löngu er orðið tímabært að endurnýja þessar upplýsingar. Aldrei verður of mikil áhersla lögð á mikilvægi þátttöku í alþjóðastarfi á hvaða sviði sem er. Þróunin er hröð, bæði á sviði starfsþjálfunar og endurhæfingar/hæfingar fatlaðra og rekstrar vinnustaðafatlaðra. Því miður hafa íslendingar ekki náð að nýta rey nsl u annarra þjóða í þessum efnum sem skyldi. Meðauknum samskiptum við erlenda aðila er hægt að spara mikið fé og fyrirhöfn. Sumar þjóðir veita umtalsverðu fjármagni til atvinnumála fatlaðra og ekki h vað síst til rannsókna. Hér á Islandi eru þessi mál því miður í biðstöðu og hafa verið það lengi. Til dæmis hefur endurskoð- un reglugerðar um verndaða vinnu- staði dregist úr hömlu. Ekki virðist heldur vera kleift að búa þannig um hnútana að vinnustaðir fatlaðra starfi við eðlileg efnahagsleg skilyrði. Vinnustaðir erlendis búa við allt önnur skilyrði að þessu leyti og þar er að finna margar góðar lausnir á þeim vandamálum sem hrjá íslensku staðina, ekki hvað síst þá ríkisstyrktu. Bergur Þorgeirsson, stjórnarmaður í Sambandi vemdaðra vinnustaða. Hlerað í hornum I byrjun sjötta áratugarins greip um sig mikil hræðsla í Bandaríkjunum við kommúnista. Þá urðu allir þeir sem sóttu um starf hjá því opinbera að fylla út sérstakt eyðublað. Kona nokkur sótti um starf hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu og skráði eftirfarandi upplýsingar á blaðið: Eg var eitt ár í Þýskalandi fyrir stríð. Ekki gerir það mig að nasista. Eg dvaldi 8 mánuði í Sovétríkjunum skömmu eftir stríðslok. Gerir það mig að kommúnista? Og í fyrra dvaldist ég nokkra mánuði á Jómfrúreyjum. Ekki gerir það ntig að jómfrú — er það? * Einar Aðalsteinsson framkvæmdastjóri segir furðusvip koma á marga í útlöndum, þegar hann aðspurður um fangelsismál á Islandi svarar svo: Ef fangarnir eru ekki komnir ipn klukkan 10 á kvöldin, þá eru þeir bara lokaðir úti. FRÉTTABRÉF ÖR YRKJABANDALAGSINS ffl

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.