Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 15
Gísli Helgason forstöðumaður:
Nokkur orð um Almannaheill
— samtök um réttlæti
Inngangur.
I morgun (28. febrúar) hafði ég
það á orði við hana Herdísi mína að nú
þyrfti ég að ritagreinarkom í Fréttabréf
Öryrkjabandalagsins. Hún hafði á orði
að ég væri alltaf að skrifa í þetta blað
og spurði hvers vegna. Eg sagði að
ritstjóranum þætti ég svo skemmti-
legur. Þá bað hún mig að benda
ritstjóranum, sem jafnframt er tíðinda-
maður þessa fréttabréfs á að horfa á
Stöð 2 í kvöld kl. 11, sem héti Hefnd
geislavirka fréttamannsins. Þessu
lofaði ég að koma á framfæri, hvað ég
og geri nú.
Annars ætlaði ég að fjalla svolítið
um stofnun Almannaheilla, sam-
taka um réttlæti.
Að undanfömu höfum við orðið
vör við að stjómvöld þessa lands,
einkum heilbrigðisyfirvöld, hafa
gripið til róttækra aðgerða, sem okkur
er sagt að séu í spamaðarskyni. Það
sem einna harðast hefur komið við
öryrkja, aldrað fólk og sjúkt, er að
lyfjaverð hefur hækkað til muna. Þá
hafa heimsóknir til lækna hækkað,
hlutur þeirra, sem nota hjálpartæki
hefur hækkað og svo má lengi telja. I
febrúarmánuði síðastliðnum þótti
nokkrum hópi manna keyra um þver-
bak og ákvað að snúa vöm í sókn.
Það var sunnudaginn 2. febrúar
sem nokkur hópur fólks hittist í húsi
Blindrafélagsins. Þar var einnig
mættur Ólafur Ólafsson landlæknir
ásamt aðstoðarmanni sínum. Menn
ræddu um hvað hægt væri að gera til
þess að snúa vöm í sókn. Mikill ein-
hugur var í mönnum og var ákveðið
að stofna samtök um réttlæti, sem
skyldu fyrst og fremst hafa það að
markmiði að verja velferðarkerfið.
Formaður Öryrkjabandalagsins var
þama staddur og hét fullum stuðningi
og lagði þunga áherslu á að fyrst og
fremst væri höggvið í knérunn þeirra,
sem þyrftu hvað mest á velferðar-
kerfinu að halda. Akveðið var í lok
fundarins að myndaundirbúningshóp,
sem skyldi vinna að stofnun væntan-
legra samtaka um réttlæti. Hann skip-
uðu: Gísli Helgason, Guðríður Ólafs-
dóttir, Jónas Jónasson, Selma Dóra
Þorsteinsdóttir og Tryggvi Frið-
jónsson.
Hópurinn hóf þegar störf og hitti
ýmsa fory stumenn launþegahreyfing-
Gísli Helgason.
arinnar og fleiri félagasamtaka í
Félagsheimili Sjálfsbjargar, félags
fatlaðra í Reykjavík. Öll þessi félög
hétu fullum stuðningi.
Þá fóru hjólin að snúast svo hratt
að við, sem í undirbúningshópnum
störfuðum, vorum á kafi upp fyrir
haus, því að ákveðið var að halda
fréttamannafund strax á fimmtudegin-
um 6. febrúar og kynna þar stefnuskrá
væntanlegra samtaka, sem hlotið
höfðu nafnið Almannaheill, samtök
um réttlæti. Þá var ákveðið að efna til
útifundarmánudaginn 10. febrúarfyrir
framan Alþingishúsið við Austurvöll
í Reykjavík og stofna samtökin þar.
að má segja að stofnun þessara
samtaka hafi vakið óskipta at-
athygli. Fjölmiðlar landsins mættu vel
á fréttamannafundinn á Hótel Borg og
undireins var farið að reyna að klína á
okkurflokkspólitískum stimpli. Menn
reyndu að stilla okkur upp við vegg og
vændu okkur jafnvel um að vinna
gegn ríkisstjóminni. Við svöruðum
því til og svörum enn að Almannaheill,
samtök um réttlæti, eru samtök sjúkra,
fatlaðra, aldraðra og aðstandenda
þeirra. Við erum fyrst og fremst að
berjast gegn ráðstöfunum ríkisstjórn-
arinnar, sem við teljum margar hverjar
að séu grundvallarbreytingar á vel-
ferðarkerfinu og um þær þurfi að vera
þjóðarsátt.
Utifundurinn var svo haldinn á
Austurvelli mánudaginn 10. febrúar.
Um 1800 manns komu á fundinn.
Gísli Helgason hóf fundinn, Tryggvi
Friðjónsson var fundarstjóri.
Þrír ræðumenn voru á fundinum,
Bergsteinn Sigurðarson, formaður
Félags eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni talaði fyrir hönd aldraðra,
Sigurður Bjömsson formaður Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra í Reykjavík
mælti fyrir hönd fatlaðra og Selma
Dóra Þorsteinsdóttir talaði fyrir hönd
sjúkra. I lok fundarins var samþykkt
ályktun, sem forsætisráðherra, Davíð
Oddssyni var afhent. Þar var þess
krafist að rrkisstjómin hætti tafarlaust
öllum árásum á velferðarkerfið og léti
spamað vegna fjárhagsvandans koma
jafnt niður á öllum.
Það var nístingskuldi úti og á mér
fraus allt, sem frosið gat, jafnvel það
litla vit, sem telst vera í kollinum á
mér. Það bjargaði mér að ég var með
afbragðsgóða, íslenska, fornlega loð-
húfu, sem framleidd var einu sinni í
fymdinni hjá Gráfeldi heitnum og telst
því vera forngripur. Þá fór um mig
fagnaðarbylgja, þegar Gunnar Kvaran
fréttamaður Sjónvarpsins vék sér að
mér og tjáði mér að umhverfisráðu-
neytið hefði fellt úrskurð í Þverár-
selsmálinu, en þar sagði að sambýli
geðfatlaðra í Þverárseli 28 væri fylli-
lega löglegt. Vitnað var í borgar-
skipulag, sem samþykkt var frá 1984
og fram til 2004. Þetta gladdi mig sem
fyrrum formann Svæðisstjórnar í
Reykjavík, en sú barátta, sem við þurft-
Sjá næstu síðu
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALA GSINS