Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 16
um að heyja í Svæðisstjórninni var líkt og að berjast fyrir sínu eigin lífi, en nóg um það og aftur til Almanna- heilla. Að loknum útifundi héldu menn inn á Hótel Borg og skeggræddu málin. Um 700 manns gengu í sam- tökin þennan dag og útbúnir voru listar til þess að safna félögum. Undirbúningshópurinn, sem vann að stofnun samtakanna, ræddi hvemig þau skyldu verða. Menn töldu réttast að Almannaheill væru óformleg samtök, svoköliuð grasrótarhreyfing, sem byggði fyrst og fremst á sjálf- boðavinnu fólks. Félagsgjöld eru eng- in, en menn geta látið fé af hendi rakna inn á reikning 700170 í Islands- banka Laugavegi 172, Reykjavík. Almannaheill hefurenga sérstaka stjórn, en við höfum nokkur tekið að okkur að vera talsmenn Almanna- heilla. Þeir eru: Gísli Helgason, Guðríður Olafsdóttir, Jónas Jónasson, Margrét Thoroddsen, Selma Dóra Þorsteinsdóttir, Tryggvi Friðjónsson og Þórunn Sveinbjömsdóttir. Verið er að afla fleiri talsmanna. Til þessa hefur tími talsmanna farið í að safna félögum og fá fólk til þátttöku. Nú þegarþessi grein errituð, hafa rúmlega 800 manns gengið í samtökin. Tveir fundir voru haldnir úti á landi. Einn var á Akureyri og annar á Selfossi. Hafa þeir báðir verið mjög góðir og málefnalegir. Unnið verður frekar að því að ky nna samtökin víðar um land. Fimmtudaginn 27. febrúar var boðað til vinnufundar að Hótel Esju. Þar mætti nokkur hópur fólks og var Frá útifundi Almannaheilla. samtökunum skipt upp í tvo hópa. Skal annar fjalla um heilbrigðis- og tryggingamál, en hinn um fjölskyldu og menntun. Þá hafa samtökin sett fram yfirlýsingu sem unnið er eftir. Er hún birt annars staðar í Fréttabréfinu. egar rætt hefur verið um þann fjárhagsvanda, sem íslenska þjóð- in á nú við að etja, hefur ætíð verið hamrað á því að íslenska velferðarkerf- ið sé það dýrasta í heimi. Hefur heil- brigðisráðherra vitnað í skýrslu. sem Hagfræðistofnun Háskólans samdi. Nú hefur komið út skýrsla frá Þjóð- hagsstofnun, en þar er sýnt fram á að miðað við þjóðartekjur, hafa útgjöld til heilbrigðismála minnkað hlutfalls- lega síðustu árin. Island er nú í 10— 12. sæti yfir þau lönd, sem verja hvað mestu fé til þessa málaflokks. Það hefur vakið undrun hvemig ráðamenn þessa lands hamra á því að spara þurfi í heilbrigðiskerfinu og tala um miklar fjárhæðir í því sambandi. Teknar hafa verið fumkenndar ákvarðanir, sem oft eru dregnar til baka, en sem betur fer hefur málflutn- ingur ráðamanna brey st upp á síðkast- ið. Það er ekki hikað við að taka af þeim, sem síst mega missa, en þeir, sem nóg hafa, sleppa. Menn eru til dæmis feimnir við að koma á hátekju- skatti. Svo er það vafamál, hvort sú aðgerð stjómvalda að skerða örorku- og ellilífeyri standist samkvæmt lög- um. Frá 1946 hafa menn greitt svo- kallað sjúkrasamlagsgjald, en það var afnumið árið 1972 og menn greiddu þetta gjald í formi skatta. Þannig hafa landsmenntryggtsinnellilífeyri,enda var það andi þeirra hugsuða, sem komu fyrst á almannatryggingakerfi í Þýskalandi, seint á síðustu öld, að all- ir skyldu njóta þeirra. hvort sem þeir væru ríkir eða fátækir. Það er einnig undarlegur hugsunarháttur að þeir, sem fatlaðir eða sjúkir eru, eigi að borga fyrir að vera þannig á sig komnir. Þegar ár fatlaðra gekk í garð árið 1981, átti ég tal við góðan vin minn í Svíþjóð, sem er mjög framarlega í samtökum fatlaðra þar í landi. Hann sagði að mikill árangur hefði náðst í réttindamálum fatlaðra víða á Norður- löndunum. Við mættum samt ekki sofna á verðinum, því að fyrsta tæki- færi yrði notað til þess að ná aftur því, sem áunnist hefði. Mér sýnist því miður að nú séu þessi orð vinar míns að rætast. Því verða allir þeir, sem þessi mál varða, það er sjúkir, aldraðir, fatlaðir og aðstandendur þeirra að standa saman og hrinda þessum aðgerðum ríkisstjómarinnar. Reykjavík, 28. febrúar 1992 Gísli Helgason einn talsmanna Almannaheilla, samtaka um réttlæti.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.