Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 20
Vilhj álmur B. Vilhj álmsson fr. kv. stj. í slenzkrar getspár: Lottó á Islandi 5 ára Nú eru fimm ár liðin síðan lottóið hófst á íslandi, en fyrsti lottó- miðinn var seldur laugardaginn 22. nóvember 1986. Steingrímur Her- mannsson þáverandi forsætisráðherra keypti fyrsta miðann í Miklagarði við Sund í Reykjavík. Sennilega verður nokkuð vanda- samt að finna alla enda eða þræði í sögu lottósins, en íþróttahreyfingin hafði áður aflað sér heimildar til íþrótta- og talnagetrauna. Einnig hafði nokkur undirbúningsvinna verið framkvæmd og upplýsingar frá ýms- um löndum í Evrópu voru til skoðunar þegar Öryrkjabandalagið óskaði heimildar til stofnunar bókstafaget- rauna. Var málið til meðferðar á Alþingi og eftir talsverðar umræður var málið dregið til baka um sinn og að frumkvæði Steingríms Hermanns- sonar var haft samband við íþrótta- hreyfinguna og Öryrkjabandalagið um hvort þessir aðilar gætu haft samstarf um talnagetraunir. Eins og fram kemur í fyrstu ársskýrslu Islenskrar getspár voru fulltrúar tilnefndir í viðræðunefnd frá Í.S.Í., Ö.B.Í., U.M.F.Í. og íþróttanefnd ríkisins. Fyrsti fundur í nefndinni var hald- inn 20. ágúst 1985 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Nefndin tilnefndi þá Sigurð Magnússon, Vilhjálm Vil- hjálmsson og Sigurð Geirdal í starfshóp. Um miðjan október lauk aðild fulltrúa íþróttanefndar ríkisins að nefndinni. Snemma í viðræðunum náðist samkomulag um eignarhlut- deild og í framhaldi af því var sett á laggirnar undirbúningsstjóm skipuð eftirtöldum mönnum: Frá Í.S.Í.: Alfreð Þorsteinsson og ÞórðurÞorkelsson. Til vara: Sigurður Magnússon og Hannes Þ. Sigurðsson. Frá Ö.B.Í.: Vilhjálmur Vilhjálmsson og Arinbjörn Kolbeinsson. Til vara: OddurÓlafsson.FráU.M.F.Í.: Haukur Hafsteinsson og Sigurður Geirdal. Þessi undirbúningsstjóm starfaði síðan fram að stofnfundi félagsins og hafði forgöngu um allan nauðsynlegan undirbúning. Vilhjáímur B. Vilhjálmsson. r Imars var Vilhjálmur Vilhjálmsson ráðinn til starfa á vegum stjórnar- innar og í maí var leitað til Jóns H. Magnússonar um að taka þátt í undir- búningsstarfi sem sérfræðingur í tölvu- og rekstrarfræðum. I fyrstu var starf þeirra einkum í því fólgið að gera samanburð á tölvu- væddum sölukerfum (on-line) og öðrum sölukerfum (off-line), sem notuð hafa verið fyrir lottó, m.a. fóru þeir saman til Bandaríkjanna og heimsóttu þá nokkur fyrirtæki á þessu sviði. Fulltrúar frá Syntec og frá tíma- ritinu Public Gaming komu til fundar við Jón og Vilhjálm í Washington og veittu fróðlegar upplýsingar. Einnig voru bækistöðvar Maryland Lottery og Washington D.C. Lottery heim- sóttar. Helgi Agústsson sendifulltrúi við íslenska sendiráðið í Washington D.C. tók þátt í viðræðum og heimsóknum til fyrirtækjanna og reyndist íslenskri getspá hin mesta hjálparhella. Vilhjálmur Vilhjálmsson heim- sótti AB Tipstjánst í Svíþjóð og OY Veikkaus íFinnlandi og Jón Hjaltalín Magnússon fór til AB Tipstjanst og ræddieinnigviðfulltrúafráESSELTE AB í Svíþjóð í sömu ferð. Sigurður Magnússon og Vilhjálmur sóttu ráð- stefnu og sýningu til West Palm Beach í Florída og síðan fór Vilhjálmur til Delaware og heimsótti fyrirtækið General Instruments í sömu ferð. Mikil vinna var lögð í úrvinnslu þeirra upplýsinga sem aflað hafði verið í þessum ferðum, enda var undir- búningur þessi nauðsy nlegur og mark- aði þástefnu sem leiddi til samþykktar um kaup á tölvuvæddu sölukerfi. A stofnfundi íslenskrar getspár 8. júlí 1986 var samþykkt að stofnframlag hins nýja félags yrði kr. 1.200.000, sem skiptist eftir eigna- hlutföllum aðildarfélaganna þannig: Í.S.Í. 46,67% kr. 560.040.00 Ö.B.Í. 40,00% kr. 480.000.00 U.M.F.Í. 13,33% kr. 159.960.00

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.