Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 21
Fyrsta stjórn íslenskrar getspár
var skipuð: Frá Í.S.Í.: Alfreð Þor-
steinsson og Þórður Þorkelsson. Til
vara: Jón Hjaltalín Magnússon og
Hannes Þ. Sigurðsson. Frá O.B.Í.:
Arinbjörn Kolbeinsson og Björn
Ástmundsson. Til vara: Olöf Ríkarðs-
dóttir og Magnús Kristinsson. Frá
U.M.F.Í.: Haukur Hafsteinsson.
Eins og fram kemur hér að framan
var aðdragandinn að stofnun Islenskr-
ar getspár ekki langur. Hins vegar
kom fljótt fram vilji til að ná sam-
komulagi og unnu framangreindir
aðilar af mikilli alúð að því markmiði.
Þegar lottóið hófst á íslandi voru
ekki margir landsmenn vissir um
hvemig þessi leikur væri. Til dæmis
kom fram í upphafi ákveðin tregða á
sölustöðum að fá lottósölukassa en
strax eftir fyrstu tvær vikumar varð
gjörbrey ting á viðhorfi manna og fleiri
aðilar óskuðu eftir að fá sölukassa en
hægt var að sinna. Og enn er það svo
að menn eru á biðlista eftir sölukassa.
Hins vegar má segja að þéttleiki
kassanna með að meðaltali 1400 íbúa
á bak við hvern kassa sé mjög í sam-
ræmi við það sem gert er í öðrum
löndum. Fyrir allflesta landsmenn er
stutt í næsta sölustað.
Eins og margir landsmenn muna
þá varð lottóið undireins vinsælt
og náði til fólksins, enda má segja að
lottóleikurinn sé bæði góð skemmtun
og eins er ágóða varið til nytsamra
málefna. Skoðanakannanir benda til
að u.þ.b. 90% landsmanna á aldrinum
16—90 ára hafi einhvem tímann tekið
þátt í lottói.
Með lottóinu komu fram ýmsar
nýjungar sem fólki líkar vel. Má í því
sambandi nefna að fólk getur sjálft
valið sér tölur. Margir velja afmælis-
daga vina og ættingja. Bein útsending
á útdrætti í sjónvarpi gerir það að
verkum að á föstum tíma á hverjum
laugardegi er hægt að fylgjast með
útdrættinum og þar með fá upplýsing-
ar um hvort maður hafi unnið eða
ekki.
Þar sem hver röð kostar aðeins kr.
40, er algengt að menn kaupi nokkrar
raðir og stilli þátttöku sinni í hóf eftir
efnum og ástæðum hverju sinni eða
einfaldlega þegar hentar hverjum
viðskiptavini fyrir sig.
Einn kostur til viðbótar sem nefna
má, er að með tölvuvæddu sölukerfi
er hægt að kaupa lottómiða þar til 15
mínútum fyrir auglýstan útdráttartíma.
Opnunartími sölukerfisins er
einnig mjög rúmur eða frá kl. 9:00 á
morgnana til 23:30 á kvöldin. Á
þessum tíma er einnig hægt að sækja
vinninga sem eru allt að kr. 15.000, en
vinninga þar fyrir ofan þarf að fá
greidda frá skrifstofu íslenskrar
getspár í Laugardalnum.
Nú 1. mars 1992, þegarrúmlega 5
ár eru liðin frá því að lottóið hóf göngu
sína er fróðlegt að athuga hvað margir
hafa hlotið vinninga:
1. vinningur — 5 réttar tölur: 484
vinningshafar.
2. vinningur — 4 réttar
tölur+bónustala: 983 vinningshafar.
3. vinningur — 4 réttar tölur:
66.529 vinningshafar.
4. vinningur — 3 réttar tölur:
1.831.380 vinningshafar.
Eins og fram kemur eru margir
vinningshafar í lottóinu en vinning-
arnir dreifast einnig um landið og er
það í samræmi við þá staðreynd að
þátttakaeralmennog dreifist hlutfalls-
lega jafnt á milli landshluta.
Reynsla síðastliðinna 5 ára hefur
verið dýrmæt og er von undirritaðs að
vinsældir leiksins haldi áfram næstu
árin, því þörfin fyrir þróttmikla
starfsemi eignaraðila er síst minni nú
en áður.
Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Lottó-molar
frá liðinni tíð
Fyrir tveim vikum fékk einstæð móðir með tvö börn norður á Akureyri
tæpar sjö milljónir króna. Miðann keypti hún þar sem hún vinnur. Það var
ekki fyrr en hún mætti í vinnuna á mánudagsmorgni, að hún komst að því
með aðstoð vinnufélaga að hún hefði ein fengið fimm rétta.
*
Laugardag einn keypti maður sér tíu raða sjálfsvalsmiða í söluturni. Hann
fór yfir miðann og fann þrjár réttar. Það var svo mánuði síðar, að hann loks
dreif sig á sölustað og lét renna miðanum í lottó-kassa. Honum til ómældrar
ánægju sá hann að hann var með fimm réttar í stað þriggja og þar með
rúmum tveimur milljónum ríkari. Honum brá í brún þegar hann uppgötvaði,
að hann hafði geymt rúmar tvær milljónir í veskinu sínu í heilan mánuð.
*
Fyrirnokkru urðu hjón í Vesturbænum tæpum þremurmilljónum ríkari, en
sérstætt við það var að þau voru búin að geyma seðilinn í skrifborði heima
h já sér í tæpa fjóra mánuði án þess að nokkurn grunaði, að hann væri þriggja
milljóna virði.
*
Á dögunum kom kona ein inn á sölustað á Egilsstöðum til að sækja vinning
fyrirfjórarréttar. En viti menn. Það voru ekki barafjórartölur, heldurfimm
og þ.a.l. fyrsti vinningur. Konan þrætti fyrir fyrst, en eftir að kassinn hafði
staðfest að miðinn væri virði 2,3 milljóna, þá snarbrá konunni. Það fyrsta
sem hún gerði var að hringja í eiginmanninn, sem var á leið til Borgarfjarðar
eystri á bfl. Hún bað hann að stoppa bílinn áður en hún segði honum
fréttirnar góðu, enda eins gott þar sem mikil hálka var á veginum.
sje
Svo er sagan af lottóspilara, sem kvartaði sáran að loknum útdrætti yfir að
hann fengi aldrei neitt. Mánudaginn næsta lenti hann niður í Kringlu og
þegar hann gekk framhjá Happahúsinu mundi hann eftir margra vikna
miða, sem hann hafði keypt og geymt í veskinu síðan. Hann lét renna
miðanum í gegn og í ljós kom að hann hafði fengið fimm réttar í það skiptið
og var þar með orðinn tæpum 2,8 milljónum rfkari.
Þessi brot úr sjónvarpinu lét Vilhjálmur fylgja með sem fáein dæmi af
mörgum um óvæntan glaöning fólks í lottóinu.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS