Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 22
Dr. Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir:
GRENSÁSDEILD
Endurhæfingar- og taugadeild Borgarspítalans
1955 tók Hjúkrunarspítali til starfa
í Heilsuvemdarstöðinni í Reykjavík.
Starfsemin var aðallega bundin við
smitsjúkdóma og almennar lyflækn-
ingar. í des. 1967 flutti þessi starfsemi
í nýbyggðan Borgarspítalann í Foss-
vogi og varð þar lyflækningadeild
spítalans. I Heilsuverndarstöðinni
hófst þá rekstur hjúkrunar- og endur-
hæfingardeildar.erásamt sjúkraþjáll'-
unareiningu í tumi Borgarspítalans
myndaði fyrsta vísi að núverandi
endurhæfinga- og taugadeild Borg-
arspítalans. Deildin tók formlega til
starfa í byrjun árs 1973. Frumkvæðið
að stofnun hennar áttu þeir Haukur
Benediktsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans og dr.
Jón heitinn Sigurðsson, fyrrum
borgarlæknir. Innan ramma deildar-
innar fer nú fram læknisfræðileg
endurhæfing bæði fyrir bráðveika og
slasaða svo og fyrir þá, sem hafa lang-
vinna sjúkdóma.
Starfsemin fer aðallega fram á
þremur stöðum:
Grensásdeild er nefnd eftir stað-
setningu sinni uppi á Grensásnum
í Reykjavík. Utsýnið er fagurt til allra
átta enda er Grensásinn jafnhár
Öskjuhlíðinni. Þama eru endurhæf-
ingar-, gigtar- og taugadeildir með 60
rúm og 10 dagvistunarpláss. Helm-
ingur rúma er rekinn á 5 daga grunni,
þannig að sjúklingar fara heim um
helgar. Hinn hluti sjúklingaerófærtil
heimferðar vegna sjúkdómsástands
eða fötlunar. Á Grensásdeild er einnig
taugarannsóknarstofa og einingar í
iðju-, sjúkra- og talþjálfun og
taugasálfræði. 1985 var tekin í notkun
meðferðarlaug á staðnum, sem er
10x17 metra löng og með tveimur
heitum pottum og ljósabekkjum.
I Borgarspítalanum í Fossvogi eru
meðferðareiningar í sjúkra- og
iðjuþjálfun, sem veita hinum ýmsu
deildum spítalans þjónustu. Þeir
félagsráðgjafar Borgarspítalans, sem
annast þjónustu við vefrænar deildir
Ásgeir B. Ellertsson
spítalans ti I heyra ennfremur deildinni.
Á gamla staðnum í Heilsuvemdar-
stöðinni við Barónsstíg er 24ra rúma
langvistunardeild.
Sjúklingar Grenásdeildar eru
aðallega með einkenni frá heila og
taugakerfi svo og með liða- og
stoðkerfisvandamál. Helstu sjúk-
dómsgreiningar eru: Heilablóðföll,
Parkinsonveiki, mænusigg (MS) og
heila- og mænuskaðar. Beinbrot eru
algeng, ástand eftir ísetningu gerviliða,
slitgigt og liðagigt og afleiðingar
fjöláverka.
Auk endurhæfmgarsjúklinga koma
sjúklingar á deildina til rann-
sóknar og læknismeðferðar. Má þar
nefna verkjasjúklinga sem oft tilheyra
bæði tauga- og stoðkerfissjúklingum.
Hópur bakverkjasjúklinga er þama
stærstur. Á seinni árum hefur hlutur
taugasjúklinga vaxið mjög í starfsemi
deildarinnar ásamtþjónustu við aðrar
deildir á því sviði. I byrjun árs 1991
tók deildin t.d. að sér að sinna bráða-
vöktum í taugalækningum þá daga,
sem spítalinn er á vakt. Lamaðir sjúkl-
ingar komast þannig strax í rannsókn,
meðferð og endurhæfmgu. Hefurþetta
þegar reynst vel, er nýjung hérlendis.
Heilablóðfallssjúklingar komast t.d.
þannig fljótt í hendur starfsfólks, sem
er sérmenntað í endurhæfingu. Flýtir
þetta bata og minnkar fötlun þessa
stóra hóps sjúklinga, en um 2 Islend-
ingar fá slag á degi hverjum.
B æklunar- og taugaskurðlækning-
ar eru stundaðar við Borgarspítalann.
Vegna þessa og með tilkomu Grensás-
deildar hefur þróunin orðið sú, að
allir mænuskaðar á landinu hafa kom-
ið til spítalans og bráðavandanum og
endurhæfingunni verið sinnt þar.
Þessu hefur verið öðruvísi farið í
nágrannalöndum okkar, þar sem
sjúklingar hafa í beinu framhaldi af
slysinu verið fluttir á skurð-
lækningadeildir og löngu síðar inn á
endurhæfingarstofnanir, oft með
legusár, þvagfærasýkingar og
kreppur, sem hafa hindrað endurhæf-
inguna. Fyrir nokkrum árum tók þó til
starfa mænuskaðaeining á Sahl-
grenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, þar
sem meðferð er sinnt frá byrjun skaða
til útskriftar. Sem betur fer er hópur
mænuskaddaðra ekki stór, 3—4 á ári.
Um 40 hjólastólsbundnir þverlamaðir
einstaklingar lifa nú hefðbundnu lífi
úti í samfélaginu eftir að hafa fengið
endurhæfingu á deildinni.
Erfið og tímafrek er endurhæfing
heilaskaddaðra. Einstaka sinnum
verða þeir einstaklingar ekki end-
urhæfðir nema að litlu marki og þurfa
á langvistun að halda allt lífið. Oftast
er þetta ungt fólk. Langvistunar-
vandamál þeirra er nú verið að leysa
með heimili, sem tekur til starfa á
Reykjalundi á árinu 1992. Annað
s vipað heimili fyrir ungt heilaskaddað
fólk hefur verið hannað og bíður
byggingar á Grensásnum.
Grensásdeild er eina endurhæf-
ingardeildin í Reykjavík. Ákveðin
verkaskipting hefur myndast milli
deildarinnar ogReykjalundar. Deildin
tekur t.d. ekki að sér endurhæfingu
hjarta- og lungnasjúklinga og fleiri
hópa, sem Reykjalundur sinnir.
Ennfremur er helmingur sjúklinga
Grenásdeildar rúmliggjandi við komu
á deildina.
Sjúkraþjálfun Borgarspítalans
sinnir ekki eingöngu inniliggjandi
sjúklingum heldur einnig utan-
spítalasjúklingum, sérstaklega þeim,
er leitað hafa á slysamóttöku spítalans.
Grensáslaug er líka nýtt fyrir
göngudeildarsjúklinga, aldraða og
öryrkja.