Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 24
Gengið um Grensásdeild
Dvalargestir teknir tali
að fer ekki milli mála, þegar
gengið er um garða á Grensás-
deild, að þar ríkir góður andi eins og
á bezta heimili, þar sem umhyggja og
samkennd haldast í hendur. Ritstjóri
hefur lengi vitað af hinu ágæta starfi
sem þar er unnið og minnist enn, þeg-
ar móðir hans var þar í vist góðri.
Dagljóst er að allt er gert til að
létta fólki róðurinn eftir áföll eða slys
og gera því kleift sem fyrst og bezt að
takast á við verkefni daglegs lífs.
Ritstjóri tók það ráð að eiga tal við
dvalargesti sem á Grensásdeild voru
um mánaðamótin janúar—febrúar og
spyrja þá sömu eða hliðstæðra spum-
inga auk þess að forvitnast lítilsháttar
um uppruna og ævistarf.
Spumingamar voru:
1. Hvað veldur veru þinni hér á
Grensásdeild?
2. Hvernig ferþjálfunin fram hér?
3. Hvað um árangur og dvölina
yfirleitt?
4. Hvað svo um framhaldið?
Fyrstur viðmælenda var Guðbjörn
Guðmundsson, sem fæddur er
1920. Hann fæddist í Vestmanna-
eyjum og ólst þar upp, en til Reykja-
víkur flyzt hann 1945 og hefur átt þar
heimili síðan.
Hann vann hjá Sambandinu í um
30 ár, ferðaðist víða um land við upp-
setningar véla í frystihúsum, viðgerðir
og eftirlit og hitti ritstjóri hann einmitt
oftáþessumferðumhans. Hann vinnur
nú hjá Islenzkum sjávarafurðum. Og
víkur nú beint að Guðbirni:
1. Um áfallið er það að segja að
18. ágúst á sl. ári fékk ég blóðtappa,
þar sem ég var einn heima. Þetta var
slæmur blóðtappi, en samt missti ég
ekki málið, bjargaði mér í síma og lét
son minn vita að ég lægi bjargarlaus á
gólfinu. Menn urðu að brjótast inn til
mín, því allt var læst og dáðist ég að
því hversu snöggir sjúkraflutninga-
mennirnir voru. Ég fór á Landakot og
þar byrjaði þjálfunin.
2. Ég kom hingað á Grensásdeild
| um miðjan september og hef fengið
hér skínandi góða þjálfun. Ég væri
ekki kominn langt, ef þess frábæra
fólks, sem hér er hefði ekki notið við.
Mín þjálfun hér felst í iðjuþjálfun
og sjúkraþjálfun. Iðjuþjálfuninereinu
sinni á dag, en sjúkraþjálfunin tvisvar.
3. Arangurinn finnst mér í raun
undraverður. V era mín hér hefur sann-
fært mig um að hér má ekki minnka
þjónustu eða „spara“. Það er sam-
félaginu dýrt. Hugsið ykkur hversu
Frá kvöldvöku á Grensásdeild.
margt ungt fólk hefur orðið fyrir
stóráföl lum, en með þrotl ausri þjálfun
og hjálp orðið fært um að fara út í
atvinnulífið á ný og skapa þannig
verðmæti—sjálfu sérog samfélaginu.
Spamaður hér er að fleygja fjármunum
í raun, fyrir utan allt annað.
4. Ég er harðákveðinn að komast
alveg á fætur og fara að vinna hjá
mínu góða fyrirtæki s.s. unnt er.
Eftir meðferð hér í tvo-þrj á mánuði
vonast ég til þess að fara að geta gert
eitth vað. Ég fer nú heim um helgar, en
er hér alla virka daga. Eitt er víst: Ég
hef ekki áhuga á því að leggjast í kör.
— Svo sagðist Guðbirni frá í sinni
lífslöngun.
Þá var röðin komin að Unni
Sigurðardóttursemfædder 1919.
UnnurerBolvíkinguraðættenfluttist
til Reykjavíkur. Hún er ekkja og á
einn son, sem býr í Florída í Banda-
ríkjunum. Unnur býr í Vesturbænum
— Hagamel 31.
1. Ég var nú bara að fara út í
bakaríið í glaðasólskini árla dags hinn
8. okt. á sl. ári. Ég var í leðurskóm,
sem líklega hafa verið hálir um of
a.m.k. rann ég til og brotnaði illa rétt
við mjöðmina. Ég man að í fallinu
rann ég næstum undir stóran vörubíl
og hugsaði sem svo að hann gæti nú
hreinlega ekið yfir mig, ef hann færi
af stað.
Ég rankaði svo við mér og heyri
að einh ver er að tala dönsku og hugsa:
„Er nú töluð danska í himnaríki“?,
því einhvem veginn fannst mér ég
hljóta að vera þangað komin. Ég var
svo flutt á Borgarspítalann í stað
himnaríkis. Var þar í sex sólarhringa
og gekk undir aðgerð vegna brotsins.
2. Svo var ég flutt á þennan
yndislega stað. Hér er allt sem bezt
verður á kosið. Starfsfólkið elskulegt
— maturinn sérstaklega góður og
herbergisfélaginn afbragð. Og ekki