Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 27
klukkan þrjú. Nú er ég frá 3. feb. „göngumaður", kem árdegis þrjá daga í sund, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Geri sem sé allt undir vissu eftirliti. Það má segja að ég hafi verið settur á skólabekk upp á nýtt í gegnum öll skólastig frá leikskóla (iðjuþjálfun!) og áfram. Læra að tala skýrt á nýjan leik. Skrifa nafnið sitt o.s.frv. Sannast á mér að ekki tvisvar, heldur þrisvar verður gamall maður bam. 3. Ég fullyrði að það sé ágætt að vera á deildinni. Mannleg samskipti eins og bezt verður á kosið. Þar á allt starfsfólk sinn þátt. Ég tók til þess að yfírlæknir bauð mig sérstaklega vel- kominn á heimilið, því heimili — stórt heimili er þetta. Ég mun hugsa hlýlega til deildarinnar það sem eftir er. Það gengur kraftaverki næst hve margir ná sér. Ég hefi fylgzt með því fólki sem máttlaust hefur verið í hjóla- stól, verið þjálfað upp úr stólnum, far- ið að ganga hægt niðri, svo og upp og niður stiga. Má ég skjóta sögu inn í nær fjörutíu ár aftur í tímann. 1954 lamast frændi minn að nokkru, missir mál og mátt norður í Eyjafirði. Læknir skoðar hann og segir ekkert unnt að gera, hann fer ekki einu sinni á sjúkrahús. Nú er öll möguleg aðstoð veitt allt frá fyrsta degi. Hann var heppinn frændi minn, með einstökum dug og ágætri hjálp fólksins síns náði hann sér nokkurn veginn á níu mánuðum, 4. Mér er gefin góð von um bata. Ég trúi á batann og haga mér samkvæmt því m.a. með þrot- lausum æfingum. Reikna með því að taka til starfa á ný um leið og ég er farinn að tala vel, skrifa þokkalega og vera fær á tölvuna. En þegar ég hef borið mig saman við það fólk sem lakast er sett og minnsta hefur vonina þá hefur aftur og aftur leitað á hugann þessi vísa Indriða frá Fjalli: Mér finnst oft, ef þrautir þjá þulið milt í eyra: Þetta er eins og ekkert hjá öðru stærra og meira. Þetta eru mín lokaorð og Ingólfur snarast út frá mér, ótrúlega röskur og uppréttur. Honum sem öðrum viðmæl- endum fylgja velfarnaðaróskir. H.S. HLERAÐ í HORNUM Ýmsar sögur hafa gengið um Hafnfirðingaoghafabæjarstjórarþeirra ekki farið varhluta af þeim. Fyrir nokkru tók byggingaverktaki að sér framkvæmdir á vegum Hafn- arfjarðarbæjar. Hann réð eingöngu verkamenn úr Reykjavík til starfa og sátu hafnfirskir verkamenn eftir með sárt ennið. Bæjarverkstjóra þeirra Hafnfirð- inga mislíkaði þetta stórum og hélt á fund bæjarstjórans til að kæra málið. Bæjarstjórinn tók honum vel og sagði að þeir sky ldu fara á fund verktakans til að ræða þetta við hann. Þeir bæjarstjórinn og bæjarverk- stjórinn hittu síðan byggingaverk- takann á vettvangi og bæjarstjórinn spurði hverju þetta sætti að engir Hafnfirðingar hefðu fengið vinnu hjá honum. „Ja, þeir eru nú svo vitlausir, þessir Hafnfirðingar, að þeim er í engu treystandi“, svaraði verktakinn. „Þetta er ekki rétt hjá þér og ég skal sanna það fyrir þér“, svaraði bæjar- stjórinn. Hann snýr sér síðan að verkstjóra sínum og segir: „Hérna em bíllyklarnir mínir. Skrepptu snöggvast heim til mín og athugaðu hvort ég sé heima“. Verkstjórinn tók við lyklunum og hélt á braut. „Þama sérðu, hvað hann er vitlaus“, sagði byggingaverktakinn. „Já, skelfilega er maðurinn vitlaus. Ég hefði nú hringt í hans sporum", svaraði bæjarstjórinn. * Þegar þjóðhöfðingjar heimsækja þegna sína eða fara í opinberar heim- sóknir til annarra landa gerast stundum spaugilegir atburðir. Hér á landi hafa forsetar verið ástsælir með þjóðinni og hafa menn viljað taka sem best á móti þeim. Eitt sinn fór forseti íslands um Vestfirði. A Isafirði segir sagan að söngstjóri þar hafi verið nýlega búinn að æfa með kór sínum hið alþekkta lag Karls O. Runólfssonar „Förumanna- flokkar þeysa friðlausir um eyðisand". Var hann svo hrifinn af lagi og ljóði að þegar forseti og fylgdarlið sté á land var honum flutt tónsmíð þessi. * Einhverju sinni heimsótti forsetinn Vestmannaeyjar. í kveðjuræðu sinni sagði sá sem fenginn var til að ávarpa forsetann og áma honurn fararheilla: „Ef við færum allir á sjó, Vest- mannaeyingar reru á annað borð, Islendingar á hitt borðið og forseti sæti við stýri er ég viss um að Vestmannaeyingar myndu fiska meira. Og strákar mínir, ég get sagt y kkur eitt: Vestmannaey ingar veiða um einnfjórða af öllum afla sem berst á land, m.a.s. einn fimmta“. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.