Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 32
desember sl. Okkar erlendu vinir voru hér í þrjá daga og á mánudeginum 2. desember heimsóttu þeir Alþingi þar sem þeir ræddu við formenn bæði mennta- og félagsmáladeildar Alþingis, þá áttu þeir viðtal við Kolbrúnu Gunnarsdótt- ur, sérkennslufulltrúa í menntamála- ráðuneytinu. Einnig var farið í heim- sókn í Heyrnar- og talmeinastöð íslands, Heyrnleysingjaskólann, Samskiptamiðstöðina og Öryrkja- bandalag Islands. Gestir okkar lýstu yfir ánægju sinni með dvölina hér og sögðu hana hafa bæði verið gagnlega, fróðlega og skemmtilega. Þeir sögðust gjaman hefðu viljað eiga annan virkan dag hér til að ræða betur við ýmsa aðila og heimsækjafleiri stofnanirsem tengjast heymarleysi. Land og þjóð hefðu komið þeim mjög á óvart með margt. Aðalvandamál okkar sýndist þeim vera fámenni okkar og einangrun sem leiddi af sér litla valmöguleika bæði hvað varðar menntun og starf. FEPEDA væri lausn fyrir okkur að mörgu leyti. Annar aðalfundur FEPEDA verð- ur haldinn í Metz í Frakklandi í sumar. I tengslum við aðalfundinn verður fjölskylduhátíð (European Camping of Hearing Impaired Y outh) með veglegri dagskrá dagana 26. júlí til 2. ágúst. í ljós hefur komið mikill áhugi hjá foreldrum og bömum hér heima að sækja þessa fjölskylduhátíð. Við gerum okkur vonir um að FEPEDA eigi eftir að ná miklum árangri í framtíðinni og geti haft mikil áhrif á ýmsum sviðum svo sem í menntun heymarskertra. FEPED A fær til umsagnar ýmis mál, sem þessa fötlun varðar og til FEPEDA er leitað t.d. á tæknisviði, þar sem FEPEDA getur orðið áhrifavaldur á þróun og tækni fyrir heymarskerta. Ég tel það mjög mikils virði fyrir fsland að taka þátt í starfi FEPEDA. f gegnum starf samtakanna getum við fengið aðgang að ýmsum upplýs- ingum og fylgst vel með hvað er að gerast í löndum Evrópu, en mestu máli skiptir þó að stuðla að því að heymarlausir hafi sömu möguleika og aðrir til að ná árangri í lífinu. Með nánum tengslum við FEPED A rjúfum við þá miklu einangrun sem heym- arlausir búa við hér á íslandi. Foreldra- og styrktarfélag heyrnarskertra er nokkuð öflugt hér á íslandi miðað við stærð, en með þátttöku í FEPEDA aukum við styrk okkar til muna. Á árinu sem nú fer í hönd ræðst hvort FEPED A kemur til með að vera það afl sem til er ætlast. Við megum ekki látaokkareftir liggjatil að styrkja og styðja samtökin því FEPED A mun verða mikils virði fyrir okkar fámenna hóp heymarlausra í framtíðinni. Að lokum vil ég fyrir hönd FOSH þakka dyggilegan stuðning Öryrkja- bandalags Islands sem gerði okkur kleift að taka á móti hinum erlendu gestum okkar. Sigurveig Alexandersdóttir, varaformaður FOSH. Hrafn Sæmundsson. Eitt Hrafnsins hugarflug Þegar þungavopnin þagna. Þegar helfjötrar siömenningarinnar sleppa tröllataki af hjörtum okkar. Þegar hagvöxtur rósarinnar veröur mælistikan. Þá leggjum viö af staö í nýtt ferðalag. Þá krjúpum viö niður aö Fjalladalafíflinum til aö gráta. Þá leggjumst viö í grasið til aö horfa á stjörnurnar. Þá veröum við aftur manneskjur. Og litlir hlutir veröa stórir. Og atóm augnabliksins verður klofiö. Og tíminn og rúmiö fær nýja merkingu. Og maurildið mun glitra í sveröinum. Og fólk þorir aö snerta án þess aö drepa. Og fólk mun horfa á sólina. Og fólk mun læra nýtt tungumál þar sem eru engin orö. Þá hefst letilíf þeirrar spendýrategundar sem hefur eytt öldunum til aö kasta perlum fyrir svín. Hrafn Sæmundsson. Mœttum við hugleiða vel þetta hugarflug Hrafns. Kærar þakkir.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.