Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 36
LOKAYFIRLÝSING ráðherrafundur um málefni fatlaðra á vegum Evrópuráðsins 1. Áður fyrr var hvatinn að að- gerðum í þágu fatlaðra annað hvort einkum mannkærleikureðaumhyggja í þ ví skyni að tryggja tilteknum hópum bætur, svo sem þeim sem bæklast höfðu í styrjöldum eða veita þeim rétt til sérstakrar umönnunar. Yfirleitt var talið að fatlað fólk væri „öðru vísi en aðrir“ og bjarg- arlaust. Ráðstafanir byggðar á mann- kærleika ollu því oft að það einangr- aðist frá samfélaginu og var sett til hliðar á stofnunum. Þar hlutu menn sjaldnast nokkra bót og þeir nutu ekki sömu réttinda og tækifæra og allir aðrir. 2. Kannanir hafa leitt í ljós að u.þ.b. einn af hverjum tíu er fatlaður. Auk þess er því spáð að fjöldi gamal- menna í samfélaginu muni aukast mjög á næstu árum. Það þýðir að æ fleira fólk verður fyrir áhrifum fötl- unar, annað hvort á sjáifu sér eða vegna þarfa ættingja sinna, vina eða nágranna sem eru fatlaðir. 3. Hver maður er einstakur og býr yfir ýmsum og fjölbrey ttum hæfileik- um og metnaði. Fötlun veldur truflun í lífi hinna fötluðu, svo og í lífi skyld- menna þeirra og nágranna. Sjálf fötlunin hefur hins vegar hvorki áhrif á hæfileika né metnað hins fatlaða, heldur gerir það honum einungis erfið- ara fyrir að nýta sér hæfileika sína. 4. Hver sem er getur orðið fyrir fötlun, hvar sem er og hvenær sem er. Fötlun er með mismunandi hætti og því eru þarfir fatlaðra og aðstandenda þeirra mjög misjafnar. Þar af leiðandi ætti samfélagið að viðurkenna að hverjum þjóðfélags- þegni ætti að veitast tækifæri til að velja með hvaða hætti hann óskar að taka þátt í samfélaginu. 5. Á undanfömum áratugum hefur náðst vemlegur árangur í því að brjóta niður múra, kveða niður fordóma og breyta afstöðu manna til fötlunar. Allmargt hefur orðið til að stuðla að þessari þróun, þótt í misjöfnum mæli sé, og tengist það sögulegri og póli- tískri þróun í hinum ýmsum löndum. Framfarir í vísindum hafa valdið því að unnt hefur reynst að greina nákvæmar en áður orsakir ýmissa truflana á líkamsstarfsemi, meðferð hefur batnað og nýrri tækni er beitt til að vega upp á móti afleiðingum heft- ingar og fötlunar. Með löggjöf og stjómvaldsaðgerð- um, m.a. framlögum úr opinberum sjóðum, hefur tekist að bæta stöðu fatlaðra verulega. Samtök, sem starfa á vegum rfkis- ins, hafa vakið athygli á persónuleg- um, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum fötlunar. I sumum löndum hafa þau einnig veitt viðeig- andi þjónustu, oft í samvinnu við lög- bundnar stofnanir. Þau hafa einkum stuðlað að auknum skilningi á rétti fatlaðra til að lifa sjálfstæðu lífi og til virkrar þátttöku á öllum sviðum sam- félagsins. Afleiðingin af öllum þessum að- gerðum er sú að réttindi fatlaðra hafa verið lögfest í alþjóðlegum samþykkt- um. 6. Hins vegar er nauðsynlegt að halda starfinu áfram, þar eð því er ekki lokið. Ráðherrarnir gera sér grein fyrir því að ekki nægir að takast á við einstök svið án þess að þau verði hluti af heildstæðri stefnu sem nær til allra þátta mannlegs lífs. Þeir gera sér grein fyrir því að fólk, sem fyrir tilviljun hefur tilteknar þarfir sem fullnægja verður ef því á að auðnast að lifa eðlilegu lífi, hefur rétt til að njóta samhæfðrar stefnu þar sem tekið er til hvers andartaks lífsins. Evrópuráðið hefur lagt verulega vinnu í þróun samræmdrar stefnu til hagsbóta fötluðum. Þessi ráðstefna um sjálfstætt líf fatlaðs fólks er glöggt dæmi um vilja þeirra til þess að marka nýja framtíðarstefnu. Þessi nýja stefna skiptir þeim mun meira máli sem nú er í mótun ný og stærri Evrópa sem byggð er á grund- vallaratriðum lýðræðis og virðingu fyrir hverjum einstaklingi. 7. Ráðherramir leggja til að ríkis- stjórnir þeirra staðfesti stuðning sinn við samræmda heildarstefnu til hags- bóta fyrir fatlaða og standi fyrir eða styrki framkvæmdaáætlanir í því skyni: — að forðast hvers konar misrétti og eyða fordómum í garð fatlaðra; — að vinna skipulega að því að koma í veg fyrir eða draga úr afleið- ingum heftingar eða fötlunar; — að gera fötluðu fólki kleift að taka jafnvirkan þátt í samfélaginu og við verður komið og viðurkenna um leið rétt þess til sjálfstæðis; — að viðurkenna þarfir skyld- menna, vina og nágranna til að annast um fatlaða. 8.1 því skyni samþykkja ráðherr- arnir þá almennu stefnumörkun og ráðstafanir sem lýst er í tillögu stjórnarnefndar (CD-P-RR) um samræmda stefnu hvað snertir fatlaða og leggja til að ráðherranefndin samþykki tillöguna sem fyrirmynd fyrir aðildarríkin og bjóði þeim að gefa reglulega skýrslu um löggjöf varðandi fatlaða í Evrópu. Það væri gagnlegt ef skýrslunum fylgdu dæmi um árangur. a) Ráðherrarnir senda sérstaka áskorun til ríkisstjórna og sveita- stjórna að þær: * geri viðeigandi ráðstafanir sem þörf er fyrir í því skyni að þær tryggi fötluðum jafnanrétt og tækifæri, þ.m.t. tækifæri til vinnu, svo sem skýrt er í uppkasti að tillögu um samræmda stefnu í málum fatlaðra, einkum hvað snertir persónulega aðstoð þar sem þess er þörf; * tryggi sem best samræmingu aðgerða ráðherra, yfirvalda og þjón- ustustofnana, sem eigaþátt í þjónustu við fatlaða í því skyni að koma í veg fyrir ósamræmda stefnu, ákvarðanir sem stangast á og skort á stefnu og þjónustu. * leyfi fötluðum sjálfum, jafnt einstaklingum sem samtökum þeirra, að taka þátt í ákvörðunum um alla þætti lífs þeirra og í gegnum fulltrúa þeirra ef viðkomandi geta ekki sjálf tekið þátt. — þeirra sem veita almenningi þjónustu að þarfir hinna fötluðu séu ávallt hafðar í huga. — fjölmiðla að þeir hjálpi til við að viðhalda slíkum skilningi og sýni þá mynd af fötluðum að þeir séu fullgildir þjóðfélagsþegnar sem hafi rétt til að lifa venjulegu lífi.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.