Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 38
Ávarp flutt vlð afhendingu jólatrés við Langholtskirkju 13. desember 1991 Góðir samherjar. A miðri aðventunni, í önn dagsins komum við saman til þess að njóta þess er tendruð verða ljós á jólatré því sem reist hefur verið hér við Langholtskirkju. Þessi atburður er um leið samstöðuhátíð fatlaðra um land allt og þeirra sem vilja styðja þá ábrautinni til jafnréttis og sjálfstæðis. Þeirri skoðun vex nú óðum fylgi víða um heim að hverjum einstaklingi beri réttur til að hasla sér völl þar sem hugur hans stendur til. Gildir þá einu hvort maðurinn er fatlaður. Fatlaðir hafa í tímanna rás lagt sinn skerf til þróunar menningar okkar og skilað áleiðis arfleifð sem ella hefði farið forgörðum. I hópi fatlaðra hafa verið afreksmenn á sviði vísinda og lista og sumir þeirra hafa brotist áfram til áhrifa á sviði stjórnmála. Við minn- umst ekki eingöngu þeirra sem brotið hafablað í sögunni vegna hæfni sinn- ar því að hinir eru miklu fleiri sem tilheyra hinum þögla hópi sem er hluti af hinni miklu elfi mannkynsins. Það er þessi þögli meirihluti sem skapar skilyrði til framfara í þjóð- félaginu. Það er hinn þögli hópur sem nýtur ávaxtanna af sigrum þeim sem vinnast og þjáist þegar kreppir að. Arið sem nú er að kveðja markar lok áratugar þess er Sameinuðu þjóð- imar ákváðu að helga málefnum fatl- aðra. A þessum áratug hefur ótrúlega margt áunnist. I nokkrum löndum hafa verið sett sérstök lög sem marka upphaf framfarasóknar fatlaðra. En þótt margt hafi unnist blása þó naprir vindar vanþekkingar og fordóma um okkur öðm hverju. Islendingar hafa alltaf verið þannig gerðir að þeir beita upp í veðrið í stað þess að hleypaundanvindi. Þess vegnaverð- ur nú áhersla lögð á að vinna bug á vanþekkingunni en efla þess í stað samstöðuna. Aldrei hefur verið j afnmikið fj all- að um málefni fatlaðra hér á landi og á síðasta áratug. Viðhorf almennings hafa breyst mjög og fatlaðir einstakl- Arnþór Helgason. ingar em nú meira á ferli úti í þjóð- félaginu en var til skamms tíma. Þó bryddir enn á andstöðu við nokkra hópa þeirra. En hún hlýtur að hverfa þegar menn átta sig á að fáum verður hjálpað bak við læstar dyr. Þá skiptir miklu að menn fjalli þannig um fatlaða að þeir njóti sann- mælis. Orðin móta ef til vill álit fólks í ríkara mæli en margur hyggur. Orð em til alls fyrst. Séu þau ranglega notuð valda þau ótta við eitthvað sem menn ekki þekkja og oft er ímyndun ein. Hver kannast ekki við að blindir lifi í myrkri, heymarlausir í þögn og lamaðir séu dæmdir til að vera í hjólastól. En hvemig getur blindur maður, sem sér ekki, verið í myrkri eða heymarlaus maður sem veit ekki hvað hljóð er, búið í þögn? Hinn blindi býr við óma umhverfisins og sá heymarlausi nýtur áhrifa þess er séð verður. Báðum þessum hópum er síðan tilfinningin sameiginleg, hin óútskýranlega skynjun sem veldur mestum áhrifum, skynjun umhverfis- ins, vinátta, sorg, andúð og gleði. Æ fleiri fatlaðir einstaklingar, flytjast nú í alrnenn íbúðahverfi og stofna þar heimili. Sumir búa á sam- býlum en aðrir em í eigin íbúðum. Það er líklega svo að flestir fatlaðir Islendingar eiga þess kost að búa á e igin vegum, en þeir hinir sömu kasta þó ekki rýrð á þá sem þurfa aðstoðar við. I nágrenni Langholtskirkju em nokkur heimili fatlaðra og þeir falla vel inn í það mannlíf sem hér þrífst. Öryrkjabandalag íslands lætur nú tendra ljós á tré því sem hér stendur til þess að minna okkur á að í hverjum manni er fólgin birta sem unnt er að virkjakunni menn einungis að styðja á þann rofa sem þarf til þess að mað- urinn geti stafað ljósi sínu á umhverf- ið. Brátt fer í hönd hátíð ljóssins. Kristnir menn fagna fæðingu frelsar- ans og því að senn birtir og daginn lengir. Megi sú hátíð sem í hönd fer færa öllum landsmönnum gleði og gæsku. MinnumstþesseríHávamál- um stendur að Erat maður alls vesall þótt hann sé illa heill. Gleðilega hátíð! Arnþór Helgason. Aðeins eitt líf Fræðslurit Geðverndarfélagsins Geðvemdarfélag Islands hefur gefið út bækling, sem þýddur er og staðfærður af Helgu Hannesdóttur bamageðlækni. Bæklingurinn nefnist: Aðeins eitt líf og undirfyrirsagnir eru: Ræðum sjálfsmorð unglinga og geðsjúkdóma. Þekking hjálpar. I bæklingnum er á skýran hátt fjallað um unglingsárin, sem flestum er erfiður aðlögunartími, þar sem þunglyndi kem- ur gjaman við sögu. Farið er yfir helztu þunglyndisein- kenni og í framhaldi af því rætt um hugleiðingar unglinga um sjálfsmorð, sem því miður verða oft að veruleika. Þar kemur fram að meirihluti þeirra sem fyrirfara sér eru undir áhrifum áfengis. Minnt er á þá staðreynd, að sjálfs- morð unglinga eru mjög alvarlegt vanda- mál. Þá er kafli um hvemig hægt er að hjálpa og brýnt fyrir fólki að taka fullyrð- ingum um sjálfsmorð af fyllstu alvöru. Að lokum er greint frá fáanlegri læknisþjónustu og græna símanúmerið 996622 undirstrikað rækilega, en þar, hjá símaþjónustu Rauða kross hússins er síminn opinn allan sólarhringinn. Nánar verður greint frá þessu athyglisverða efni í næsta tölublaði Fréttabréfsins. h.S.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.