Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Síða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Síða 2
ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 2. TÖLUBLAÐ 5. ÁRGANGUR 1992 Ritsljóri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Setning, útlit og umbrot: Guðmundur Einarsson Prentún: Prentsmiðjan Gutenberg h.f. Ljósmynd á forsíðu: Gísli Ragnar Gíslason. Frá ritstjóra Á vordögum þegar allt vaknar af lífi og gróandans gullna dýrð veitir unað og yndi, fer vel á því að fylgja blaði úr hlaði með bjartsýni að leiðarljósi. Margt mætagott fólk hefur sem fyrr lagt ritstjóra gott liðsinni sitt, svo blaðið megi bera þess merki að víða er að vegferð hugað og leiðarljósin margbreytileg, svo sem vera ber í fjölbreyttum og margþættum málaflokki. Of fáir eru þeir þó sem leggja hingað leið sína með efni af alls kyns tagi sem ofurljóst er þó, að svo víða finnst á vettvangi starfsins. Ritstjóri væntir þess t.d. að velunnarar Fréttabréfsins láti ekki ýmsa merkisatburði framhjá okkur fara, því svo blessunarlega margt er ævinlega að gerast að það eitt gæti fyllt fáeinar síður hverju sinni. Alltof fá félög finna hjá sér hvöt til þess að nýta þennan vettvang til beinna frásagna af farsælu og viðburðaríku starfi sínu. Auðvitað er ritstjóra engin vorkunn að afla frétta af félögunum og færa þær í letur, en frumkvæðið er alltaf kærkomnara. Fólk skyldi ekki vanmeta það víðtæka starf sem af árvekni og áhuga er unnið úti á akri félaganna. Og það sem þykir sjálfsagður hlutur í heimaranni viðkomandi er máske fréttnæm nýjung fyrir aðra, hvatning um ieið til hollra verka. Ritstjóri veit vel að annríki daganna er ærið og stundir stopular til skrifta, en á tíma tölvu og tækni má ekki gleyma því að geyma til framtíðar vörður farsældar á vegferðinni. Þessu átjánda tölublaði fylgir „átján bama faðirinn“ nú úr hlaði með nokkru stolti, þar sem hann hefur verið fjarri vinnustað að miklu um mánaðarskeið. En þar kemur fyrst og fremst til ljúf liðsemd svo ótalmargra sem hafa gert það mögulegt. Fyrir það ber að þakka. Þegar allt er yndi vorsins vafið fer vel á því að senda öllum lesendum sumaróskir—að sumarið megi verða sólríkt úti sem inni og varpa geislum sínum í sálir okkar — veiti endurnæring og vongleði til verka nýrra á komandi tíð. Því alltaf verður gnótt verkefna, sem vekja löngun til lausnar, sem ljá okkur lífsfyllingu að fást við. Gleðilegt sumar. H.S. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra...................................2 Áfram — með aðgát...............................3 Lungnavemd......................................4 Myndlist sem uppbygging.........................5 Fagra sólin — Saga..............................6 Tvö smáljóð.....................................7 Námskeið fyrir foreldra.........................8 Stjómarnefnd — svæðisstjómir....................9 Úr bréfi til Fréttabréfsins.....................9 Af stjórnarvettvangi...........................10 Styrkveitingar Öryrkjabandalagsins.............11 Hlerað í hornum........................ 11, 34, 37 Hugur reikar á Reykjalundi.....................12 Lausavísur á lofti gripnar.....................13 Alþjóðleg sýning og ráðstefna..................14 Litli maðurinn og þjóðfélagið..................16 „Aðeins eitt líf“..............................18 Höfðingleg dánargjöf heiðurskonu...............19 Vor í Búdapest................................20 Upplýsingar eru forsenda bóta.................22 Örbylgjan.....................................23 Svæðisstjóm málefna fatlaðra..................24 Sverrir Karlsson — Minning....................26 Vísbending Vigfúsar...........................27 Umfjöllun um kenningu Rudolf Steiner..........28 Norræn ráðstefna um atvinnu fatlaðra..........30 Norrænt gigtarár 1992.........................32 Gigtarfélag íslands...........................33 Frá Geðverndarfélagi íslands..................34 Meinleg brot úr minningargreinum..............34 Eitt lítið aðsent bréf........................35 Úthlutun Framkvæmdasjóðs fatlaðra.............36 Ljóðbrot úr umbroti...........................37 í brennidepli.................................38 Gripið niður í glögga skýrslu.................40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.