Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Side 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Side 3
Guðlaug Sveinbjarnardóttir frkvstj Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra: ÁFRAM - Þessir vordagar, þegar veturinn virðist ekki geta ákveðið sig hvort hann eigi að sleppa takinu eða leyfa vorinu að komast að, valda garðræktendum þungum áhyggjum. Á að breiða yfir viðkvæman gróður og vemda hann fyrir næsta hreti? Á að taka þá áhættu að leyfa loftinu og sólinni að leika um þennan gróður svo hann teygi sig upp í birtuna, en verði fyrir þeim mun meira áfalli komi hret sem getur valdið kyrkingi í þroska það sem eftir lifir sumars. Hliðstæðar ákvarðanir erum við alltaf að taka í lífi fatlaðra bama og unglinga. Afleiðingamar eru svipaðar. Ef við verndum þau of mikið ná þau aldrei þeim þroska sem þau hafa getu til og ekki heldur ef við látum þau berjast við ofurefli sem leitt getur til uppgjafar og óhamingju. Mörg fötluð böm sem fæðast nú á dögum era kraftaverk læknisfræðinnar. Öll sú tækni og þekking sem nútímavísindi búa yfir er notuð til að þau nái að lifa og þá er ekkert til sparað. En það er framhaldið, það líf sem við búum þeim í þjóðfélagi okkar, sem skiptir mestu máli. Þau böm, sem búa við verulega fötlun, verða alltaf í rfkum mæli háð ákvörðunum annarra, stjórnmálastefnum, sem þau munu aldrei hafa tök á að kjósa, þjóð- félagsstefnum, fagfólki og fjárlögum. Á tímum samdráttar og sparnaðar eins og nú fara í hönd, verða það alltaf þeir sem minnst mega sín sem verða harðast úti því litlar líkur eru á að þeir myndi þrýstihópa sér til framdráttar. Lagaframvarp um málefni fatlaðra sem hefur litið dagsins ljós, felur vissulega í sér margar umbætur. Lögð er mikil áhersla á að fatlaðir njóti þjónustu og starfi alfarið meðal venjulegs fólks. Það á að hætta að byggja upp vemdaða vinnustaði. Allir eiga að fara út á vinnumarkaðinn. Það á að hætta að byggja upp sérskólakerfið. Allir eiga að geta fengið kennslu við sitt hæfi í almennum skólum. Þetta er allt mjög gott, ef ekki læddist sá grunur að manni að nú eigi virkilega að spara. Það er erfitt að koma auga á að verið sé með aðgát Guðlaug Sveinbjarnardóttir. að byggja upp öfluga kennslu fyrir t.d. vangefna úti í almenna skólanum. Safamýrarskóli sinnirnemendum sem eru mjög greindarskertir og á fundi með foreldrum kom fram að allt rými væri meira en fullnýtt. Þar ætti ekki að auka við, enda samræmdist það ekki nútímakenningum um blöndun. Við siglum hraðbyri inn í þá stefnu, að blöndun fatlaðra og ófatlaðra sé hið eina rétta og því meir þeim mun betra. Gildir þetta bæði um skólavist, vinnu og búsetu. Ekki vil ég mæla gegn ágæti þessa, ef vel er að því staðið, enda löngu sannað að einangrun sé skaðleg og dragi úr þroskamöguleikum. Það sem ég óttast sem foreldri mjög vangefins barns, er að valkostum sérúrræða verði kippt í burtu eða mjög að þeim þrengt, án þess að fullvissa sé fyrir þ ví að almenna kerfið veiti þessum börnum a.m.k. jafngóða þjónustu. Ég tel einnig að f ákafa okkar hafi gleymst að búa fatlaða unglinga undir að takast á við svo krefjandi hlut sem blöndun er. Jafnframt tel ég að þeim sé flestum mjög nauðsynlegt að umgangast líka fatlaða jafnaldra, sem gefur þeim færi á að upplifa sig sem jafningja í hóp og færi á að þróa með sér öryggi og sjálfstraust. Annars tel ég að blöndunin geti snúist upp í andhverfu sína, þ.e. einangrun og óhamingju. Ég hef átt færi á að kynnast mörgum hreyfi- hömluðum unglingum og foreldrum þeirra. Það er mjög algengt að heyra foreldra þeirra, sem eru alfarið í almennum skóla segja um fötluð börn sín. „Hannerþunglyndur, einangraður, á enga vini o.s.frv.“ Hvernig á fatlaður unglingur við þessar aðstæður að finna það sjálfstraust og öryggi, sem er nauðsynlegt til að hann geti komið sér áfram og staðið uppréttur í lífs- baráttunni? Ef við gefum okkur að forsendur lífsfy llingar séu, að eiga gott heimili, hafa vinnu og eiga vini og félagsleg samskipti á jafmæðisgrund- velli, tel ég að lítt hafi verið hugað að síðastnefndu forsendunni þótt hún sé e.t.v. sú mikilvægasta. í apríl hélt Sjálfsbjörg ráðstefnu um ferlimál. Þar var mikið rætt um þröskulda í mismunandi merkingu. Ég er sannfærð um, að stærsti og erfiðasti þröskuldurinn fyrir fatlaða eru fordómar almennings, því ef fatlaðir væru orðnir sjálfsagður hluti af því fólki sem hrærist í miðju þjóðfélagsins, þætti öllum sjálfsagt að ýta venjulegum þröskuldum tilhliðar. Væntanlegadytti þá engum í hug að setja þröskulda yfirleitt. Verst er að í gegnum umræðu fatlaðra sjálfra eða aðstandenda þeirra skín oft eins konar stéttarígur, þar sem vangefni er sú fötlun sem lægstan sess skipar. Vangefnir standa sjaldnast keikir og berjast fyrir málstað sínum. Um þá baráttu verða foreldrar og aðrir venslamenn að sjá. Svo ég snúi mér aftur að garð- ræktinni, þá er það fjölbreytni og sérkenni hinna ýmsu jurta sem gera garðinn áhugaverðan og fallegan. Ekki endilega fegurð einstakra blóma sem eru frek á athyglina og breiða mikið úr sér. Við skulum vona að sú stund komi að allur almenningur sjái að við getum hvorki verið án hreyfihamlaðra, van- gefinna eða annarra fatlaðra eigi þetta þjóðfélag okkar að vera heilsteypt í allri sinni fjölbreytni. Gleðilegt sumar. Guðlaug Sveinbjarnardóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.