Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Blaðsíða 5
skipaður fulltrúum Félags íslenskra
lungnalækna. Markmiðið með þessu
er að tryggja að faglegur metnaður
sitji í fyrirrúmi og að stjórn hafi til að
bera næga sérfræðilega þekkingu til
að geta sinntfræðslustarfi og lagt mat
á verðug rannsóknarverkefni. Síðast
en ekki síst er líklegt að áhugi og vilji
fagfólks til starfa fyrir SÍBS haldist
með þessum hætti.
Við teljum nauðsynlegt að fá til
starfa einhvers konar fræðslufulltrúa,
t.d. hjúkrunarfræðing. Slíkur starfs-
maður gæti sinnt útgáfustörfum og
samræmt fræðslu, auglýst fundi og
ferðalög.
Til þess að hrinda verkefnum
Lungnavemdar í framkvæmd er lagt
til að stofnaður verði sjóður til að
styrkja rannsóknir á lungnasjúkdóm-
um. Ávinningur af þessu fyrirkomu-
lagi er augljós:
í fyrsta lagi má ætla að þeir sem
styrktir eru til rannsóknarverkefna í
nafni Lungnaverndar geri það af krafti
og áhuga. Eigið frumkvæði tryggir að
viðfangsefnin hafi góðan framgang
og að þau verði bæði fjölbreytt og
áhugaverð, sem er beinn ávinningur
fyrir SÍBS.
í öðru lagi mun þessi stuðningur
Lungnavemdar við sjálfstæðar rann-
sóknir hvetja sérmenntað starfsfólk til
að leggja sig fram um að stórauka alla
fræðslustarfsemi á vegum SÍBS, svo
sem með því að taka þátt í fjölmiðla-
skrifum, fræðsluferðum og fundum. í
þessu sambandi gegnir fræðslufulltrúi
Lungnaverndar auðvitað lykilhlut-
verki með því að samræma og
skipuleggja starfið.
Hugsjónin og hugmyndirnar að
baki starfi Lungnaverndar eiga von-
andi eftir að styrkja innviði SÍBS, auk
þess sem stuðningur við áhugaverð
verkefni verður félaginu án efa
lyftistöng.
Segja má að fyrsta skrefið til stofn-
unar Lungnaverndar hafi verið stigið
með stofnun sjóðs Odds Ólafssonar.
Eins og kemur fram í skipulagsskrá
sjóðsins er eitt verkefna hans einmitt
að styrkja rannsóknarverkefni,
fræðslu, forvarnir og endurhæfingu á
sviði öndunarfærasjúkdóma.
Frekari starfsemi Lungnaverndar
hefur enn sem komið er ekki litið
dagsins ljós. Ofangreind ályktun
nefndarmanna er auðvitað aðeins
leiðbeinandi fyrir stjóm SÍBS, en fljótt
á litið virðist þó ekkert geta komið í
veg fyrir að öflugu rannsóknar- og
fræðslustarfi Lungnaverndar verði ýtt
úr vör til hagsbóta fyrir skjólstæðinga
SÍBS.
Björn Magnússon.
Þessi grein birtist áður í SIBS-
fréttum.
Sigurður Gunnarsson, myndlistarmaður:
Myndlist sem uppbygging
og endurhæfing
Eg stundaði myndlistarnám í
Emerson College, á Suður-
Englandi frá árinu 1986 til 1990, þar
afeinaönn íkennslufræðumítengslum
við myndlist eða „skúlptúr".
Verkin voru aðallega unnin í leir
og síðan var tekin afsteypa af þeim og
steypt í mismunandi efni. Tréút-
skurður var einnig mikið stundaður.
Mjög mikilvægur þáttur í náminu
var að skoða verkin sem hópurinn
hafði verið að fást við hverju sinni. Þá
kom fljótlega í ljós að hver og einn
hefur sinn sérstaka stíl og formskynj-
un. Þó að við værum öll að vinna við
sömu hugmyndina, þá komu mjög
ólík form fram á sjónarsviðið. Það
skipti miklu máli að gera sér vel grein
fyrir því hvort hluturinn sem verið var
að vinna að, væri í jafnvægi eða
hvernig samræmið væri. Athugað var
hvort formið sýndi þyngsli eða létt-
leika, hreyfingu eðakyrrð og t.d. hvort
efri hlutinn væri úr tengslum við neðri
Höfundur við verk sín.
hlutann.
Ég minnist þess þegar við spurðum
kennarann okkar hvað við ættum að
gera til þess að bæta form okkar eftir
mikinn vandræðagang?
Þá sagði hann að við ættum að láta
hendumar segja okkur hvað ætti að
gera, því að þær fyndu oft hvað það
væri sem þyrfti að gera.
Þegar líða tók að lokum námstím-
ans sáum við að persónuleiki fólks
kemur í gegnum þau form sem við það
vinnur hverju sinni og mjög erfitt var
að brey ta fastmótuðum tilhneigingum
sem komu upp aftur og aftur eins og
ómeðvitað.
Eftir að ég kom heim frá námi á
Englandi hef ég haldið leirnámskeið á
Sólheimum í Grímsnesi og á sambýl-
inu í Stuðlaseli í Reykjavík, við góðar
undirtektir heimilisfólksins.
Ætlunin er að bjóða upp á námskeið
næsta vetur fyrir fatlaða og aðra þá
sem hug hafa á myndlistamámskeiði.
Auglýsing varðandi námskeiðin
kemur í næsta Fréttabréfi Öryrkja-
bandalagsins.
Sigurður Gunnarsson.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS