Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Side 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Side 8
Kristín Jónsdóttir þroskaþjálfi: Námskeið fyrir foreldra/ aðstandendur fatlaðra barna Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra átti frumkvæðið að því að hefja námskeið fyrir foreldra og aðstand- endur fatlaðra barna. En á þingi sam- takanna árið 1984 var samþykkt ályktun þess efnis að Sjálfsbjörg skyldi beita sérfyrirforeldrafræðslu í samstarfi við önnur hagsmunasamtök fatlaðra. Fyrsta námskeiðið var haldið í Ölfusborgum árið 1984 og fékk Sjálfs- björg landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna í lið með sér í þetta starf sem hefur reyndar verið stöðugt frá þessum tíma. Fyrstu námskeiðin voru svokölluð grunnnámskeið. A þeim var meðal annars fjallað um tryggingamál, þjón- ustu við fatlaðaog aðstandendurþeirra, sálfræðilega og læknisfræðilega hlið fötlunar. Fjallað var um þjálfun og hjálpartæki, greiningu og kreppu- kenningar o.fi. Námskeiðin voru stór í sniðum. Sex fyrirlesarar voru á hverju námskeiði. Fjölskyldan var öll á staðnum þar sem námskeiðið var haldið og boðið var upp ábamagæslu í umsjá sérmenntaðs starfsfólks. Grunn- námskeið voru haidin á ýmsum stöðum á landinu og voru þetta helg- arnámskeið. Námskeið voru haldin á eftirtöldum stöðum: A Reykjanesi við Isafjarðardjúp, á Hallormsstað, í Þingeyjarsýslu, í Munaðarnesi í Borgarfirði, í Safamýrarskóla í Reykjavík, Illugastöðum í Fnjóskadal, í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, í Ragnarsseli í Keflavík, Alþýðuhús- inu í Vestmannaeyjum, Botni í Eyja- firði og að Löngumýri í Skagafirði. Alls voru haldin ellefu grunnnámskeið. Þegar ljóst var að þessi námskeið höfðu gengið mjög vel, var talið tímabært að þróa námskeiðahaldið áfram. Stofnaður var vinnuhópur sem gerði tillögur um framhald starfsins. Gerði hópurinn tillögur um ferns konar námskeið. 1. Grunnnámskeið. 2. Námskeið fyrir foreldra barna á forskólaaldri (4—11 ára). Kristín Jónsdóttir. 3. Námskeið fyrir foreldra unglinga. 4. Námskeið er varða fullorðinsárin. r Aðurnefnd félagasamtök hafa haldið áfram þessu samstarfi og námskeiðin eru nú tvíþætt, annars vegar fyrir foreldra barna 4—11 ára og hins vegar foreldra unglinga. Frá haustinu 1987 tók Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins við grunnnámskeiðunum enda eru starfsmenn þar í mestum tengslum við foreldra yngri barna. Auk þess hafa starfsmenn þar yfirsýn yfir nýfatlanir hjá börnum. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur lánað húsnæði sitt í Reykjadal í Mosfellsbæ fyrir námskeiðin frá 1987. N ámskeiðin eru áfram helgamámskeið og er ekki gert ráð fyrir bamagæslu einsogáfyrri námskeiðum Gerterráð fyrir 15 foreldrum á hvert námskeið. Þátttaka foreldra í kostnaði er í lágmarki ogferðakostnaðurergreiddurfyrirfólk utan af landi. A þessum námskeiðum eru fjórir fyrirlesarar, þ.e. foreldri, læknir, sálfræðingur og félagsráðgjafi. A námskeiði fyrir foreldra bama frá 4—11 áraereftirfarandiefnitekiðfyrir: Fötlun, þroski og þjálfun. Námsgeta, dagvistun og skóli. Uppeldi og fjölskyldan. Félagsleg viðbrögð, nánasta umhverfi o.fl. Báða dagana eru stuttir fyrirlestrar og hópvinna á eftir hverjum fyrirlestri. Á námskeiði fyrir foreldra ungl- inga eru einnig fjórir fyrirlesarar þ.e. foreldri, læknir, sálfræðingur og fé- lagsráðgjafi. Eftirfarandi er rætt: And- legur og líkamlegur þroski unglings- áranna. Tengsl fjölskyldu og umhverf- is. Að eiga fatlaðan ungling, kyn- þroski, kynlíf, vinátta, að flytja að heiman o.fl. Báða dagana eru stuttir fyrirlestrar og hópvinna og umræður á eftir hverjum fyrirlestri. Auk þeirra hagsmunasamtaka fatlaðra sem standa að námskeiðunum hefur Öryrkjabandalag Islands og fjárlaganefnd Alþingis, (félagsmála- ráðuneyti) styrkt námskeiðin fjárhagslega. Nú hafa verið haldin sex námskeið fyrir foreldra bama frá 4—11 ára og sex fyrir foreldra unglinga. Öll hafa þau verið haldin í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellsbæ, en það húsnæði er bæði notalegt og aðgengilegt öllum auk þess að vera í ljómandi fögm umhverfi. Það er mikilvægt að foreldrar fatlaðra bama hittist, kynnist og ræði sín mál. Það er jafn mikilvægt að þetta fari fram við aðstæður þar sem fólk kynnist hvert öðru meir en gerist á venjulegum samkomum. Aðstæður þar sem foreldrar þora að segja hug sinn. Það er nauðsynlegt að skapa grundvöll til þess að fólk geti tekið á málum, sem tengjastfjölskyldu fatlaðra, bæði innan fjölskyldu og milli fjölskyldna. Reynslan hefur sýnt að einmitt á þessum stað hefur skapast góð vinátta og tengsl milli fólks sem vara áfram. Að lokum vil ég þakka öllu því fólki sem starfað hefur með mér að þessum námskeiðum fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Það er ósk mín að námskeiðin haldi áfram að vera fastur liður í samstarfi þessara hagsmuna- samtaka hér eftir, því að þau hafa mælst vel fyrir meðal þátttakenda. Kristín Jónsdóttir, þroskaþjálfi, fram.kv.stj. námskeiðanna.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.