Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Side 10
AF STJ ÓRNARVETTVAN GI
Fundur var haldinn í stjórn
Öryrkjabandalags íslands 28.
apríl á venjulegum stað og tíma.
Formaður hóf fund með því að óska
fólki gleðilegs sumars og þakkaði vel
fyrir veturinn. Þá bað formaður
fundarfólk að minnast þess mæta
áhugamanns um málefni fatlaðra,
Sverris Karlssonar varaform.
Blindrafélagsins, en hann lézt langt
um aldur fram hinn 7. ap. sl. Sverrir
var virkur og virtur félagsmálamaður,
varm.a. oftlegafulltrúi áaðalfundum
Öryrkjabandalagsins og stjórnar-
maður Ö.B.I. fyrir Blindrafélagið um
skeið. A vegum Blindrafélagsins var
honum falinn margs konar trúnaður
og þar má nefna tómstundastarf eldri
borgara sem dæmi um gifturíkt starf
Sverrisfyrirfélag sitt. Fundarfólkreis
úr sætum í virðingarskyni við
minningu hins látna drengskapar-
manns, sem óx með hverri raun eins
og formaður réttilega sagði.
Þá þakkaði formaður góðar gjafir
og hlýjar óskir frá bandalaginu,
starfsfólki þess og einstökum félögum
í tilefni fertugsafmælis hans í apríl.
1) Fyrsta dagskrármálið fjallaði
um styrkveitingar Öryrkjabandalags-
ins á þessu ári. Þeirra er getið greini-
lega annars staðar í Fréttabréfinu.
Hafliði Hjartarson skýrði tillögur
framkvæmdaráðs um styrkveitingar
til einstakrafélaga sem annarra. Hann
lýsti nokkuð einstökum umsóknum
og hann og Ásgerður svöruðu frekari
fyrirspurnum.
Nokkrar umræður urðu um
einstakar styrkveitingarm.a. umsókn
frá Geðverndarfélagi Akureyrar, sem
Geðhjálp mælti með. Tillögur fram-
kvæmdaráðs voru síðan samþykktar
samhljóða.
2) Þá voru tekin fyrir tvö laga-
frumvörp til umsagnar send frá
Alþingi.
Annað var stjórnarfrumvarp til
skaðabótalaga. Hér er um afar viða-
mikinn og margslunginn frumvarps-
bálk að ræða með mjög veigamiklum
og fjölþættum breytingum frá fyrri
lögum. Jóhanni Pétri Sveinssyni hdl.
hafði verið falið að semja álitsgerð,
en hún var ekki tilbúin til fram-
lagningar. Nokkrar umræður urðu um
málið og niðurstaðan sú að formanni
allsherjarnefndar Alþingis yrði skrifað
og farið fram á það að afgreiðslu
frumvarpsins yrði frestað til hausts
sakir þess, hversu flókið það væri og
margþættir hagsmunir í húfi. I
framhaldi af þessari niðurstöðu, ef af
yrði, gæti Öryrkjabandalag fslands
fjallað frekar og betur um málið en
kostur hefur gefist til nú.
Hitt frumvarpið varðar umönn-
unarbætur og aukinn bótarétt til þeirra
einstaklinga, sem hafa barn eða börn
innan tvítugs á framfæri sínu eða á
heimili sínu. Flutt af Ástu R.
Jóhannesdóttur. Samþ. var stuðningur
við efnisatriði frv., en jafnframt skorað
á ráðherra og Alþingi að gera að því
gangskör að koma sem fyrst í gegn
heildstæðri, nýrri tryggingalöggjöf.
3) Þriðja dagskrármálið varðaði
kynningu á áliti laganefndar banda-
lagsins, sem er nú að vinna að nýjum
heildarlögum fyrir Ö.B.Í. og vildi fá
álit stjórnarfundar á áfangaskýrslu
sinni. í laganefnd eiga sæti:
Haukur Þórðarson form., Jóhann
Pétur Sveinsson, Helgi Seljan og
Ásgerður Ingimarsdóttir, sem er ritari
og starfsmaður nefndarinnar.
Formaður nefndarinnar fór
glögglega yfir öll helstu atriði þessara
frumdraga að nýjum lögum. Allir
höfðu fengið lagabreytingarnar og
skýringar með þeim sendar fyrir
fundinn. Ekki verður hér frá neinum
efnisatriðum greint enda tilgangur
umfjöllunar einkum sá, að laganefnd
fengi góðar og gagnlegar tillögur í
farteski sitt frá stjórnarmönnum.
Fjölmargar athyglisverðar athuga-
semdir komu fram og urðu miklar og
líflegar umræður um einstök atriði
tillagnanna. Formaður laganefndar
svaraði ýmsum athugasemdum og
fyrirspurnum, sem fram komu á
fundinum.
Almennur stuðningur var við
meginefni tillagnanefndarinnar. Mjög
var rædd styrking starfs úti á lands-
byggðinni, þannig að Öryrkjabanda-
lagið næði til sem allraflestrafötlunar-
og sjúkdómshópa. Óskað var eftir því
að laganefndin tæki það til sérstakrar
athugunar. Mikil umræða varð einnig
um uppbyggingu öryrkjasamtaka á
landi hér og hver framtíðarþróun í
þeim málum yrði. Sömuleiðis var rætt
um gildi þess og þýðingu fyrir
Öryrkjabandalagið að eiga sem
öruggasta aðild að erlendum
öryrkjasamtökum svo og ekki síður
nefndum og ráðum erlendis þar sem
að meginhluta til er um málefni
fatlaðra fjallað. í lok umræðunnar
taldi Vilhjálmur B. Vilhjálmsson
nauðsyn bera til að kynningarrit yrði
gefið út um starfsemi Ö.B.I., fyrir
hvað það stæði og til hversu margra
fötlunarhópa Öryrkjabandalagið
tekur. Formaður lagði til að
framkvæmdaráð afgreiddi fljótlega