Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 12
Hugur reikar á Reykjalundi
IFréttabréfi Öryrkjabandalagsins á síðastaári varrennt
við á Reykjalundi, eins og greinin þá hét, sem fjall-
aði um veru nokkurra vistmanna áReykjalundi, reynslu
þeirra og viðhorf til staðarins. Nú hefur ritstjóri rennt
við á Reykjalundi og dvalizt þar dulitla hríð sér til
andlegrar og líkamlegrar uppbyggingar, þó helzt til að
hressa upp á hryggan hrygg sinn. Hann ætti því að
mæta tvíefldur til leiks og leika á als oddi út árið og
ríflega það þó. En Reykjalundardvöl er reynslurík fyrir
þann sem fjallar daglega um þau málefni, sem ritstjóri
reynir að gera. Það er oft með óltkindum hversu sá eða
sú sem bogin og beygð
kemur þar inn gengur
upprétt út með orku og kraft
ólíkt rneiri en áður og allt
yfirbragð bjartara og betra.
Á Reykjalundi sannfærist
maður um mátt endur-
hæfingarinnar umfram allt
og þýðingu hennar í
heilsugæzlu þjóðarinnar.
Þegar ég sat fyrir margt
löngu þar sem mál þjóðar
eru sögð ráðast öðru fremur
þá flutti ég þingmál þessu
tengd og fékk oft ágætt fólk
í lið með mér. Hins vegar
varð heldur lítið úr sam-
þykkt þeirra tillagna, því
einhvern veginn lögðust
þær til hliðar í þing-
skjalabunkanums.s. égmaneinkarglöggteftirvarðandi
tillögu um iðjuþjálfun. Þar var tekið á ýmsu í góðu
samráði við þá ágætu stétt sem þessa grein stundar, en
of lítið vissu of margir um þessa þýðingarmiklu grein
endurhæfingar, svo lítið jafnvel að þingbróðir minn
spurði mig, hvers konar iðngrein þetta væri nú, sem ég
bæri svo mjög fyrir brjósti. Ekki ætla ég að bæta hér
neinu við þennan þátt þingsögu minnar enda vel til
elliglapanna geymt. Hins vegar var áhugi minn á þessu
vakinn vegna þeirra kynna sem ég hafði í gegnurn vini
og vandamenn allt yfir í nánustu ættingja af
endurhæfingu þessari og ýmsum þáttum þar. Seinna
bættist persónuleg reynsla við sem farsæll þáttur í
farteski að hafa. Endurhæfing er vissulega dýr fyrir
samfélag, þar sem nú þykir hentast að bregða busa á
loft hvarvetna til niðurskurðar. Hins vegar ætti líka að
vera ljóst að hún er dýrmæt og öllu öðru frekar það að
hún margborgar sig. Óteljandi vinnustundir ótalmargra
er árangur sem illa verður í aurum metinn, en þau
verðmæti eru gífurleg sem endurhæfingin skilar
samfélaginu í beinu framlagi, færri legudögum, minni
bótagreiðslum og svona utan enda. Enn verra er að slá
mælistiku á það sem einstaklingurinn ávinnur sér með
góðri endurhæfingu bæði tekju- og afkomulega sem og
ekki síður í virkari vellíðan, meiri og betri lífsfyllingu.
Þegar við heyrum af skammsýni niðurskurðar, sem bitna skal
á endurhæfingunni og færri möguleikum þar, þá eigum við
ekki að þegja, þá eiga ekki þær þúsundir sem notið hafa að láta
kyrrt liggja.
Endurhæfing er að mínu mati einhver bezti mælikvarði á
það, hversu samfélagið er á vegi statt með heilbrigðis-
mál sín og heilsugæzlu alla. Þegar ég var í því verki fyrir
góðum áratug að endurskoða heilsugæzlulög okkar, þá reyndist
mér undratregt að fá vissa endurhæfingarþætti inn í lög sem
verkefni sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva um land allt. Ég
man eftir óráðshjali um
óráðsíu m.a. Því miður
hefur raunin orðið sú að
þrátt fyrir góð orð í lagagerð
þáhefurlandsbyggðin ekki
notið þessa mikilvæga
þáttar sem skyldi. Hin
undarlega árátta margra
menntaðra stétta að forðast
landsbyggðina, líta á hana
sem annars flokks, kvarta
og kveina yfir vöntun á
þverfaglegri samvinnu —
skorti á teymisvinnu
o.s.frv. — sú árátta er
yfirgengileg. Þar eiga alltof
margir aðild að, því ti 1 hvers
er góð sérmenntun, ef sí og
æ þarf að funda í
þverfaglegum teymum til
að menntunin nýtist. Þetta er auðvitað fyrirsláttur mestan part,
en fundahöld af þessu tagi á hinum ýmsu stofnunum um allt
og ekkert ganga líka æði oft út í hreinar öfgar. Sú menntun er
einfaldlega ekki nógu haldgóð, sem þarf á sífelldum stuðningi
að halda úr öllum áttum frá öðrum. Jafnsjálfsagt er að fólk geti
borið saman bækur sínar og veitt hvert öðru góð ráð og gott
liðsinni. En til þess er nú einmitt hin ofurgóða samskiptatækni
nútímans að ekki þurfi stöðugt að kalla fólk saman frá fjörrum
stöðum til samráðs og samstarfs. En þetta var nú ónotalegur
útúrdúr af góðu gefnu tilefni vel menntaðs heilbrigðis-
starfsmanns — reyndar í endurhæfingargeiranum, sem kvað
starfslega einangrun á landsbyggðinni slíka, að hún yrði
hverjum og einum ofraun fyrr en síðar. Svona hjal kallar á slík
svör sem hér að framan.
Endurhæfing þarf að vera sem víðast og sem bezt. Hitt
skiptir ekki minna máli að öflugar endurhæfingarstöðvar
sinni öllu sem meira skiptir, m.a. endurhæfingu eftir slys,
hjartaendurhæfingu og svo mætti áfram telja utan enda.
Grensásdeild og Reykjalund ber því að efla sem allra
mest, öllum til heilla, samfélagságóðinn ótvíræður, líðan
ótalins fjölda allt önnur og betri. Samhliðaþeirri góðu starfsemi
þarf svo að komaendurhæfingarþættinum inn í heilsugæzluna
hvarvetna þar sem þess er kostur.
Með góðri þökk fyrir gæðavist.
H.S.
Frá Reykjalundi.