Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Síða 14
Arnþór Helgason form Ö.B.Í.:
Alþjóðleg sýning og
ráðstefna um hjálpartæki
Dagana 1.—5. desember síð-
astliðinn var haldin í Wash-
ington í Bandaríkjunum alþjóðleg
ráðstefna og sýning um hjálpartæki
fatlaðra. Ráðstefnan bar heitið „World
Conference on Tecnhology for the
Disabled“ (heimsráðstefna um tækni í
þágu fatlaðra) og var skipulögð af
ýmsum samtökum fatlaðra í Banda-
ríkjunum, bandarískum stjórnvöldum
og sambandi iðnrekenda.
Skipuleggjendur ráðstefnunnar
hugsuðu sér hana sem endasprett ára-
tugar þess er Sameinuðu þjóðirnar
helguðu málefnum fatlaðra. Einnig var
markmið þeirra að vekja athy gli á lögum
um málefni fatlaðra sem samþykkt voru
í Bandaríkjunum í lok síðasta áratugar
og munu marka tímamót í málefnum
fatlaðra víða um heim.
A ráðstefnunni voru flutt mörg
athyglisverð erindi. Þeim mátti skipta í
almenna fyrirlestra, fyrirlestra um
sérstök réttindamál ákveðinna hópa,
kennslufræði, sálfræði, vísindaþróun og
tækni í þágu margra hópa fatlaðra.
Ráðstefnuna sóttu 643 fulltrúar 48
þjóða. íslendingarnir voru tveir: Arnþór
Helgason og Dóra Pálsdóttir kennari
við Starfsþjálfun fatlaðra.
Fjölmargir fyrirlesarar fjölluðu um
almenn réttindamál fatlaðra. Þar mátti
kenna fyrirlesara frá ráðuneytum,
opinberum stofnunum, samtökum
fatlaðra og eftirlaunaþega ásamt full-
trúum atvinnurekenda sem tóku mjög
virkan þátt í umræðum.
Samkvæmtbandarísku lögunum um
málefni fatlaðra er óheimilt að gera
einhverjar þær ráðstafanir sem hindra
fatlaða í að taka þátt í daglegum
athöfnum manna. Sem dæmi má nefna
að þjónustustofnanir hvort sem þær eru
í eigu hins opinbera eða einstaklinga
eiga að vera þannig úr garði gerðar að
fatlaðir geti óhindrað komist leiðar
sinnar og starfað þar; verslanir og
fyrirtæki skulu einnig uppfylla slík
skilyrði og samgöngukerfi stórborga
ber að aðlaga þörfurn fatlaðra.
Stórborgum hefur verið settur ákveðinn
tími til stefnu og má sem dæmi nefna að
New York verður að hafa gert
endurbætur á sínu samgöngukerfi árið
2000.
Þá hefur það vakið sérstaka athygli
að lög þessi ná einnig til búnaðar sem
fyrirtæki og stofnanir fjárfesta í. Má
þar nefna skrifstofubúnað svo sem
tölvur og hugbúnað. Töl vubúnað verður
að vera hægt að aðlaga þörfum fatlaðra.
Annars mismunar hann hópum fólks
og útilokar suma frá sjálfsögðum
störfum.
Þessi lagaákvæði hafa haft í för
með sér að stórframleiðendur eins og
IBM leggja nú mikla vinnu í rannsóknir
á hugbúnaði sem nýst getur jafnt
fötluðum sem ófötluðum. Nokkurt
vandamál hefur verið á þessu sviði hin
myndræna þróun hugbúnaðar, en sem
kunnugt er hefur þróun ritvinnslukerfa
og annars hugbúnaðar orðið í æ ríkara
mæli sú að framsetning hans byggir á
valmyndakerfum og menn sjá
nákvæmlega á skjánum hvernig texti
eða önnur gögn sem þeir eru að vinna
að líta út. Þetta hefur valdið ákveðnum
vandræðum vegna jaðartækja sem
hönnuð hafa verið fyrir blinda. Nú hillir
undir lausn þessara vandamála því að
þýskir og bandarískir framleiðendur eru
önnum kafnir við lausn myndrænnar
framsetningar.
Þá hafa þessi lagaákvæði einnig
orðið til þess að aðrar þjóðir sem
framleiða tölvubúnað hafa áttað sig á
að fatlaðir eru einnig kaupendur eins og
aðrir og vinnur nú hópur japanskra
vísindamanna að því að fá helstu
stórfyrirtæki þar í landi á sviði
tölvuframleiðslu til samstarfs. Japanir
hafa hingað til ekki lagt mikið upp úr
þátttöku fatlaðra á almennum
vinnumarkaði. En með breyttum hugs-
unarhætti og bættri tækni mun þetta ef
til vill breytast. Þá eru líkur á að stærri
markaður opnist fyrir hjálpartæki en
nokkru sinni fyrr og gæti það lækkað
verð þeirra nokkuð.
r
Iþessu stutta greinarkomi verður eigi
farið út í einstök atriði sem fram
komu í hinum ýmsu fyrirlestrum sem
fulltrúar Öryrkjabandalagsins sóttu. Þó
skal nefnt inngangserindi ráðstefnunnar
sem fjallaði um viðhorf í garð fatlaðra.
Fyrirlesarinn hélt því fram að engar
framfarir yrðu í málefnum fatlaðra þrátt
fyriröratækniþróun,efhugsunarháttur
almennings fylgdi ekki í kjölfar
tækniþróunarinnar. Þannig væri
ástæðulaust að þróa fullkomin
hjálpartæki sem enginn atvinnurekandi
eða tryggingastofnun fengist til að
fjárfesta í. Samtök fatlaðra yrðu því
með stöðugri kynningu að vinna að
breyttum hugsunarhætti atvinnurek-
enda, almennings, yfirvalda og hinna
fötluðu sjálfra sem ættu í auknum mæli
að sækja í almenn úrræði í stað þess að
búast við sérstakri meðhöndlun á
flestum sviðum.
Fyrirlesarinn nefndi einnig notkun
tungumálsins sem afdrifaríkan þátt í
skoðanamyndun almennings. Sem
dæmi sagði hann sögu af frænku sinni
sem hafði veikst og lent í hjólastól.
Honum voru sögð tíðindin þannig að
nú væri stúlkan dæmd til vistar í
hjólastól það sem eftir lifði ævinnar.
„Hvað er að heyra þetta“, sagði
fyrirlesarinn. „Ætlarþá enginn að áfrýja
dómnum?“
„Auðvitað verður þessum dómi
ekki áfrýjað", sagði viðmælandi hans.
„Stúlkukindin er dæmd til vistar í
hjólastól af völdum sjúkdóms. Skilurðu
það ekki maður!“ „Já, en ef hún er
dæmd til vistar í hjólastól þá hlýtur
einhver að hafa dæmt hana og ég krefst
þess að dómnum verði áfrýjað".
„Já, en stúlkan er veik, skilurðu það
ekki. Þótt hún sé komin af sjúkrahúsi
og farin að vinna er þetta sjúk
manneskja".
Þarna var mergurinn málsins, sagði
fyrirlesarinn. Hann sagðist þekkja
fjölda fatlaðs fólks sem er heilbrigðara
en margur ófatlaður maðurinn. Til
dæmis greindi hann frá því að unnusta
sín væri spastísk, en algerlegaheilbrigð.
(Þessi sama spastíska stúlka kom
reyndar fram á skemmtun síðar um
kvöldið og taldi margt mæla með fötlun
sinni. Til dæmis héldi unnusti sinn að
hún fengi mun oftar fullnægingu en
raun bæri vitni og það gerði a.m.k.
hann ánægðan).