Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 15
Lyklaborð fyrir hreyfihamlaða. Inni i og aðgerðir svo það hentar mjög vel Þessi sami fyrirlesari taldi jafnframt fráleitt að tala um heim fatlaðra, að blindir lifðu í myrkri og heymarlausir í þögn. Hvemig getur sá sem aldrei hefur séð lifað í myrkri og hvernig getur sá sem heyrir ekki lifað í þögn? Þessar skilgreiningar hafa ófatlaðir búið til. Sannleikurinn er sá að hinir blindu njóta dásemda hljóðsins og hinir heymarlausu litbrigða ljóssins og öll lifum vér í sameiginlegum heimi og erum hluti mannkyns. Tæknisýningin A sýningunni voru sýndar helstu nýjungar á sviði hjálpartækja frá 80 framleiðendum. Það væri að æra óstöðugan að telja allt það upp sem þar bar fyrir augu og eyru. En hér skal þó gerð tilraun til þess að geta nokkurra nýjunga: Sýndar voru hugmyndir Japana og Þjóðverja að myndrænni framsetningu á tölvuskjám fyrir blinda. Gert er ráð fyrir að menn noti jöfnum höndum talbúnað og þessa myndskjái. Eins og stendur eru slíkir skjáir mjög dýrir og erfiðir í framleiðslu. Séu þeir nógu nákvæmir eru í þeim frá 200.000 upp í 600.000 einingar. Þá má nefna sérstakt lyklaborð fyrir einhenta. Á borðinu eru 7 lyklarog með þeim er hægt að rita allt stafróf töl vunnar og framkvæma aðgerðir sem venjulegt lyklaborð er hannað fyrir. Auk þess að nýtast einhentu fólki mun lyklaborð þetta valda byltingu fyrir hraðritara. Þá geta menn ritað sértil minnis urn leiðog þeir tala í símann því að einfalt er að stjóma borðinu með annarri hendinni á rneðan símtólinu er haldið með hinni. Margs konar kennslubúnaður var í þessum sjö lyklum eru allir bókstafir fyrir þá sem fatlaðir eru í höndum. sýndur fyrir þroskahefta en tölvur gegna æ meira hlutverki í kennslu þeirra. Þá má nefna ýmiss konar forrit til þess að stækka letur á töl vuskjám, en hingað til hefur búnaður til slíkra hluta verið afar dýr. Margs konar talbúnaður var sýndur en hann nýtist Islendingum ekki þar sem hann ræður eigi við íslensk hljóð og er sérstaklega hannaður fyrir enska tungu eða þýska. Talsvert var af hjálpartækjum fyrir hreyfihamlaða svo sem hjólastólar ýmiss konar, stoðtæki o.fl. Þá var nokkuð af tækjum fy rir heyrnarlausa og heyrnardaufa svo sem ýmis heyrnartæki, hljóðmagnarar fyrir heimahús og samkomuhús, samskiptatæki fyrir daufblinda o.fl. Sérstaka athygli vakti kynning á tölvunetinu Community Link sem sett hefur verið upp til prófunar á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum. Kerfið gefur heyrnarlausum beinan aðgang að stórverslunum, dagblöðum, fréttastofum og margs kyns upplýs- ingum. Surnir óttuðust að slíkt kerfi myndi stuðla enn frekar að einangrun hinna hey marlausu en raunin hefur verið sú að það hefur örvað marga þeirra til þess að fara út á meðal fólks og leita sér afþreyingar. Menn hafa einnig kynnst með því að þeir hafa átt samskipti við fólk sem hefur slík áhugamál með tilstuðlan tölvunetsins. Upplýsingum um þessi tæki og framleiðendur þeirra hefur verið dreift til ýmissa aðildarfélaga Öryrkja- bandalags íslands og frumgögnin eru varðveitt hjá Tölvumiðstöð fatlaðra. Er þeim sem áhuga hafa bent á að hafa samband við hana. Lokaorð Á síðasta degi ráðstefnunnar voru flutt fjölmörg erindi um þau markntið sem bæri að stefna að. Nokkrir fyrirlesarar beindu hugskotssjónum að þjóðfélagi framtíðarinnar. Flestir voru þeir sammála um að með minnkandi framlögum til hermála gæfist aukið svigrúm til þess að fjármagna rannsóknir í þágu almennings. Einn fyrirlesarinn, hagfræðingur að mennt, taldi að nú væru Bandaríkjamenn og Japanir komnir á það stig að mæla þyrfti aukninguþjóðarframleiðslunnaráfleiri sviðum en iðnaði. Hann taldi að stjórnvöld í Bandaríkjununt þyrftu að horfast í augu við að fjárfesting í félagslegri þjónustu gæti verið þjóðfélaginu arðbær að ýmsu leyti og skilað sér með þeim hætti að hún yrði marktækur mælikvarði á aukna þjóðarframleiðslu. Ferðir á ráðstefnur og sýningu sem þá sem hér hefur verið fjallað um skila óumdeilanlegum árangri. Lítilli þjóð sem Islendingum er mikilvægt að koma á framfæri sérþörfum sínum og sjónarmiðum. Hér á landi búa menn yfir margþættri reynslu sem framleið- endur hjálpartækja vilja gjarnan nýta sér. Sérstaða íslenskunnar gerir það að verkum að sérstakt tillit verður að taka til þarfa íslendinga þegar um tæki er að ræða sem ætluð eru til tjáskipta. Því er nauðsynlegt að kynna framleiðendum þessa sérstöðu og fá þá til að nálgast þarfir íslenskrar tungu í stað þess að aðlaga tungumálið þörfum tækni sem takmarkast af uppbyggingu einnar eða tveggja stórtungna heims. Sú megin- breyting hefur orðið á viðhorfum flestra framleiðenda að þeir gera sér æ betur grein fyrir þörfum smárra markaða og leita því eftir samskiptum við smáþjóðir í ríkara rnæli en áður. Þá skiptir ekki minna máli að með ferðum á slíkar sýningar kynnast menn framleiðendum og geta komið á beinum samskiptum milli þeirra og íslenskra innflytjenda. Með þeim hætti má lækka verð á hjálpartækjum hingað til lands en það er í mörgum tilvikum óheyrilega hátt vegna smæðar markaðarins. Þeim fjármunum er því vel varið sem notaðir eru til þess að efla kynni Islendinga af því sem er að gerast á sviði hjálpartækja úti í hinum stóra heimi. Þannig er um leið unnið að aukinni samskipan fatlaðra í þjóðfélaginu. Arnþór Helgason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.