Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 16
Katrín Bílddal öryrki:
Litli maðurinn
°g þjóðfélagið
r
Eg verð að segja eins og Marteinn
Lúter: Hér stend ég, og get ekki
annað“.
En að lokum stend ég upp mín
vegna og vonandi líka fyrir aðra, þá
sem minnamega sín í þessu þjóðfélagi
og eru endalaust misrétti beittir.
1979 er ég í Myndlistarskóla
Reykjavíkur, í höggmyndadeild, næ
ótrúlegum árangri miðað við mínar
aðstæður, að vera í raun og veru fársjúk
án þess að gera mér grein fyrir því fyrr
en löngu seinna.
Urn vorið er ég lögð inn á Borgar-
spítala og fer í uppskurð á eyra. Skorið
er í burtu slæmt taugaæxli sem er
aðeins annar endi á miklu stæma æxli
við heila og niður háls. A þriðja degi
kemur læknir til mín og segir: „Þú
mátt fara heim góða mín“.
Helminginn af tímanum æli ég
stanslaust út af heiftarlegri heila-
pressu. Á eftir þessari aðgerð byrjar
mín þrautaganga fyrir alvöru.
Ég held áfram að ganga til þeirra á
eyrnadeildinni en er aldrei vísað til
heila- og taugasérfræðings. Mannin-
um mínum gefið í skyn að ég sé hrein-
lega móðursjúk, þegar ég get ekki
lengur rennt niður mat. Ég fer að trúa
þessu sjálf að nú sé ég orðin alvarlega
móðursjúk, en veit jafnframt að eitt-
hvað mjög alvarlegt er að gerast með
mig. Ég er að verða gjörsamlega óvíg.
Ég var svo heppin að eiga systur í
B andaríkj un um sem er hj úkrunarkon a
(Sigríður Bílddal) hringdi í hana og
reyni að útskýra fyrir henni hvernig
ég sé og hún gerir sér strax grein fyrir
því að þetta er hið alvarlegasta mál og
eitthvað mikið að og segir mér að
koma vestur sem allra fyrst.
S vo ég flý að lokum land algj örlega
úrvinda. Daníel Guðmundsson skrifar
fyrir mig bréf til Tryggingastofnunar
ríkisins, að ég sé á förum til
Bandaríkjanna og honum finnist
sanngirnismál að ég fái að fara þar til
læknismeðferðar.
Ég hef áhyggjur af því að kannski
finnist ekkert að mér þar fyrst ekkert
finnst að mér hér heima og hvað í
ósköpunum ég eigi þá að gera. Ég er
algjörlega komin í þrot. Uppá vasann
er ég með pappíra frá Trygging-
Katrín Bílddal.
astofnun ríkisins, sem einskis virði
eru þegar á reynir.
Tryggingalæknir sagði svo að ég
gæti bara komið heim aftur og farið til
Englands en ég var alls ekki ferðafær,
gat á þessum tíma ekki fylgt föður
mínum til grafar svo sem ég svo
gjarnan vildi.
Ég naut gestrisni og hjálpsemi
systur minnar og meiriháttar útsjón-
arsemi. Fyrir þekkingu og dugnað
hennar kemur hún mér í hendur topp-
lækna á heimsmælikvarða.
Við byrjum á eyrnaklíník hjá dr.
Hauss, sem sendir mig í höfuðskann
þar sem allt kemur greinilega í ljós.
Ég er komin á ystu nöf og má engan
tíma rnissa og það erreynt að tímasetja
uppskurð eins fljótt og mögulegt er.
n nú er ég kornin út úr íslenska
kerfinu með ónýta pappíra, þarf
að borga spítalann fyrirfram og hér
heima við kerfið að slást og eintóma
andstyggilega þverhausa. Eigin-
maðurinn var ekki öfundsverður á
þessum tíma, að þurfa að hrista fram
úr erminni stórfé fyrir aðgerðinni með
nokkurra daga fyrirvara, peninga sem
ekki voru til. Hvernig það gekk upp er
óskiljanlegt; en það hafðist fyrir góðra
rnanna hjálp.
Föðurarfur kom til, þar fékk ég
alla lausa peninga sem faðir minn
hafði átt. Mín fjölskylda, hans fjöl-
skylda, hans atvinnurekendur, að
ógleymdum Landsbankanum og góðu
fólki úr öllum áttum komu til hjálpar
og allt small á elleftu stundu.
Ég slapp ótrúlega vel gegnum að-
gerðina, enda í topphöndum en
aðgerðin var tímafrekari (átta tímar)
og erfiðari en mínir læknar höfðu gert
ráð fyrir. Það var búið að gera mér
grein fyrir öllu sem gæti skeð og mið-
að við það fannst mér ég vera heppin.
Hvernig líður svo persónu sem gengur
í gegnum slíka reynslu sem þessa?
Ég var hamingjusöm að fá að lifa
lengur og heimurinn í allri sinni dýrð
var fegurri. En ég fann hversu lítið
sandkom ég var í almættinu, og ég
hafði verið algjörlega á valdi Guðs.
Mér fannst ég líka hræðilega skuldug
bæði Guði og mönnum.
Hvenær og hvernig greiðir maður
slíkar skuldir, vissulega taka þær
aldrei enda?
S vo, kem ég heim og er vel fagnað,
en jafnframt byrja erfiðleikarnir. Að
eiga við Tryggingastofnun ríkisins
var erfitt.
Við reyndum að fá sjúkrareikninga
borgaða en þeir buðust til að borga
helminginn. Þessu vildum við ekki
una og afþökkuðum slíkt og fengum
okkur lögfræðing í málið, sem
afgreiddi það með mikilli snilld. Ég
man ekki betur en það hafi samt liðið
hálft ár þar til við fengum greidda
reikninga, en ekki neinn annan kostn-
að sem var mikill.
Því miður, þó vel tækist með
aðgerðina, miðað við hvað við var að
slást er ég orðin öryrki og langtíma-
sjúklingur og verð sennilega að bera
það mér á baki þó hart sé. Og þó ég sé
búin að berjast og sé enn að gera, fyrir
betri heilsu og þar hefur Reykjalundur
dyggilega stutt mig með góðri þjálfun.
Mikið var að vinna upp því níunda
taugin var skert. Einnig orka, jafnvægi
og hraði, skerplutaugin mikið skert,
svo ég varð að drekka með röri og