Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 17
í gönguferð í góðu veðri. Sjá baksíðu. (Bls. 40). Gripið niður í glögga
skýrslu.
gekk illa að borða. Annað raddbandið
lamað, svo ég gat bara hvíslað, þannig
var ég í tvö ár.
Eg vissi að það væri ekki mikið mál
að laga það, þegar útséð væri með
hvenær hún kæmi til baka og hafði
orð á þessu við talþjálfarann minn hjá
Talmeinastöðinni. Hann hafði ekki
heyrt um svona aðgerð, en sagðist
skyldi bera málið upp við yfirlækni
stöðvarinnar, Einar Sindrason, sem
var það elskulegur að setja allt í gang
svo að ég kæmist í svona aðgerð, sem
felst í því að „teflan" er sprautað í
lamaða raddbandið, þar til þau ná
saman og röddin heyrist.
Þeir í eyrnadeild Borgarspítalans
voru mér innanhandar í þessu máli og
sem betur fer var ég með rétta pappíra
upp á vasann frá Tryggingastofnun
ríkisins. Tveimur árum seinna fer ég
til Bandaríkjanna þá nýbúin að fara
hér í höfuðskann og mér sagt að allt sé
í besta lagi.
í ferðinni er ég ekki nógu hress og
leita til minna fyrrverandi lækna sem
senda mig til öryggis í skann og kemur
þá í ljós að það er síður en svo í góðu
lagi með mig og ég verð að fara í
annan uppskurð, eins fljótt og ég get.
Ti 1 að spara tíma og peninga var ég
að hugsa um að fara ekki heim, en
hver getur tekið þvílíka áhættu án
þess að sjá og kveðja þá sem rnanni
eru kærastir og ganga frá ýmsum
málum, þar sem þessi seinni aðgerð
var gerð upp á von og óvon og þurfti
ég að búa mig vel undir hana.
Ég þakka fyrir að læknar og
Tryggingastofnun ríkisins brugðust
rétt við í þetta sinn og sendu mig með
rétta pappíra, sem greiddu allan
sjúkrakostnað.
Nú var reynt enn betur að fjarlægja
æxlið og einnig var ég send í
geisla til að reyna að fyrirbyggja nýjan
vöxt á æxli.
Því miður fór ég nú enn verr en í
fyrra skiptið, það sem skaddaðist í
fyrri aðgerð varð enn verra og meira
til.
Afltaugin hékk á bláþræði og litlu
hefur sennilega munað að ég lenti í
hjólastól. Afltaugin er enn í ólagi og
þess vegna er ég mjög ferðaskert.
Ég er búin að kaupa mér bfl, sem
ég hefði ekki gert ef ég hefði vitað að
mér yrði synjað um ferðaþjónustu.
Ekki talin nógu fötluð af Trygginga-
stofnun ríkisins.
Vissulega er ég með fætur, en
engan veginn eðlilegan gang.
Það er munur að vera ráðherra og
geta fengið fínan bíl með styrk eða
hvað? eða ferðast fyrir milljónir út um
heim. Ekki fer ég fram á styrk til að
flýj a veturinn hér heima, sem alltaf fer
illa með mig vegna þess hversu fötluð
ég er. Ég kemst betur áfram, þegar auð
er jörð og að sjálfsögðu fengi ég
synjun.
Því miður hef ég verið
Tryggingastofnun ríkisins og
þjóðfélaginu dýr í rekstri, en ég get
ekki að því gert og hef ekki óskað mér
þess.
Ég hef ekki hlotið annað en það
sem er réttmætur réttur minn.
Ég verð að standa upp og tala
vonandi fyrir fleiri en bara mig.
Við sem erum í þessari hræðilegu
öryrkjastétt megum ekki við neinum
synj unum. Mér ofbýður það opinbera,
Tryggingastofnunin og læknakerfið.
Glansmyndirnar sem ekki standast,
kæruleysið, feluleikur með það sem
maður á rétt til, hirðuleysi, ókurteisi
og stuðningsleysi.
Mín mál eru ekki einkamál sem á
að þegja endalaust yfir.
Verð ég ekki að standa upp, gera
þau opinber fyrir mig og aðra
minnimáttar í þjóðfélaginu? Ég hef
barist áfram á viljastyrk og bjartsýni
til að reyna að öðlast betri heilsu til að
geta bjargað mér.
Líka má ég þakka fyrir að ég held
sönsum í gegnum allt mitt stríð.
Hversu lengi get ég haldið þannig
áfram, eða mun ég gefast upp?
Augað mitt sem átti von, að ég
hélt. Hornhimnan skemmdist í seinni
aðgerðinni en vex til baka, sem skeður
sjaldan.
Augað hefur alltaf verið erfitt,
læknisfræðilega séð, en þess betri
umfjöllun lækna þurfti það. Með-
höndlun snýst öll upp í ranghverfu.
Aðgerð til að minnka augað, baktería,
vitlaus meðöl og hornhimnan sem átti
von brennursundur. Sfðan vex örvefur
utan um vefinn og að lokum fara
æðarnar í uppsteyt og vaxa inn. í dag
er það hreinlega ónýtt, og besti
kosturinn virðist vera að henda því,
enda er það mér mikið líkamslýti.
Ég tel þetta vera orðið skaða-
bótamál, en getur öryrki farið í slíkt
mál? Það er ekki við lækna að eiga,
heldur læknavegg og þeir eru duglegir
að þvo hendur sínar. Mér ofbýður.
Ríkisstjórn eftir ríkisstjórn lifir um
efni fram, sóar á öðrum endanum og
kroppar í hinn endann. Þessi ætlar að
laga til með því að skera niður. Hún
hefur ekki vit á að byrja á réttum enda
og ræðst á garðinn þar sem hann er
lægstur. Mérofbýðurog getekki þagað
lengur.
Guð blessi smælingjana og styðji
þá. Illa gerir þjóðfélagið það.
Katrín Bílddal.
E.S. Frá því þetta var skrifað hefur
fengist góð leiðrétting á bifreiðamál-
um mínum og ber að þakka úthlutunar-
nefndinni hve fljótt var brugðist við.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS