Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 18
Lilja Öskarsdóttir og Stefanía
Sigurj ónsdóttir hjúkrunarfræðingar
.AÐEINS EITT LÍF“
Ijanúar sl. gaf Geðverndarfélag
íslands út bæklinginn „Aðeins eitt
líf‘. Helga Hannesdóttir barnageð-
læknir þýddi og staðfærði bandarískan
bækling um sjálfsvíg unglinga og
þunglyndi. Efni hans taldi hún eiga
erindi til íslenskra ungmenna, að-
standenda þeirra og kennara. Bækl-
ingurinn hefur að geyma upplýsingar
um helstu orsakir tilfininningalegs
ójafnvægis og þunglyndis hjá
unglingum. Þunglyndiseinkenni eru
kynnt, hvaða leiðir eru til hjálpar og
örfá orð eru um tíðni sjálfsvíga á
Islandi. I tengslum við vinnslu og
útkomu bæklingsins var stofnaður
samstarfshópur um forvarnir gegn
sjálfsvígum ungmenna að tilstuðlan
Axels Eiríkssonar úrsmiðs og S tefaníu
Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræðings.
Formaður hópsins er Axel Eiríksson
úrsmiður, aðrir í hópnum eru: Birgir
Ásgeirsson sjúkrahúsprestur,
Borgarspítala, Helga Hannesdóttir
barnageðlæknir, barna- og ungl-
ingageðdeild Landspítala, Jón G.
Stefánsson geðlæknir, geðdeild
Landspítala og formaður Geðvernd-
arfélags íslands, Lilja U. Óskarsdóttir
hjúkrunarfræðingur ritstjóri, Hjúkr-
unarfélagi íslands og Unnur Halldórs-
dóttiruppeldisfræðingur,starfsmaður
Rauða kross hússins og formaður
SAMFOKS.
Hópurinn setti sér eftirfarandi
markmið með kynningu á bækl-
ingnum:
— að örva umhugsun og umræður
um þau sálrænu, líkamlegu og
félagslegu umbrot er verða á ungl-
ingsárum mannsins — að auka
meðvitund um áhrif þessara umbrota
á líðan og tilfinningar sjálfs sín og
annarra.
— að leita leiða til að fá hjálp og
hjálpa öðrum þegar tóm og
tilgangsleysi, örvænting og uppgjöf
sækja á.
Hópurinn taldi mikilvægt aðfylgja
bæklingnum úr hlaði með frekari
fræðslu um tilfinningalega líðan
Lilja Oskarsdóttir.
ungmenna, þekkta áhrifaþætti á
geðheilsu þeirra auk fræðslu um
þunglyndi.
Tekin var sú ákvörðun að dreifing
á bæklingnum færi fram til að byrja
með í framhaldsskólum að ósk
nemendafélaga og honum fylgt úr
hlaði með heilbrigðisfræðslu um
fyrrgreinda þætti. Þegar hefur verið
farið í nokkra skóla og hafa móttökur
verið mjög góðar bæði hjá nemendum
og kennurum. Af spurningum
nemenda má ráða að þeir vi lja gjaman
fræðslu og umræðu um þessi mál.
Kennarar og námsráðgjafar hafa sýnt
málinu mikinn áhuga og hafa verið
þakklátir fyrir þennan möguleika á að
fræðast og ræða tilfinningalega
vanlíðan og þunglyndi ungmenna. Þeir
finna fyrir ábyrgð sinni þar sem þeir
umgangast nemendur daglega, þekkja
vel eðlilegan ungling og eru í lykil-
aðstöðu til að finna unglinga sem líður
illa. I þeim tilvikum ætti að vera
sjálfsagtað hafasamband við foreldra,
einnig þyrftu þeir að hafa greiðan
aðgang að fagfólki heilsugæslustöðva
þegar svo ber undir. Sú staðreynd, að
fræðsla um geðheilbrigði og tilfinn-
ingar unglinga virðist verða útundan
að mestu í allri fræðslu um heilbrigði
og forvarnir, á sama tíma og það er vel
þekkt að þunglyndi meðal unglinga er
algengt, er óviðunandi. Skipulögðu
eftirliti heilsugæslu lýkur við 5 ára
Stefanía Sigurjónsdóttir.
aldur, en unglingsárin eru tími mikilla
breytinga bæði hvað varðar
líkamlegan, sálrænan og tilfinn-
ingalegan þroska. Ekkert tímabil
æ vinnar krefst meiri aðlögunar en þetta
æviskeið.
að er umhugsunarvert hvort
heilsugæslu beri ekki að sinna
unglingum með skipulögðum hætti
fram að u.þ.b. 18 ára aldri með sérstakri
áherslu á forvamarstarf með tilliti til
geðheilbrigðis.
Langflestir sem fremja sjálfsvíg
eru veikir, oftast þunglyndir. Það er
auðvelt að lækna þunglyndi meðal
unglinga. Með réttri meðferð batnar
flestum á um 4 vikum. Þannig að með
aðstoð hefði unglingurinn eftir stuttan
tímagetað verið glaður, hress og notið
þess að lifa. Miklir fordómar og
þröngsýni virðast vera ríkjandi þegar
geðheilbrigði á í hlut. Fólk er fljótt að
álykta að helstu orsakir sjálfsvíga
unglinga séu eingöngu ofnotkun vímu-
efna eða slæmar félagslegar aðstæður.
í annan stað hefur misfarist að halda
uppi áróðri og kynna fyrir almenningi
að það sé sjálfsagt að leita sér hjálpar
þegar um geðræn vandamál er að ræða
til að fyrirbyggjafrekari veikindi ekki
síður en ef um líkamleg einkenni er að
ræða, sbr. áróður tannlækna um tann-
vernd. Fram að þessu hefur ekki mátt
ræða sjálfsvíg opinberlega, þ.a.l. hefur