Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 19
almenningur ekki verið fræddur um mögulegar orsakir, tíðni og afleið- ingar, líkt og um sifjaspell fyrir ekki svo löngu síðan. Hópurinn er hins vegar á þeirri skoðun að þekking og jákvæð og tillitssöm umræða hjálpi. Hann telur að sjálfsvíg unglinga séu allt í senn, hryllileg, sorgleg og gremjuleg slys. Og sem slík þurfi að beita öllum tiltækum ráðum til að fyrirbyggja þau ekki síður en önnur slys. Ein leið til þess er fræðsla til ungmenna, aðstandenda og kennara, þannig að fólk sé meðvitað, þekki hættueinkenni og viti hvar á að leita sér hjálpar. Bent hefur verið á heimilis- læknaog starfsfólk heilsugæslustöðva í þ ví sambandi. Auk þess eru geðdei ldir Landspítala og Borgarspítala með geðlæknisþjónustu allan sólarhringinn. Vakin er athygli á símaþjónustu Rauða kross hússins sem er opin allan sólarhringinn. Bæklinginn má nálgast þar og einnig hjá Geðverndarfélagi íslands. Reykjavík í apríl 1992 Lilja Óskarsdóttir og Stefanía Sigurjónsdóttir. Höfðingleg dánargjöf heiðurskonu Á liðnum vetri andaðist frú Sigríður Jónsdóttir Melhaga 6 Reykjavík, ekkja á áttugasta og fimmta aldursári. Sigríður lét eftir sig erfðaskrá og samkvæmt henni arfleiddi hún Öryrkjabandalag íslands að íbúð sinni að Melhaga 6 hér í borg. Orðrétt segir í erfðaskránni: Tilgangurinn með ráðstöfun þessari er, að stofnaður verði námssjóður af allri gjöfinni. Verði árlega eftir því, sem efni sjóðsins leyfir, veittur úr sjóðnum styrkur til eins eða fleiri öryrkja til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs svo og til náms í hvers konar listgreinum, þótt ekki teljist það ábatasamt. I erfðaskránni kemur einnig fram eindreginn vilji til að þroskaheftir megi njóta sjóðsins ekki síður en aðrir öryrkjar og þá megi veita styrki þeim sem sérhæfa sig til starfa í þágu þroskaheftra. í erfðaskránni er einnig að finna fyrirmæli umstjómvæntanlegssjóðs þar sem einn sé tilnefndur af félagsmálaráðherra og tveir af stjórn Öryrkjabandalags íslands. Eftir nauðsynlegan undirbúning var eignin að Melhaga 6 seld og fékkst gott verð fyrir og verður andvirðið nýtt til þess verkefnis sem Sigríður mælti fyrir um. Frá því verður greint síðar. En ritstjóri átti örstutt spjall við svilkonu og um leið nánustu vinkonu Sigríðar Halldóru R. Guðmunds- dóttur til að fá einhverja hugmynd um Sigríði Jónsdóttur — lífshlaup Sigríður Jónsdóttir. hennar og ástæður þessarar höfðinglegu gjafar hennar. Því er Halldóra fyrst spurð: Hver var Sigríður Jónsdóttir? Hún var ættuð úr Dölum, þaðan voru foreldrar hennar, sem bæði voru kennaramenntuð og fluttu til Hafnarfjarðar þar sem Sigríður fæddistog ólstupp. Foreldrarhennar voru Valgerður Jensdóttir og Jón Jónsson. Jón var skólastjóri í Hafnarfirði, en lézt ungur og tók þá Valgerður við skólastjórn. Sigríður var elzt sinna systkina. Hún lauk svo prófi frá Flensborgarskóla með hinum prýðilegasta vitnisburði. Hún giftist ung Helga Magnússyni bankastjóra og síðar starfsmanni Landsbanka íslands. Helgi dó fyrir rúmum 30 árum og eftir það var Sigríður afar mikið ein og íraun einmana. Þau Helgi bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap. Engin böm eignuðust þau og svo vill til að allt náið skyldfólk Sigríðar er fallið frá. Og hvernig var hún svo? Hún var sérstaklega vönduð og vel gerð kona, hlédræg og hélt lítt fram sínum mörgu, góðu hæfileikum. Hún var geysilega listhneigð, tónlist unni hún og samdi fjölmörg lög, sem hún fór dult með, en eru afar falleg. Hún skar út, hún batt bækur og gerði í raun allt í höndunum sem nöfnum tjáir að nefna. Milli okkar Sigríðar myndaðist mjög náið og gott samband og hjá mér og börnum mínum átti hún alltaf athvarf. Vinátta hennar varð öllum mikils virði sem fengu að njóta. Og hvað heldurðu svo að hafi valdið því að hún arfleiddi Ö.B.I. að svo góðri eign? Hún var afar hlynnt málefnum öryrkja og hennar einlægi vilji var að listrænir hæfileikar þeirra fengj u sem bezt notið sín. Annars segir erfðaskráin allt um ætlan hennar og hug. Halldóru er þakkað spjallið um hennar mætu vinkonu. Um leið eru færðar miklar og hlýjar þakkir fyrir þann hug til bandalagsins og þá höfðingslund, semSigríður sýndi svo ljóslega með sinni dýrmætu dánargjöf. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.